Austurglugginn


Austurglugginn - 10.04.2015, Qupperneq 3

Austurglugginn - 10.04.2015, Qupperneq 3
 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 10. apríl 3 Landsvirkjun hefur um áratugaskeið starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna viðhaldi, uppbyggingu og fegrun starfsstöðva Landsvirkjunar og vinna jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum víða um land. Samvinna sumarvinnuflokka Landsvirkjunar og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum og betri aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Í boði er vinnuframlag sumarvinnu­ flokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum samfélagsverkefnum. Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað með nánari upplýsingum er að finna á vef Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is. Nánari upplýsingar í síma 515 9000, og hjá thora.maria.gudjonsdottir@landsvirkjun.is Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl. Umsóknareyðublöð er að finna á landsvirkjun.is Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum að verkefninu Margar hendur vinna létt verk sumarið 2015. Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins afturkölluðu sameiginlega atkvæða- greiðslu um verkfallsboðun eftir að Félagsdómur dæmdi sambærilega at- kvæðagreiðslu nokkurra félaga innan Rafiðnaðarsambandsins ólögmæta þar sem atkvæði höfðu verið greidd og talin sameiginlega. SA höfðaði málið fyrir dómnum. Það eru undar- legar áherslur að þvæla málum fyrir dómstólum frekar en að snúa sér að hinu raunverulega verkefni, að ganga frá kjarasamningum. Nú mun hvert félag fara í at- kvæðagreiðslur um vinnustöðvun til að fylgja eftir kröfum félaganna en meginkrafa aðildarfélaga SGS er að lágmarkslaun verði hækkuð í 300 þúsund krónur innan þriggja ára og stefna félögin saman á verkfallboðun til að þrýsta á um að ná fram mark- miðum sínum um mannsæmandi kjör. Aðgerðirnar ná til félagsmanna sem starfa í fiskvinnslu, kjötvinnslu og sláturhúsum, í þjónustugreinum, svo sem ferðaþjónustu og ræstingum og í byggingarstarfsemi, mannvirkja- gerð, iðnaði og flutningsgreinum. Eftir helgina munu félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags sem starfa í þessum greinum fá senda atkvæða- seðla heim þar sem þeir greiða atkvæði um tillögu trúnaðarráðs félagsins um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslan verður rafræn en aðstoð býðst á skrif- stofum félagsins fyrir þá sem þess óska. Þeir félagsmenn sem falla undir ofangreint samningssvið en fá ekki senda atkvæðaseðla eru beðnir um að snúa sér til félagsins eftir skýringum. Baráttan er núna- vertu með? Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags. Atkvæðagreiðslur um verkföll Skýringar: Boðað hefur verið til vinnustöðv- unar vegna kröfu AFLs um samn- inga við undirverktaka á Alcoalóð Viðræður ganga ekkert í samn- ingum verslunarmanna og iðn- aðarmanna. Viðræður eru í gangi vegna starfs- manna Alcoa. Samningar við ríkið og sveitar- félögin renna út í lok apríl. Ekki er verið að fara í atkvæða- greiðslum hjá þessum hópum núna. Aðrir hópar sem eru ekki í deilunni í dag eru sjómenn, starfsmenn á bændabýlum, við uppstokkun og beitningu og við Norðfjarðargöng auk nokkurra sérsamninga. Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir að verkfall geisla- og lífeindafræðinga hafi „ekki mjög alvarlegar afleiðingar“ í fyrstu á starfsemi stofnunarinnar þar sem báðar stéttir sinni áfram bráðarannsóknum. „Hins vegar er það svo að rann- sókn sem ekki flokkast sem lækn- isfræðilega bráð í dag, getur að óbreyttu, eða versnandi ástandi viðkomandi einstaklings, ekki beðið nema takmarkaðan tíma og þar með getur eftir einn – eða fáa daga orðið nauðsynlegt að fram- kvæma hana,“ segir Pétur. Dráttur á rannsóknum sem ekki teljast bráðar getur tafið vinnslu í veikindatilfellum og jafnvel úrræða. Hann segir að reikna megi með „meiri og erfiðari afleiðingum“ dragist verkföllin á langinn. Hann segir að rétt sé að taka fram að stéttarfélög viðkomandi stétta sýni mikla ábyrgð gagnvart því að aðstoða stjórnendur við að tryggja öryggi sjúklinga. Yfirlæknir Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað segir að þar geti verkfallið mögulega tafið fyrir útskrift sjúklinga auk þess sem vinna aukist hjá læknum og hjúkrunarfræðingum. GG Ekki alvarlegar afleiðingar af verkfalli í fyrstu

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.