Austurglugginn - 25.11.2021, Page 12
skynbragð okkar á að til sé nokkuð
sem heita samfélagsleg verðmæti.
Í innviðum. Í samskiptum. Í fólki.
Það hefur verið áhugavert að
bera saman Ísland og Svíþjóð
á þessum mánuðum, bæði
staðreyndir og hversu mjög þær
geta bjagast á hinni stuttu leið yfir
Noregshafið. Óþarfi er að rekja
mun á smittölum og andlátum,
hvar tókst að halda faraldrinum í
skefjum og hvar menn misstu af
lestinni þegar í upphafi. Hinsvegar
er áhugavert að þrátt fyrir álag
af allt annarri stærðargráðu
réð sænskt heilbrigðiskerfi við
verkefnið. Auðvitað þurfti að
fresta ýmsu og forgangsraða og
að sjálfsögðu er starfsfólk þreytt.
En það kom aldrei til tals að fara
þyrfti í samfélagslegar takmarkanir
því heilbrigðiskerfið væri að kikna.
Aldrei.
Það getur verið stór áskorun
í starfi læknis að skilja hvað sé
einkenni sjúkdóms og hvað sé
einkenni heilbrigðis. Stundum
getur svokallaður „einkennaberi“,
sá er leitar læknis vegna vanlíðunar
af ýmsum toga, hreinlega verið
heilbrigðasti einstaklingurinn
í sjúklegum aðstæðum.
Börn alkóhólista eða maki í
ofbeldissambandi eru lýsandi
dæmi um þetta. Ef við nú skoðum
samfélagið í sama ljósi, hver er þá
sjúkur og hver er einkennaberi?
Það má vel færa rök fyrir því
að núna sé samfélaginu haldið
í spennitreyju vegna lasburða
heilbrigðiskerfis (vandamálið er
ekki einangrað við Landspítalann).
Ég ætla þó að halda því fram að
heilbrigðiskerfið sé einkennaberi í
sjúku hugarfari sem hefur gegnsýrt
samfélagið. Ég á við þá fixídeu að
einungis með því að pressa fólk
að þolmörkum náist árangur og
að sá árangur verði eingöngu
metinn á hlutlægan hátt. Að
allt sé sóun sem ekki fæst með
lágmarks tilkostnaði og hámarks
tímanýtingu. Hið sjúklega er þó
kannski ekki hugmyndin sem
slík heldur að ætla sér þannig að
reka samfélag eða nauðsynlegar
stofnanir þess. Hvað þá hinar
húmanísku lykilstofnanir eins og
menntakerfi og heilbrigðiskerfi þar
sem yfirgripsmesta og verðmætasta
þekkingin býr í fólkinu á gólfinu.
Sóun getur nefnilega verið
ýmiskonar. Hvað er það annað en
sóun þegar hjúkrunarfræðingur
brennur út. Eða þegar barn fær
ekki aðstoð við hæfi því kennari
berst í bökkum við að sinna
þungum og fjölmennum bekk. Það
viðgengst gríðarleg sóun á hverjum
degi þegar fólk fær ekki tækifæri
til að laga brotalamir í starfinu því
það er of upptekið við að slökkva
elda, redda fólki eða uppfylla blæti
fjarlægra skriffinna fyrir skýrslur
og excel-skjöl. Brotalamir sem
leiða til mistaka.
Oft er haft á orði að við lærum af
mistökum okkar. Það er rangt. Við
lærum af því að hugleiða mistök
okkar og skoða þau í samhengi.
Stærsti lærdómurinn af Kófinu
mun liggja í því að horfast í augu
við og breyta því hugarfari sem
leiddi til þess að heilbrigðiskerfið
hefur í yfir tuttugu ár bara verið
einu hópslysi frá hörmungum.
Ztonelove vill gera garðinn frægan í tónlistinni
„Ég hef verið að semja tónlist frá
því að ég var bara smástelpa og nú
er ég að stíga mín fyrstu alvöru
skref í tónlistinni,“ segir Steinunn
María Bragadóttir en hún líka
þekkt undir listamannsnafninu
Ztonelove. Undir því nafni rappar
hún sín eigin lög og texta.
Steinunn hefur vakið athygli í
heimabænum Neskaupstað og víðar
en hún hefur tekið upp nokkur lög
og gert tvö tónlistarmyndbönd við
sem komin eru á tónlistarveitur
eins og YouYube og Spotify en það
bara byrjunin því næsta skref segir
hún að koma tónlistinni sinni á fast
form í alvöru stúdíói, verða sér úti
um umboðsmann og leita hófanna
hjá tónlistarútgáfum.
„Ég á allt of mikið af tónlist
þannig að ég verð að velja og hafna
hvað ég vil gefa út. Ég vil klára að
gera það áður en ég fer að leita fyrir
mér hjá útgáfufyrirtækjum. Nú er ég
að setja saman mix-tape af efninu
mínu og gæli við að koma því út
einhvern tímann á næsta ári.“
Myndböndin heimagerð
Tvö myndbönd má finna á YouTube
með tónlist Ztonelove og hefur
fyrra myndband hennar þegar verið
skoðað yfir þrjú þúsund sinnum
sem þykir dágott fyrir lítt þekktan
listamann á Íslandi og hefur hún þó
ekki kynnt myndbandið sérstaklega
neins staðar.
Hún fær vini og kunningja til að
leika í þeim, tekur þau upp á hinum
ýmsu mismunandi stöðum í bænum,
mamma er gjarnan á tökuvélinni og
Steinunn klippir sjálf til efnið að
tökum loknum.
„Ég kunni ekki neitt þegar við
vorum að byrja en ég bara lærði það
sem til þurfti. Í myndböndin fæ ég
vini mína og jafnvel ættingja og svo
tökum við upp hér og þar í bænum.
Ég er mjög ánægð með það sem
okkur hefur tekist að gera fyrir litla
peninga og það er töluvert áhorf.“
Sumir lítið hrifnir en ég kippi mér
ekkert upp við það
Aðspurð um viðtökurnar í bænum
segir Steinunn meirihluta fólks vera
ánægt með hvað hún sé að gera en
ekki allir.
„Það eru sumir sem kunna ekkert
við hvorki tónlistina né myndböndin
en það kannski fyrst og fremst eldra
fólk. Flestir aðrir hafa tekið þessu
mjög vel og ungt fólk þá sérstaklega.
Ég kippi mér ekkert upp við
gagnrýnina því ég hef mikla trú á
að fólk megi vera hvað sem það vill
og allir eiga að hafa trú á sjálfum
sér í einu og öllu. Það eru mikilvæg
skilaboð sem ég reyni að deila eins
og ég get.“
Steinunn er uppalin í Breiðholtinu
en flutti austur til Neskaupstaðar
fyrir nokkru síðan. Hún kann vel við
sig þó bærinn sé vitaskuld töluvert
minni en höfuðborgarsvæðið og
minna sé um að vera.
„Já, ég kvarta ekki. Ég átti pínulítið
erfiða æsku fyrir sunnan svo ég sakna
ekki mikils þannig. Auðvitað getur
fámennið skapað ákveðin vandamál
líka en þau eru yfirleitt ekki stór.“
AE
1041 0966
UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA
www.heradsprent.is
Eyjólfur Þorkelsson
Lokaorð
Fram úr Kófinu
Síðustu tvö ár hafa verið
lærdómsrík. Við höfum séð
kenningum nýfrjálshyggjunnar
rutt á haugana og anda Keynes
rísa upp frá dauðum. Við höfum
séð hverju vísindi og ríkisvald
geta áorkað þegar þeim er beitt
af þunga og afleiðingar þess að
heykjast á því að nýta þau. Síðast
en ekki síst höfum við endurheimt
Ztonelove dreymir um að geta lifað af tónlist sinni í framtíðinni. Aðsend mynd