Austurglugginn


Austurglugginn - 07.12.2012, Síða 4

Austurglugginn - 07.12.2012, Síða 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 7. desember É g lofaði því í síðustu viku að fjalla ítar- lega um rannsókn Rannsókna- og þró- unarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri um starfsemi ríkisins í Norðausturkjördæmi – tekjur og útgjöld. Skýrslan er mjög ítarleg og ekki að sjá annað en að vandað sé til verka en skýrslan er gerð að beiðni Eyþings og SSA. En lesendur góðir verða að bíða enn um sinn eftir umfjölluninni vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Ég get aftur á móti heitið umfjölluninni í næsta tölublaði Austurgluggans sem kemur út í lok næstu viku. Þá gefur Austurglugginn út jólaút- gáfu blaðsins sem verður ekki síður veglegri en jólablöð undanfarinna ára. Jólaundirbúningur er farinn af stað á flestum heimilum, jólaskreytingar, jólabakstur og ég tala nú ekki um jólahreingerninguna sem allir bíða í ofvæni eftir á hverju ári. Í öllu þessu amstri sem tengist jólunum eiga margir það til að gleyma sjálfum sér, þeim sem standa sér næst og jafnvel því sem þetta snýst allt um. Í öllu þessu amstri er mikilvægt að taka sér „breik“ frá amstrinu og njóta nærveru fjölskyldunnar, skella sér á tónleika eða njóta annarra menningarviðburða. Þangað til næst. Lifið heil. Ragnar Sigurðsson BÚÐAREYRI 7, 730 REYÐARFJÖRÐUR Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Ragnar Sigurðsson • frett@austurglugginn.is • Fréttasími: 477 1750 Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Guðmundur Y Hraunfjörð • 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com • Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 865 7471 - fagri15@simnet.is. Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent. JÓLA AMSTRIÐ Hjalli AusturlandsmiðstöðvarMenningar Aðventa, sagan um Fjalla-Bensa og svaðilfarir hans á fjöllum vikurnar fyrir jól, sem Gunnar Gunnarsson skrifaði árið 1936 hefur unnið sér sess sem jólasaga hérlendis hin síðari ár. Á hverju ári er hún lesin í Útvarpinu síðustu daga fyrir jól og lestri hennar lokið síðdegis á aðfangadag. Á síðustu árum hefur sá siður jafnframt skotið rótum að lesa skáldsöguna upphátt fyrir gesti víða um land og einnig erlendis. Í ár dreifist upplestur á Aðventu á tvær helgar á þeim stöðum sem vitað er um. Sunnudaginn 9. desember mun Hjörtur Pálsson lesa söguna í Gunnarshúsi í Reykjavík að Dyngjuvegi 8. Rithöfundasamband Íslands stendur fyrir þeim lestri. Aðgangur er ókeypis og heitt á könnunni en lesturinn hefst kl. 13.30. Sama dag verður Aðventa lesin á þýsku í samkomusal norrænu sendiráðanna í Berlín kl. 14.00. Þar mun þýski leikarinn Matthias Scherwenikas lesa söguna og verður boðið upp á íslenskt bakkelsi í hléi. Sendiráð Íslands og Gunnarsstofnun standa fyrir þeim upplestri en Aðventa kom fyrst út á þýsku hjá forlaginu Reclam árið 1936 og er vel þekkt meðal þýskra unnenda íslenskra bókmennta. Á þriðja sunnudegi í aðventu, hinn 16. des- ember, verður Aðventa lesin samtímis á tveimur stöðum. Menningarmiðstöð Þingeyinga stendur fyrir upplestri á Grenjaðarstað og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri í Fljótsdal mun Ævar Kjartansson lesa söguna. Lesturinn hefst á báðum stöðum kl. 14 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fréttatilkynning Aðventa Gunnars lesin víða í desember – Reykjavík og Berlín næsta sunnudag Á árlegri jólaskemmtun á Reyðarfirði þann 1. des. sl. var kveikt á jólatrénu, sungin jólalög og jólasveinarnir komu í heimsókn. Eitthvað var annar jólasveinninn ringlaður eftir allt ferðalagið því börnunum til mikillar undrunar þóttist hann vera Leppalúði. Jólasveinninn virtist ranka fljótt við sér og átta sig á því að það gengi vart upp og sagðist þá heita Giljagaur. Ekki blasti við honum minni undrun við þá útskýringu því Giljagaurarnir voru skyndilega orðnir tveir. Jólafriður í Eskifjarðar- kirkju Tónleikarnir Jólafriður verða í Eskifjarðarkirkju sunnudaginn 9. desember klukkan 20:00. Á tónleikunum koma fram 10 manna kór ásamt 7 manna hljómsveit og flytja þau saman ljúfa jólatóna. Einsöngvari er Þórunn Lárusdóttir. Miðaverð er 2000 kr. Frítt fyrir 16 ára og yngri. 13. desember Tónleikar Hangikjöt með uppstúf og grænum baunum Fyrir hver jól eru fjölskyldur og einstaklingar sem leita til Rauða Krossins með ósk um aðstoð til að halda jólin hátíðleg. Því er blásið til Fjölskyldutónleika í frystiklefa- num þar sem fjölmargir listamenn af öllu Austur- landi koma fram og gefa vinnu sína. Nánari upplýsingar innan tíðar um þá sem koma fram. FRÍTT INN Tekið á móti framlögum á staðnum og vakin athygli á Söfnunarreikningi Héraðs- og Borgarf- jarðardeild Rauðakross Íslands Léttar veitingar í boði Ölgerðarinnar, Bónus og Hátíðarkaffi í boði Kaffi Valný

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.