Austurglugginn


Austurglugginn - 10.04.2015, Blaðsíða 2

Austurglugginn - 10.04.2015, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 10. apríl AUSTUR · GLUGGINN Sveitarfélagið Fljótsdalshérað stendur frammi fyrir að ákveða næstu skref í uppbyggingu netsambands í dreifbýli. Forsvarsmenn bæjarstjórnar segja flókið að velja rétta leið og víst sé að ekki verði allir sammála um for- gangsröðunina. „Bæjarfulltrúum er orðið vel ljóst hversu mikil þörf er á að byggja upp netsamband í sveitarfélaginu, það virðist eins nauðsynlegt og vegakerfið, rafmagnið og gamli sveitasíminn var. Kröfur um sambandið eru eðlilegar og hafa í vaxandi mæli komið inn á borð okkar,“ sagði Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs á íbúafundi um fjarskiptasamband á Fljótsdalshéraði fyrir skemmstu. „Við efum ekkert að þetta er grund- vallaratriði og nauðsynlegt fyrir at- vinnulífið í dreifðu sveitarfélagi. Fólk sættir sig ekki lengur við að hafa ekki fullboðlegt netsamband.“ „Því minna vitum við“ Fyrirtækið Tengir hefur unnið áætl- un um lagningu ljósleiðara um allt sveitarfélagið en áætlað er að það taki fimm ár og kosti alls rúman hálfan milljarð króna. Hluti þess kostnaðar verði greiddur af notendum, eiganda leiðarans og ríki en reiknað er með að um 170 milljónir standi út af. Önnur lausn sem kynnt var á fundinum var að koma upp þráðlausu kerfi. Það sé mun ódýrara, fljótlegra í uppsetn- ingu og þótt það veiti hvorki sama stöðugleika né hraða og ljósleiðarinn eigi það að fullnægja flestum kröfum notenda og geti flutt sjónvarpsmerki. „Við höfum fundið og fengið til okkar margt mætra einstaklinga til að greina ástandið en því fleiri sér- fræðinga sem við hittum því minna höfum við það á hreinu hvernig bregð- ast eigi við,“ sagði Gunnar og bætti við að eftir stæðu stórar spurningar um forgangsröðun, hversu langa bið menn þoli, hvað sé að gerast í nýjustu tækni og hvað aðrir aðilar, svo sem ríkið, ætli að gera. „Þetta er eitthvað sem við viljum virkilega taka á svo framarlega sem við mögulega getum.“ Íbúarnir leiksoppar fjarskiptafyrirtækjanna Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar, sagði ekki víst að allir yrðu sáttir við forgangsröðunina en einhvers staðar yrði að byrja. Hún sagði einnig að fara yrði eftir þeim reglum sem ríkið er að móta um styrki við uppbyggingu ljósleiðaratengingar því annars gæti svo farið að styrkurinn yrði skertur. Stefán Bogi Sveinsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórninni, sagði á fundinum að nauðsynlegt væri að forsvarsmenn sveitarfélagsins tækju málin í sínar hendur og sæju mögulega um rekstur kerfisins. „Það er þreytandi fyrir íbúa að upplifa sig leiksoppa fjarskiptafyrirtækja.“ Hann gagnrýndi sérstaklega 365 miðla sem í dag reka kerfi eMax sem á sumum svæðum sveitarfélagins veitir einu raunhæfu nettenginguna. Fyrir- tækið hefur lýst búnað sinn úreltan og ekki viljað endurnýja hann af þeim sökum. Sveitarfélagið hefur ekki viljað standa undir þeim kostnaði og síðast boðaði félagið að slökkt yrði á búnað- inum. Af því myndu notendur fá að vita með 30 daga fyrirvara. „Mér finnst ótrúlegt að menn hafi ekki heykst á að skrifa að slökkt yrði á kerfinu með 30 daga fyrirvara. Það sýnir kannski hvers vegna við höfðum ekki mikla lyst á að eiga mikil við- skipti við þetta fyrirtæki.“ GG Fjarskiptamál Netsambandið orðið jafn mikilvægt og vegirnir Gunnar Jónsson: „Því fleiri sérfræðinga sem við hittum því minna höfum við það á hreinu hvernig bregðast eigi við.“ Mynd: GG Alþýðusamband Íslands hefur stefnt sveitarfélaginu Fjarðabyggð fyrir félagsdóm fyrir hönd tveggja stuðn- ingsfulltrúa með iðnmeistarapróf sem fást ekki metin til launa til jafns við stúdentspróf. Bæjarfulltrúar minni- hlutans kalla eftir að sveitarfélagið hafi frumkvæði að því að jafna mun- inn og ná sáttum áður en dómur verður kveðinn upp. „Þarna er um að ræða túlkunaratriði á efni kjarasamninga og við teljum mikilvægt að fá úr þessu skorið. Réttindi iðnmeistara í ákveðnum greinum eru ekki metin inn í launa- kjör í almennri línu og mér finnst slæmt að línurnar séu skýrar. Iðn- meistaranám er engu minna nám en stúdentspróf en einhvern veginn hafa samninganefndir heykst á að skýra þessa túlkun,“ sagði Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar þegar hann fylgdi málinu úr hlaði á síðasta fundi. Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans og skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands, spurði hvað sveitarfélagið myndi gera ef dómurinn kæmist að þeirri „dapurlegu“ niðurstöðu að ekki bæri að meta iðnmeistararéttindi og stúdentsprófið jafnt í umræddu máli og kallaði eftir að það tæki þá for- ustu um að jafna muninn. Fulltrúar Fjarðalistans bentu á að sveitarfélagið hefði haft forustu um eflingu verk- náms sem skipti miklu máli fyrir at- vinnulíf sveitarfélagsins. Eins ætti það að geta haft áhrif á þá sem semji um kjaramál fyrir hönd íslenskra sveitar- félaga. „Við erum ekki leikandi sem getur ekki haft áhrif. Við erum stórt og öflugt sveitarfélag sem getur haft áhrif á gerð kjarasamninga með því að tala skýrt,“ sagði Elvar. Ákvæði sem dagað hefur uppi Einar Már Sigurðsson, annar fulltrúi Fjarðalistans og skólastjóri Nesskóla, sagði að þarna væri ákvæði í kjara- samningi sem „dagað hefði uppi“ og taldi „grátlegt“ að ekki hefði verið úr því bætt. „Orðalag eins og þetta er fornmál sem ætti að vera löngu, löngu horfið. Viðhorf fulltrúa okkar eru þannig að ég kannast ekki við að hafa nokkurn tímann verið svo illa innréttaður að mér dytti í hug þessi túlkun að koma iðnmeistara- prófi undir stúdentsprófið í mati. Reynið allt sem þið getið til að leysa þetta með sáttum áður en kemur til úrskurðar félagsdóms.“ Þriðji fulltrúinn, Hjördís Seljan, lýsti ótta sínum yfir því að ákvæðið væri angi af því að bóknám væri metið æðra verknámi hérlendis. „Umræðan er oft á þá leið að milli þessara tveggja leiða sé stórt og mikið bil og metingur um hvort sé mikilvægara og eftirsóknarverðara. Þar finnst mér í umræðunni halla á verknámið.“ Ekki hægt að túlka einn kjarasamning umfram aðra Páll Björgvin Guðmundsson, bæjar- stjóri, sagði sveitarfélagið leggja áherslu á að fara ítarlega eftir kjarasamn- ingum, meðal annars til að tryggja jöfn laun kynjanna. Sveitarfélagið væri með nokkra kjarasamninga og ekki væri hægt að taka einn þeirra út sérstaklega til túlkunar. „Þótt menn vildu gera það þá þyrfti að taka svo margt annað upp en þennan eina samning.“ Undir það tók Ragnar Sigurðsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og for- maður Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi. „Kjarasamningar eru mismunandi og stéttarfélög eiga í samkeppni um félagsmenn. Ef bæjar- félagið fer að taka einn kjarasamning- inn og túlka hann umfram það sem í honum stendur er spurning hvort önnur félög rísi ekki upp á aftur- lappirnar og heimti að sama verði gert gagnvart þeirra samningum.“ GG Kjaramál Fornmál sem á að vera löngu horfið Elvar Jónsson: „Við erum stórt og öflugt sveitarfélag sem getur haft áhrif á gerð kjarasamninga með því að tala skýrt.“ Mynd: GG

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.