Austurglugginn


Austurglugginn - 25.11.2021, Page 4

Austurglugginn - 25.11.2021, Page 4
4 Fimmtudagur 25. nóvember AUSTUR · GLUGGINN Austurglugginn - Fréttablað Austurlands // Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir // S: 477-1750 • Ritstjórn: Gunnar Gunnarsson ritstjóri og áb.m: gunnar@austurfrett.is • Albert Örn Eyþórsson, blaðamaður : frett@austurglugginn.is • Auglýsingar: Anna Dóra Helgadóttir: auglysing@austurglugginn.is • Áskriftir: Anna Dóra Helgadóttir: askrift@austurglugginn.is • Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent Leiðari Sameign þjóðarinnar Fræg er setning Halldórs Laxness um að sú hafi verið tíðin að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign, klukku. Síðan hefur íslenska þjóðin eignast fleiri sameignir. Þær hafa verið byggðar upp með einingu þjóðarinnar, sátt um nýtingu skattfjár og forgangsröðun í framfaramálum sem á endanum nýtast landsmönnum öllum. Íslenska ríkið byggði á sínum tíma upp síma- og póstþjónustu um allt land. Á sínum tíma var þetta eitt félag, Póstur og sími, sem síðar var skipt upp í tvö. Svo fór að lokum sumarið 2005 að síminn var seldur. Áður en það gerðist fór fram mikil umræða um hvort rétt væri að halda eftir landsdreifikerfinu. Stjórnarliðar mótmæltu því á þeim forsendum að það myndi lækka verulega söluverðið, í öðru lagi stæðist það vart samkeppnislög og í þriðja lagi að tæknilega ómögulegt væri að skilja þar í sundur. Of seint er að ræða yfir höfuð skynsemi sölunnar, fyrst verðmæti viðskipta Símans, var ekki meira. En eins og frægt er orðið var tæknilegi ómöguleikinn ekki meiri en svo að grunnetið var sett í sérstakt félag, Mílu, strax árið 2007. Það hefur síðan fylgt Símanum en brátt skilur á milli með sölu þess til erlends fjárfestingarsjóðs. Mögulega er hægt að færa fyrir því rök að einkavæðing og markaðslegar forsendur hafi hraðað uppbyggingu dreifikerfis í þéttbýli. Á móti er það staðreynd að íslenskir skattgreiðendur hafa undanfarin ár fjármagnað, bæði í gegnum ríki og sveitarfélög, ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. Míla er eitt þeirra fyrirtækja sem byggt hafa upp fjarskiptakerfi með slíkum styrkjum, auk annarrar þjónustu sem seld hefur verið ríkinu. Eigendur Mílu eru nú að innleysa ágóðann meðal annars af þessum styrkjum. Fjarskiptakerfi er ekki bara nauðsynlegt upp á lífsgæði, að geta unnið eða notið afþreyingar í gegnum háhraðanet, heldur til að tryggja öryggi fólks. Til þess að fjarskiptakerfi virki eins og til er ætlast þarf að endurnýja þau og sinna viðhaldi. Þessar forsendur hafa legið til grundvallar styrkjum skattgreiðenda. Viðbúið er að erfiðra verði að fylgja slíkum kröfum eftir þegar eignarhaldið er komið úr landi. Eins væri fróðlegt að sjá hvort gleðin með söluna væri sú sama ef kaupandinn væri rússneskur eða kínverskur. Nægur hefur taugatitringurinn verið út af aðkomu Huawei að uppbyggingu 5G kerfa. Þjóðaröryggisráð hefur söluna til skoðunar. Erfitt er að sjá fyrir sér að gripið verði inn í, svo hár er verðmiðinn. Þar með munu yfirráð yfir lykilstoð samfélagsins færast úr landi. En eftir verður að standa lærdómur um nauðsynlegustu innviði landsins. Hverjir eiga þeir að vera? Hverjir eiga að eiga þá? Hver eiga að vera skilyrðin fyrir fjármögnun ríkis á slíkri uppbyggingu? Er rétt að skattgreiðendur fjármagni uppbyggingu án eignarhalds? GG Við bjóðum nýja félagsmenn velkomna í hópinn KJÖLUR stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu og Starfsmannafélag Fjarðabyggðar hafa nú sameinast Hvað er Kjölur? • Kjölur er stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga, ríkisstofnana og sjálfstætt starfandi stofnana. • Kjölur er stéttarfélag um 2000 félagsmanna á landsbyggðinni og er annað stærsta aðildarfélag BSRB. • Félagssvæði Kjalar nær frá frá Borgarfirði í vestri, vestur og norður um til Austurlands. • Aðalskrifstofa Kjalar er á Akureyri og skrifstofur á Ísafirði og í Grundarfirði. • Kjölur stéttarfélag stendur vörð um hagsmuni og réttindi félagsmanna sinna, annast gerð kjarasamninga, vinnur að starfsmenntamálum og úthlutar styrkjum vegna heilsueflingar, forvarna og fræðsluverkefna. • Kjölur býður félagsmönnum sínum fjölbreytta orlofsvalkosti víða um land.

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.