Austurglugginn - 10.04.2015, Blaðsíða 5
www.sgs.is
300 þúsund
króna
lágmarkslaun
– atkvæðagreiðsla
um verkfall hefst
aftur mánudaginn
13. apríl
Aðalfundur verslunarmannadeildar AFLs
Starfsgreinafélags verður haldinn
14. apríl 2015 kl. 18 – að Víkurbraut 4 Hornarði
Dagskrá
1. Kjaramál
2. Skýrsla um störf deildarinnar liðið
starfsár
3. Kjör stjórnar deildarinnar
4. Önnur mál
Stjórn Verslunarmannadeildar AFLs
Aðalfundur verkamannadeildar AFLs
Starfsgreinafélags verður haldinn
16. apríl 2015 kl. 18:00 – að Búðareyri 1
Reyðarrði
Dagskrá
1. Kjaramál
2. Skýrsla fum störf deildarinnar
3. Kjör stjórnar deildarinnar
4. Önnur mál
Stjórn Verslunarmannadeildar AFLs
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð
heldur tónleika í Djúpavogskirkju
næstkomandi sunnudagskvöld og
hefjast þeir klukkan 20:00.
Kór MH er skipaður 83 nemendum
á aldrinum 16 til 20 ára og meðal
kórfélaga eru margir hljóðfæraleik-
arar. Stjórnandi kórsins er Þorgerður
Ingólfsdóttir, en fararstjóri í ferðinni
er rektor Menntaskólans við Hamra-
hlíð, Lárus H. Bjarnason.
Erla Dóra Vogler, ferða- og menn-
ingarmálafulltrúi Djúpavogshrepps,
segir komu kórsins mjög ánægjulega.
„Allir menningarviðburðir eru að
sjálfsögðu af hinu góða og fjöl-
breytni í framboði viðburða er mik-
ilvæg. Okkur þykir mjög gaman er
að fá hingað kór af þessari stærðar-
gráðu sem hefur getið sér gott orð til
fjölda ára. Ekki nóg með að kórinn
sé í fremstu röð heldur er stjórnandi
kórsins, Þorgerður Ingólfsdóttir, goð-
sögn í lifanda lífi.
Það er alveg ómetanlegt kórinn bjóði
upp á tónleika sem þessa án endur-
gjalds. Það eina sem þau biðja um er
tónleikaaðstaða, en sókn Djúpavogs-
hrepps leggur til Djúpavogskirkju
og kirkjukórinn mun taka að sér að
bjóða kórmeðlimum upp á veitingar
að loknum tónleikunum. Svo vona ég
að bæði íbúar úr sveitarfélaginu, sem
og nærliggjandi, nýti þetta tækifæri,
mæti og njóti.“
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur á Djúpavogi
„Gaman að fá hingað kór af þessari
stærðargráðu“
KBS