Austurglugginn


Austurglugginn - 07.12.2012, Side 16

Austurglugginn - 07.12.2012, Side 16
Þann 1. desember opnaði Skíðasvæðið í Stafdal og fjölmargir gerðu sér ferð þangað á skíði. Sömu sögu er að segja af skíðasvæðinu í Oddskarði en það opnaði um miðjan nóvember og hefur verið opið í 12 daga frá þeim tíma. Aðsóknin í Oddskarð hefur verið góð í vetur. Skíðakennsla hafin Skíðasvæðið í Stafdal verður opið fram yfir áramót sex daga vikunnar. Opið verður alla daga aðra en mánudaga frá klukkan 17 – 20 og um helgar frá 10 - 16. Skíðaæfingar eru nýhafnar í Stafdal en boðið er upp á byrjendanámskeið fyrir börn og fullorðna og svo stendur Skíðafélagið í Stafdal fyrir æfingum barna á aldrinum 3-16 ára. Ákvörðun um opnunartíma Skíðasvæðisins í Stafdal hefur ekki verið endanlega ákveðin en opnunartíminn verður auglýstur innan fárra daga. Góð aðsókn í Oddskarð „Þetta var önnur helgin hjá okkur. Búið að vera opið í 11 daga frá miðjum nóvember. Aðsókn hefur verið góð eða um 70 gestir að meðaltali hvern dag“ segir Dagfinnur Ómarsson forsvars- maður Skíðamiðstöðvar Austurlands í Oddskarði. Hann segir að fyrirhugað sé að hafa opið til 10. desember en þá verður farið í frí fram að 26. des. Stefnt er að því að hafa allar lyftur opnar milli jóla og nýárs. Opnunartími fram að 10. des. er frá kl. 16 - 19 virka daga og frá kl. 12 - 15 um helgar. 26. des. verður opið frá kl. 10 - 16. Dagana 27. og 28. des. verður opið frá kl.12 - 19 og þann 29. des. frá kl. 10 - 16. Nýverið gengu forsvarsmenn Körfuknattleiks- deildar Hattar frá tveggja ára samningi við þjálfara liðsins Viðar Hafsteinsson eða til ársins 2014. Viðar er spilandi þjálfari með meistaraflokki karla og þjálfar auk þess einn yngri flokk. Viðar tók við þjálfun Hattar liðsins 2011 og stýrði því sl. leiktíð. Árangur Hattar var góður og náðu þeir fjórða sæti og komust í umspil um laust sæti í úrvalsdeild. Gengi liðsins í vetur hefur verið gott en Höttur er sem stendur í toppbaráttu 1. deildar. „Viðar stóð fyrir sumaræfingum sl. sumar sem hefur skilað sér vel og leikmenn mættu tilbúnir í verkið. Viðar stefnir að því að halda körfubolta- búðir næstkomandi sumar en Körfuknattleiksdeild Hattar stefnir markvisst að fjölgun iðkenda á komandi misserum. Síðustu ár hefur verið unnið gott starf í yngri flokkum og er stefnan að halda því góða starfi áfram“ segir í tilkynningu forsvars- manna körfuknattleiksdeildarinnar. Viðar Hafsteinsson, þjálfari Körfuknattleiksdeildar Hattar og Þórhallur Harðarson, formaður meistaraflokksráðs að handsala samninginn eftir undirritun. Mynd/GG Skíðasvæði Austurlands opnuð Viðar Hafsteinsson framlengir til 2014

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.