Austurglugginn


Austurglugginn - 07.12.2012, Page 6

Austurglugginn - 07.12.2012, Page 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 7. desember Snæfell – kjötvinnsla Kaupvangi 23b, Egilsstöðum. Opið virka daga kl. 8.00 – 17.00. Gæðin í fyrirrúmi og hagurinn er heimamanna. Sími 471-2042 snaefellkjot@snaefellkjot.is www.snaefellkjot.is Senn líður að jólum Hamborgarhrygginn, hangikjötið og steikurnar fyrir jólin færðu hjá okkur. Einnig er jólakjötið okkar fáanlegt í verslunum víða um Austurland. Esther Jökulsdóttir, söngkona mætti austur í síðustu viku og hélt tónleika í Egilsstaðakirkju. Tónleikarnir voru feikna vel sóttir og má segja að það hafi verið húsfyllir í kirkjunni. Hún mætti með átta manna úrvalslið og flutti jóla- og gospellög að hætti Mahaliu Jackson. Efnisvalið af hljómplöt- unni Silent Night var í aðalhlutverki auk gospel- perla frá I believe og You´ll never walk alone. Með henni mætti karlakvartett sem var skipaður þeim Benedikt Ingólfssyni bassa, Einari Clausen, Skarphéðni Hjartarsyni og Erni Arnarsyni ten- órum, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, lék á píanó, á trommum var Erik Qvick, Gunnar Gunnarsson lék á Hammond orgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa, einnig lék Örn eitt lag á gítar. Útsetningar laganna voru unnar af Aðalheiði og Skarphéðni. Áhrifin voru vægast sagt mögnuð og greinilegt að þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Esther syngur þessi lög en eins og hún segir, þá komu jólin ekki í æsku hennar fyrr en platan með Mahaliu, Silent Night var kominn á fóninn. Mikil sorg greip um sig á heimili Estherar en þá hafði jólaplatan lent undir rassinum á systur hennar og jólin urðu ekki eins án plötunnar. „Við vorum að skreyta á aðfangadag og vorum að þvæl- ast með plötuna, einhverra hluta vegna lögðum við hana í sófann. Ossa settist í sófann ...og þá var það búið... Ég hélt alltaf að ég hefði gert þetta þar til hún leiðrétti þetta fyrst í fyrra og þungu fargi var af mér létt. Það voru skrýtin jól, Jim Reeves og Brunaliðið sáu aðallega um jólatónana það árið. Mikil hamingja var, þegar Oddný kom með nýja Silent Night ein jólin. Hin heilaga þrenn- ing var þá loks fullkomnuð eða hreindýrasteikin, kaffisúkkulaði, jólafrómasið hennar mömmu og Mahalia Jackson að auki.“ Esther kom í sumar ásamt tveimur bræðrum sínum, þeim Hlöðver og Hlyni og tróð upp með Jónasi Sigurðssyni á Borgarfirði við mikinn fögnuð þeirra sem hlýddu á. Systkinin hafa lokið við að taka upp plötu, lög eftir Hlyn bróðir hennar sem kemur út næsta vor. Esther er alin upp hér á Héraði, nánar tiltekið í Grímsárvirkjun en býr nú ásamt fjölskyldu sinni í Hafnarfirði. Hún lærði söng í FÍH undir leiðsögn Bjarkar Jónsdóttur. Síðan var förinni heitið til Spánar, nánar til tekið til Barcelona í Escola Luthier, sem rekin er af Arnaldi Arnarssyni gítarleikara og konunnar hans Alicu. Þar hafði hún tvo kennara, þau hjónin, Ferran og Isabel. Ferran sá um klassísku hlið- ina en Isabel kenndi henni spænskan ljóðasöng. Þaðan útskrifaðist hún 16. júní 2003, lauk „Grad Superior“ sem klassískur mezzosopran með 9.5 í lokaeinkun. Í dag kennir Esther söng og píanó við tónlistarskólann Tónsali, sem er tónlistaskóli í Kópavogi, þar sem áhersla er lögð á rythmíska tónlist eins og dægurlög, blús, djass og rokk söng. Hún hefur ekki setið auðum höndum þetta árið. Í apríl sl. tók hópur tónlistarmanna sig saman og gaf út Leonard Cohen tribute disk þar sem Esther ásamt Soffíu Karlsdóttur (sem á ættir sínar að rekja til Eskifjarðar eins og Esther og til Fljótsdal) syngja lög Cohens. Diskurinn hefur hlotið virkilega góðar móttökur hér á landi og erlendis og er fyrsta upplag eða um 1000 eintök uppseld. Jólalögin byrjuðu að hljóma ansi snemma þetta árið hjá Esther eða um miðjan nóvember, þar sem hún syngur á jólahlaðborðinu í Turninum Kópavogi á 19 hæð. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur með þetta prógramm hingað austur en er sjötta árið í röð sem hún flytur það. Seinni tónleikarnir verða í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 13. desember klukkan hálf níu og þar verður Bjarni Arason gestasöngvari. Miðarnir eru fáanlegir á midi.is. Á tónleikum fyrri ára hefur aðsókn verið þannig að færri hafa komist að en vilja og hafa tónleik- arnir hlotið mikið lof tónleikagesta. Nú er bara að vona að þetta verði árlegur viðburður að koma heim og leyfa okkur hér á Austurlandi að njóta þessa flottu listviðburðar. Stórkostlegir tónleikar Ásdís Jóhanns skrifar trandur@internet.is

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.