Austurglugginn


Austurglugginn - 07.12.2012, Side 7

Austurglugginn - 07.12.2012, Side 7
Myndir: Fljótsdalshérað og Austurglugginn. 4. árg - 3. tbl. 2012 Bygging hjúkrunar- heimilis á Egilsstöðum í nokkur Eins og kunnugt er hefur misseri verið yggingu hjunnið að undirbúningi á b úkrunar- og gefur að heimilis á Egilsstöðum. Eins skilja ki síst nú þegar er þar að mörgu að hyggja, ek ngri stöðu og fjármál ríkisins hafa verið í jafn þrö fni dregist raun ber vitni. Því hefur þetta verke ærslan á meira en menn hefðu helst kosið. Útf því sambærilegum byggingum síðustu ár hefur verið sú að sveitarfélögin byggja húsnæðið, með amkvæmfr da- og rekstarsamning við ríkið á bak við sig. Sveitarfélögin sjá alfarið um fjármögnun verksins en hlutdeild ríkisins (85% af fyrirfram skilgreindum byggingarkostnaði) er greidd með leigusamningi til 40 ára. Í byrjun ársins var málið komið á það stig að heimild var fengin um byggingu á hjúkrunarheim- ili með allt að 40 rýmum. Til að byrja með mun þó Heilbrigðisstofnunin leigja 10 af þessum rýmum sem sjúkrarými með ákveðnum samningi þar um. Í framhaldinu var farið í hönnunarsamkeppni og að henni lokinni var samið við Hornsteina/Eflu um hönnun byggingarinnar á grunni vinningstil- lögunnar. Byggingarnefnd hjúkrunarheimilisins hefur á þessum tíma fundað mikið með hönn- uðum og starfsmönnum Framkvæmdasýslu ríkis- ins og verið í miklu sambandi við starfsmenn Velferðarráðuneytisins. Lagt var upp með að hönnun og útboðsgögn væru tilbúin seinni hluta nóvember, en einhver dráttur hefur orðið á þeirri vinnu. Stefnt er þó að því að fyrsti hluti verksins, sem er jarðvinnan, verði boðin út fyrir árslok og annar hlutinn upp úr áramótum. Reiknað er með að þrískipta útboðinu, þannig að í fyrsta hluta verði jarðvinnan, í öðrum hluta verði uppbygg- ing hússins og í þriðja hlutanum verði frágangur lóðarinnar. Það er von bæjarstjórnar að þetta stóra verkefni verði mikil innspýting fyrir atvinnulífið á svæðinu, enda um stóra byggingarframkvæmd að ræða. Að sama skapi er þörfin fyrir þessi hjúkrunarrými orðin mjög brýn og aðstaða lengi verið óásættan- leg, þar sem allt að 4 sjúklingar hafa þurft að deila herbergi í yfirfullri hjúkrunardeild. Samkvæmt áætlun er gert ráð fyrir að taka hjúkrunarheimilið í notkun síðla árs 2014. Verkefnisstjóri sviðslista Sigríður Lára Sigurjónsdóttir var ráðin verkefnisstjóri sviðslista við Menningarmiðstöð Fljótsdals- héraðs frá og með 1. ágúst síðast liðnum, til loka árs 2013. Hlutverk menningarmiðstöðvarinnar er að efla menningar- og listastarf og samkvæmt samningi Fljótsdalshéraðs við Menningarráð Austurlands (nú Austurbrú) hefur menningarmiðstöðin sviðslistir sem sérsvið, og kemur hluti fjármögnunar til verkefnisins í gegnum þann samning. Sigríður Lára mun í starfi sínu m.a. hafa umsjón með samstarfi við stofnanir og skóla á sviði sviðslista með það að markmiði að efla þær á Austurlandi, hafa samstarf við Þjóðleikhúsið m.a. um leiklistarverkefnið Þjóðleik, veita ráðgjöf og upplýsingar um sviðslistir og vinna að framþróun listgreinarinnar á svæðinu. Einnig kemur Sigríður Lára að mótun sviðslistanáms við listabraut Menntaskólans á Egilsstöðum og kennir tengda áfanga við skólann. Sigríður Lára hefur undanfarin ár stundað doktorsnám við HÍ þar sem leikhús og gjörningar á Íslandi síðustu ár hafa verið hennar viðfangsefni. Hún hefur lokið fjölda námskeiða í leiklist, leik- ritun og leikstjórn hérlendis og erlendis, starfað með leikfélögum og að málefnum leiklistarinnar.

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.