Austurglugginn


Austurglugginn - 07.12.2012, Page 13

Austurglugginn - 07.12.2012, Page 13
 Föstudagur 7. desember AUSTUR · GLUGGINN 13 Ég tek þátt í forvali VG fyrir k om- andi kosningar og gef kost á mér í 2. sætið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir heiti ég, ættleggir mínir rekjast til Stuðla í Reyðarfirði og Akureyrar. Ég starfa sem náms og starfsráð- gjafi og stýri starfsbraut fyrir fatlaða í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði. Ég er gift og á þrjú börn. Ég hef verið varaþingmaður frá 2003 og nokkrum sinnum tekið sæti á Alþingi. Ég hef einnig gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Vinstrihreyf- inguna grænt framboð, hef mikla reynslu af sveitastjórnarmálum og sit í bæjarstjórn Fjallabyggðar. Sveitarfélög og samgöngur Ég kem úr litlu sveitarfélagi, Fjalla- byggð, eftir sameiningu Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar. Ég fæddist á Siglufirði en flutti yfir Lágheið- ina til Ólafsfjarðar þegar ég var 15 ára gömul. Vegsamgöngur voru ekki alltaf auðveldar hvort heldur um Mánárskriður eða Ólafsfjarð- armúla var að fara. En svo komu göng. Fyrst Múlagöng og svo Héð- insfjarðargöng, bæði umdeild, þar sem umræðan snerist um að henda stórum fjárhæðum í vegsamgöngur fyrir svo lítil samfélög. Betra væri bara að flytja mannskapinn í blokk suður í Reykjavík. Gætum hvers annars Bættar vegasamgöngur eru gríðar- lega mikilvægar ekki síst til að halda litlum samfélögum í byggð en þó er líka ýmislegt sem gæta þarf að. Íbúar þurfa að standa vörð um það sem þeir hafa t.d. verslanir og þjón- ustu sem engin vill vera án. Bætt aðgengi frá stöðum sem hafa verið frekar einangraðir getur leitt til þess að slík þjónusta leggst af, það hef ég séð í mínu byggðalagi. Við þurfum að gæta hvers annars. Skilgreinum grunnþjónustu Með góðum samgöngum er líka mögulegt að byggja upp sérhæfð- ari velferðarþjónustu af hálfu hins opinbera í svokölluðum miðjukjarna hvers héraðs. Hins vegar er afar mik- ilvægt og löngu tímabært að opinber grunnþjónusta sé skilgreind. Þá er ég t.d. að tala um heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Það á ekki að þurfa að standa í ströggli við ríkisvaldið ár hvert til að lítil sveitarfélög geti haldið úti heilsugæslu með aðgengi að lækni. Það eru for- réttindi að geta valið sér búsetu og því nauðsyn- legt að ríki og sveitarfé- lög komi sér saman um lágmarksviðmið í grunn- þjónustunni. Eldra fólk, sem búið er að skila ævistarfi sínu til sveitar- félagsins og samfélagsins alls, á ekki að flytja hreppaflutningum af því einhversstaðar hefur verið ákveðið að ekki sé hægt að vera með hjúkrunar- eða dvalarrými á þeirra heimaslóð. Menntun í heimabyggð Aukinn aðgangur og jafnræði til menntunar er forgangsmál. Í mínu sveitarfélagi var framhaldsdeild til margra ára sem svo lagði af með til- heyrandi kostnaði fyrir fjölskyldur. Það er ánægjulegt að sett hafa verið á laggirnar á nokkrum stöðum svo- kölluð fjarnámsver fyrir nemendur sem eru að hefja sitt framhaldsskóla- nám en betur má ef duga skal. Ég tel að með þessu fyrirkomulagi sé frekar hægt að sporna við brottfalli, og fjöl- breytni í félags- og menningarstarfi eykst sem aftur hefur jákvæð áhrif á búsetuþróunina og líkur aukast á því að ungt fólk setjist að til frambúðar. Kosningar í vændum Við heyrum daglega í útvarpinu loforð frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins um skattalækkanir. Ég bið fólk að velta því fyrir sér hvernig staðan væri í mennta-, og heilbrigð- iskerfinu ef stefna þeirra hefði náð fram að ganga með tvöföldum niður- skurði. Hvernig ætlar Sjálfstæðis- flokkurinn annars að fara að? Ríkisstjórnin hefur frá upphafi lagt áherslu á að nota skattkerfið ásamt félagslegum stuðningi til þess að auka jöfnuð í samfé- laginu. Við hvers kyns ráðstöfun fjármuna hefur verið reynt að beina þeim til þeirra sem helst þurfa á þeim að halda. Það er af sem áður var því í aðdrag- anda hrunsins var ,að hætti nýfrjáls- hyggjumanna, svigrúm í fjárlögum hverju sinni helst notað til að lækka skatta hjá vel stæðum einstaklingum með lækkun á fjármagnstekjuskatti og arðgreiðslum. Því þurfti að breyta og það höfum við gert. Þegar horft er til aðhaldsaðgerða hefur þolmörkum vissulega víða verið náð og álag á starfsfólk orðið umtalsvert. Sem betur fer höfum við nú tækifæri til að vinna okkur upp á við aftur þó enn þurfi að gæta aðhalds. Ég hef þá trú að við getum sameinast um að velferð einstaklinga eigi að vera í fyrsta sæti og samfélagið taki mið af því og fyrir því mun ég beita mér fái ég til þess stuðning. Örlagatímar – verkefnin framundan Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð tók sæti í ríkisstjórn á mestu örlagatímum í nútímasögu þjóðar- innar. Það er verkefni stjórnmál- anna að marka stefnu til framtíðar og framundan eru mikilvæg verkefni og lykilatriði að unnið verði áfram á grunni félagshyggju. Reynslan sýnir að þeim samfélögum gengur best, sem byggja á sterkri velferðarþjón- ustu og jöfnun lífskjara. Við skulum því ekki snúa af leið. Greinarhöfundur býður sig fram í 2. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 2013. Aukið rými fyrir starfsemi Hlymsdala Nýlega var tekið í notkun húsnæði sem Fljótsdalshreppur keypti í Miðvangi 6 og liggur að Hlymsdölum, sem hýsir meðal annars félags- miðstöð aldraðra og er í eigu Fljótsdalshéraðs. Undirritaður var samn- ingur milli Fljótsdalshrepps, Fljótsdalshéraðs og félags eldriborgara þess efnis að Fljótsdalshérað mun sjá um rekstur á þessu húsnæði, þó Fljótsdalshreppur verði áfram eigandi þess. Um er að ræða um 140 fermetra sem koma þá til viðbótar þeim 530 fermetrum sem fyrir voru í Hlymsdölum. Þetta nýja rými verðu m.a. nýtt sem aðstaða fyrir ýmis- konar handverk eins og bókband, vefnað og fl. Einnig er þarna setustofa og skrifstofuaðstaða fyrir starfsmenn. Þetta viðbótarrými bætir enn aðstöðuna sem félag eldri borgara og aðrir íbúar fá í Hlymsdölum og opnar möguleika á fjölbreyttara tómstundastarfi. Ekki þarf að fjölyrða um gildi mennt- unar að afloknu grunnskólanámi fyrir einstaklinga, atvinnulífið og samfé- lagið allt. Framhaldsmenntun á að vera fyrir alla og ekki að vera háð búsetu. Best er að nemendur frá 16-18 ára þurfi ekki að fara úr for- eldrahúsum til að stunda nám. Nám í framhaldsskóla er ekki aðeins undirbúningur fyrir háskóla- nám. Stór hópur útskrifast úr fram- haldsskólum með starfsréttindi og fer því beint út á vinnumarkaðinn. Eftir að sjálfræðisaldurinn var hækkaður úr 16 árum í 18 ár þurfum við ekki síður að líta á framhaldsskólana sem framhald af grunnskólunum. Flestir nemendur fara í framhaldsskóla að grunnskólanámi loknu og slagorðið framhaldsskóli fyrir alla verðum við að taka alvarlega. Í hinu risavaxna Norðaustur-kjör- dæmi hefur framhaldsskólum fjölgað og námsleiðum einnig. Grundvallar- hugmyndin um framhaldsskóla fyrir alla felur í sér að ungmenni geti búið í foreldrahúsum og stundað nám. Austfirðingar búa svo vel að hafa Verk- menntaskóla Austur- lands í Neskaupstað. Þar stunda nemendur einkum úr Fjarðabyggð fjölbreytt nám, iðnnám og bóknám. Rútuferðir gera nemendum kleift að stunda nám við skólann en fara heim að loknum skóladegi. Einhverjir nemendur búa á heimavist skólans en flestir þeir sem búa í innan við 60 km fjar- lægð taka rútuna. Menntaskólinn á Egilsstöðum þjónar sama svæði en þar er stærsti hluti nemendanna utan Egilsstaða á heimavist en fer heim um helgar. Þessar menntastoðir eru gífurlega mikilvægar fyrir samfélagið á Austurlandi og það ber að hlúa að þeim og styrkja þær. Á Norðurlandi eru framhaldsskólarnir fjöl- margir. Menntaskólinn á Akureyri og Verk- menntaskólinn á Akur- eyri eru þar grunnstofn- anir. Styðja verður ekki síður hina minni skóla sem gera nemendum kleift að stunda nám í sinni heimabyggð. Framhalds- skólinn á Húsavík og Framhalds- skólinn á Laugum hafa fyrir löngu sannað gildi sitt og minni einingar eins og Menntaskólinn á Tröllaskaga og menntasetur á Þórshöfn eru frá- bærar viðbætur. Afar mikilvægt er að nemendur sem einhverra hluta vegna geta ekki sótt hefðbundnar kennslustundir geti stundað námið heima. Tæknin er vissulega fyrir hendi. Ég lít á það sem margþætta forvörn að ungmenni séu í foreldrahúsum meðan þau eru samkvæmt lögum ennþá börn. Við eigum að vera stolt af þeim fjölmörgu framhaldsskólum sem eru á Norður- og Austurlandi og ég mun leggja mig alla fram um að verja þær og styrkja. Höfundur er Ingibjörg Þórðardóttir, kennari við Verkmenntaskóla Austur- lands sem gefur kost á sér í annað sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Snúum ekki af leið Framhaldsnám í heimabyggð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Erla Sigríður

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.