Austurglugginn


Austurglugginn - 07.12.2012, Síða 2

Austurglugginn - 07.12.2012, Síða 2
2 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 7. desember Dögun stefnir á framboð í Norðaustur- kjördæmi Dögun, samtök um réttlæti, sann- girni og lýðræði stefnir að því að bjóða fram lista í Norðausturkjör- dæmi fyrir næstu þingkosningar sem fyrirhugaðar eru í apríl á næsta ári. Stofnundur kjördæmisfélags Dögunar í Norðausturkjördæmi verður haldinn laugardaginn 8. desember á Akureyri. Þar mun Gísli Tryggvason kynna Dögun og fyrirliggjandi stefnumótun og tekin verður afstaða til aðferða við val á framboðslista í kjördæminu. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, staðfesti nýverið friðlýsingu náttúruvættisins Blábjarga á Berufjarðarströnd í Djúpavogshreppi. Björgin, sem eru í landi Fagrahvamms, eru sérstæð fyrir grænleitan blæ sem rekja má til klórítsteindar sem myndaðist við ummyndun bergsins. Blábjörg eru hluti af sambræddu flikrubergi, sem hefur verið kallað Berufjarðartúff (Berufjörður acid tuff ) og myndaðist í gjóskuflóði í líparítsprengigosi. Í jarðlaga- staflanum er það rétt ofan við svokallað Hólmatindstúff, sem er með surtarbrandi, en nokkuð neðan við bleikt túfflag kennt við Skessu. „Markmiðið með friðlýsingu Blábjarga sem nátt- úruvættis er að vernda sérstæðar jarðmyndanir sem hafa hátt fræðslu- og vísindagildi. Blábjörg eru aðgengilegur staður til að skoða flikruberg enda vinsæll viðkomu- staður ferðamanna. Hið friðlýsta svæði er 1,49 hektarar að stærð en með friðlýsingunni verður óheimilt að hrófla við eða skemma á annan hátt jarðmyndanir innan marka þess. Almenningi er áfram heimil för um náttúruvættið en umsjón og rekstur þess verður í höndum landeigenda“ segir í til- kynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað hafa ákveðið að vinna sameiginlega að kynningu sveitarfélaganna sem valkost til þeirra leyfishafa sem vinna munu að rann- sóknum, tilraunaborunum og vinnslu á Drekasvæðinu“ segir í sameigin- legri fréttatilkynningu Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs. Skrifað var undir samstarfsyfirlýsingu sveitarfélaganna síðastliðinn mánudag. Austurglugginn greindi frá því um miðjan septembermán- uði að viðræður sveitarfélaganna stæðu yfir um mögulegt samstarf á þessu sviði. Í kjölfarið var tekist á um ályktun á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA). Vopnfirðingar lögðu fram tillögu á fundinum þar sem lagt var til að SSA styddi „eindregið við þá vinnu sem Vopnafjarðarhreppur og Langanesbyggð hafa unnið varðandi undirbúning á upp- byggingu þjónustumiðstöðvar á Vopnafirði og undirstrikar mikilvægi þess að sem stærstur hluti þjónustunnar verði veittur þaðan og frá öðrum stöðum á Austurlandi.“ Tillagan fékkst ekki samþykkt og í stað þess var henni vísað frá og til samstarfsnefndar SSA sem starfar milli aðalfunda sam- bandsins. Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, lýsti miklum vonbrigðum með að ekki næðist samstaða um þetta mál á Austurlandi. Viðræðurnar virðast hafa borið árangur því nú hafa sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað komið á fót sameiginlegum starfs- hópi sem samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna er falið að meta hversu vel þau eru í stakk búin að þessu leyti. „Verða innviðir rýndir með hliðsjón af veikleikum og styrkleikum hvors sveitarfélags, allt frá nærsamfélagsþjónustu, samgöngum og viðgerðar- og viðhaldsþjónustu að húsnæði, gistingu og afþreyingarmögu- leikum. Niðurstöðurnar munu nýtast í kynningar- og mark- aðssamstarfinu ásamt frekari stefnumótun á vegum sveitar- félaganna“ segir í yfirlýsingu sveitarfélaganna. Starfshópinn skipa bæjar- stjórarnir Björn Ingimarsson og Páll Björgvin Guðmundsson ásamt Birni Inga Knútssyni, Steinþóri Péturssyni og Sævari Guðjónssyni, sem skipaðir eru af Fjarðabyggð. Fyrir Fljótsdalshérað skipa þau Ágústa Björnsdóttir, Eyrún Arnardóttir og Óðinn Gunnar Óðinsson starfshópinn. Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þá hafa norsk stjórnvöld, með bréfi dagsettu 3. desember, ákveðið að norska ríkis- olíufélagið Petoro verði þátttakandi í báðum leyfunum, að fjórðungs hlut í hvoru leyfi fyrir sig eins og samn- ingur Íslands og Noregs frá árinu 1981 heimilar þeim. „Þátttaka Noregs í sérleyfum á Drekasvæðinu er mjög jákvæð fyrir framhald olíuleitar á Jan Mayen svæðinu í heild enda undirstrikar hún trú Norðmanna á því hversu raunhæft verkefni hér er um að ræða. Þátttaka Norðmanna í sérleyfum gerir rannsóknir á Drekasvæðinu eftirsóknarverðari og dregur athygli olíufélaga að Íslandi sem fýsilegum kosti til rannsókna og eftir atvikum vinnslu olíu frá svæðinu til lengri tíma litið“ segir í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Steingrímur J. Sigfússon atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra fagnar aðkomu Norðmanna. „Að mínu mati er augljóslega mikill styrkur að hafa Norðmenn sér við hlið í verkefnunum á Drekasvæðinu. Það gefur þeim aukið vægi og trú- verðugleika. Noregur býr yfir mik- illi reynslu á þessu sviði og þá ekki síst í umhverfismálum enda eru þeir þekktir fyrir að gera ströng- ustu kröfur í öryggis- og umhverf- ismálum í tengslum við olíu- og gas- vinnslu á hafi úti“ segir Steingrímur á heimasíðu ráðuneytisins. Þrjár umsóknir bárust í útboði vegna sérleyfa sem lauk 2. apríl síðastliðinn. Við úthlutun sérleyf- anna leitaði Orkustofnun umsagna í samræmi við ákvæði laga og kann- aði ítarlega getu umsækjenda til að takast á við þá umfangsmiklu starfsemi sem í leyfisveitingunni felst. Þá fékk þriðji umsækjandinn, Eykon ehf., frest til 1. maí 2013 til að afla sér samstarfsaðila sem hefði að mati Orkustofnunar nægjanlega sérþekkingu, reynslu og bolmagn til að annast þá starfsemi sem í leyfis- veitingunni felst. Áður en sérleyfin verða gefin út þarf norska stórþingið að sam- þykkja þátttöku norska ríkisins í verkefninu. Í kjölfar þess og þegar aðilar sérleyfanna hafa undirritað samstarfsamninga sína um verkefnin mun Orkustofnun gefa út umrædd leyfi, væntanlega í byrjun janúar á næsta ári. Norska ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit Fjarðabyggð og Fljótsdals- hérað í markaðssamstarf Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, við undir- ritun samkomulagins. Mynd/ Helga Guðrún Jónasdóttir Blábjörg við Djúpavog friðlýst Mynd/Andrés Skúlason

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.