Austurglugginn - 10.04.2015, Síða 6
6 Föstudagur 10. apríl AUSTUR · GLUGGINN
Elísabet Reynisdóttir fluttist með fjöl-
skyldu sinni á Reyðarfjörð fyrir stuttu.
Hún vinnur nú að mastersverkefni
sínu í næringarfræði við Háskóla Ís-
lands og kennir við Menntaskólann
á Egilsstöðum. Elísabet vill láta til
sín taka í samfélaginu og verkin tala.
Austurglugginn heimsótti hana á
dögunum.
Elísabet er fædd í Vestmannaeyjum
árið 1968 en fluttist með fjölskyldu
sinni til Vopnafjarðar í kjölfar goss-
ins. „Ég man óljóst eftir gosinu,“
segir Elísabet, sem í daglegu tali er
kölluð Beta. „Pabbi var fljótur að
reisa hús fyrir austan, enda alveg
sannfærður um að það yrði aldrei
byggilegt í Eyjum aftur. Amma mín
í Eyjum, Ragnheiður Valdórsdóttir,
var reyndar Reyðfirðingur en fór ung
kona til Eyja að passa fyrir bróður
sinn og giftist þar honum Palla afa.“
Móðir Betu, Guðrún Pálsdóttir,
er því frá Vestmannaeyjum en faðir
hennar, Reynir Árnason frá Vopnafirði
þar sem þau búa enn. „Það var æðis-
legt að alast upp í litlu sjávarþorpi
og þaðan á ég margar góðar minn-
ingar sem og góða vini. Ég reyndi
mikið að sannfæra börnin mín um
hve frábært væri að búa út á landi –
en fyrsta skrefið í því var að flytja frá
Reykjavík til Hveragerðis árið 2009
og svo hingað austur. Þau voru miskát
með þetta en að ég tel alsæl í dag.“
Vissi frá fyrstu stundu að
hann væri sá rétti
Eftir skóladvöl á Laugum lá leið Betu
til Vestmannaeyja, þar sem hún gekk
í framhaldsskóla um tíma, en flutti
svo til Reykjavíkur. Hún hitti eigin-
mann sinn, Gunnar Hrafn Gunn-
arsson, í Eyjum þegar þau voru 19
ára og frá fyrstu stundu vissi hún að
þau yrðu hjón.
„Ég sá hann eftir ball í Eyjum
þar sem hann stóð fyrir utan. Ég
hafði ekki hugmynd um hver hann
var, fannst hann pínu hallærislegur í
rauðum joggingbuxum og strigaskóm,
en samt svo sætur. Ég hugsaði með
mér að maðurinn væri líklega hér á
vertíð.“ Í ljós kom að um trommara
Greifanna var að ræða. „Við enduðum
á því að tala saman alla nóttina og ég
sagði vinkonum mínum að þetta væri
maðurinn sem ég ætlaði að giftast.“
Leiðir Betu og Gunnars lágu þó ekki
saman fyrr en mörgum árum síðar.
„Ég fylgdist alltaf með honum úr
fjarlægð og stóð föst á því að hann
væri sá eini sanni, okkar tími kæmi.
Vinir mínir nánast gubbuðu þegar ég
talaði um þetta,“ segir Beta og hlær.
Á þessum árum voru hvorki far-
símar né samfélagsmiðlar og því ekki
eins aðgengilegt að hafa upp á fólki
og nú. Þegar Beta hins vegar frétti
að draumaprinsinn væri á lausu gerði
hún sér þó lítið fyrir og hafði upp á
honum. „Ég hringdi í Vélskólanum
þar sem ég vissi að hann væri í námi.
Mér var sagt að allir væru í prófum
og lét því skilja eftir svo hljóðandi
skilaboð og símanúmerið þar sem
ég vann; „Ætla að kaupa bílinn
þinn, hringdu þegar þú getur. Kveðja
Elísabet.“ Gunna var afhentur mið-
inn þegar hann var að setjast niður í
prófið, en hann vissi ekkert um hvað
málið snérist, því í fyrsta lagi þekkti
hann mig aðeins sem Betu og í öðru
lagi var hann alls ekki að selja bílinn
sinn.“ Skemmst er frá því að segja
að hann hringdi til baka og úr varð
ástarsamband og síðar hjónaband.
Beta og Gunnar eignuðust fljótlega
börnin sín tvö, fyrst Reynir Rafn árið
1995 og Auði fimm árum síðar. Á
þessum árum rak Beta lítið fyrirtæki
sem seldi tannlæknavörur, vann við
útvarpsþátt og fannst að eigin sögn
lífið hafa upp á of mikið að bjóða.
Plan B
Eftir fæðingu Auðar veiktist Beta
alvarlega þegar hún greindist með
Gillian Barré syndrom, sem er vöðva-
lömun og lýsir sér á svipaðan hátt
og MS og MND. „Þarna var Auð-
ur aðeins fjögurra mánaða. Ég fann
að það var eitthvað að, ég var alltaf
þreytt og slöpp. Hélt þó að ég væri
bara með vöðvabólgu, enda með
barnið á brjósti. Þetta gerðist allt
rólega, sem hæg lömun sem byrjaði í
fingrum og dreifðist svo smám saman
um líkamann. Gunni sagði reyndar
að það hefði verið fínt þegar þetta
lagðist á raddböndin á mér því þá
hefði hann fengið að tala smá stund,“
segir Elísabet og skellihlær og bætir
því við að þau hafi passað sig á því
að halda í húmorinn gegnum þetta
erfiða tímabil.
Elísabet var átta mánuði á Grens-
ási og eftir það á Reykjalundi. „Ég
lifði hratt og var alltaf allt í öllu – ég
Plan B er ekkert endilega verra
Fjölskyldan við fermingu Auðar. Frá vinstri; Reynir Rafn, Gunnar, Auður og Beta
„Við enduðum á því að tala
saman alla nóttina og ég
sagði vinkonum mínum að
þetta væri maðurinn sem ég
ætlaði að giftast.“