Austurglugginn - 10.04.2015, Síða 11
AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 10. apríl 11
Sérfræðingur hjá norrænu rann-
sóknamiðstöðinni Nordregio segir
það hafa verið forvitnilegt að sjá með
eigin augum þá þróun sem orðið
hafi í Fjarðabyggð á síðustu árum
með tilkomu mikillar fjárfestingar í
stórum vinnustað. Sveitarfélagið er
eitt af tólf norrænum sveitarfélögum
sem eru til skoðunar í verkefni mið-
stöðvarinnar um byggðaþróun.
„Við höfum heyrt og lesið tölu-
vert um Fjarðabyggð en vildum sjá
staðinn með okkar eigin augum,
hvar hlutirnir eru staðsettir, meta
fjarlægðirnar og hvað það þýðir fyrir
lífið á svæðinu. Íbúaþróunin hefur
verið jákvæð hér síðustu ár í kjölfar
mikillar fjárfestingar og okkur þykir
áhugavert að skoða það,“ segir Lis-
beth Greve Harbo, rannsakandi hjá
Nordregio sem er með höfuðstöðvar
sínar í Stokkhólmi.
Nordregio vinnur að norrænum
samanburðarrannsóknum á ýmsum
svæðum. Vinna Lisbeth er hluti af
verkefni sem norræna ráðherraráðið
fyrirskipaði um byggðaþróun á norð-
urslóðum. Rannsókn hennar gengur
út á að skoða smábæi á norðurslóð-
um, það er á Grænlandi, Íslandi og
Færeyjum auk norðlægari byggða í
Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Valdir
voru tólf staðir, tveir í hverju landi,
sem eiga að endurspegla flóruna út
frá umhverfi, samfélagsgerð, atvinnu-
möguleikum og fleiru.
„Við reyndum að velja staði sem
endurspegla fjölbreytnina. Sums stað-
ar fækkar fólki, annars staðar fjölgar
því, við skoðum aldursdreifingu og
fleira,“ segir hún en Árborg var hitt
íslenska sveitarfélagið sem varð fyrir
valinu. „Í Fjarðabyggð hefur íbúum
fjölgað eftir tilkomu álversins og
það er áhugavert dæmi fyrir aðra
staði eins og Grænland þar sem
hyllir undir fjárfestingar í stórum
atvinnutækifærum. Við skoðum líka
bæi eins og Hestvig sem hefur búið
við olíuiðnað árum saman til að sjá
hver langtímaáhrifin eru.“
Skoða viðhorf
heimamanna
Það er hins vegar ekki eingöngu horft
á stóru tækifærin. „Við erum að skoða
viðhorf heimamanna og safna heild-
stæðri þekkingu á því hvað er að ger-
ast í samfélögunum. Sums staðar er
áherslan á viðskiptatækifæri, annars
staðar á öryggismál. Það er mikið talað
um hvað gerist ef heimskautaísinn
bráðnar og siglingaleiðir opnast eða
ef olía finnst á nýjum svæðum. Við
erum líka að horfa á hið smáa. Býsna
oft tengist fólksfjölgunin mikilli fjár-
festingu eins og þið hafið séð hér en
við skoðum líka samfélög þar sem
atvinnulífið byggir á nokkrum mis-
munandi greinum. Það þarf að taka
það með í reikninginn ef ætlunin er
að byggja upp lifandi samfélag.
Íbúarnir virðast opnir fyrir ólíkum
lausnum og gera sér grein fyrir að það
þarf líka að styðja við litla frumkvöðul-
inn, jafnvel þótt hann sjái ekki nema
einni fjölskyldu farborða. Þegar við
ræðum við fólkið þá fáum við hug-
myndir og sýn og það vill ekki bara
hið stóra. Það getur verið einfalt og
ódýrt að ráðast í litlu atriðin og oft
er hægt að vinna í þeim á sama tíma
og stefnt er að stærri markmiðum.“
Móta stefnurnar að vilja
fólksins
Verkefnið skiptist upp í þrjá verkþætti.
Í fyrsta skrefinu er litið á viðhorf íbúa
en til þess var haldinn íbúafundur
á Reyðarfirði fyrir skemmstu. Þar
var reynt að fá íbúa til að hugsa út í
þróun staðarins næstu 10-30 árin út
frá þeim auðlindum og samfélags-
gerð sem til staðar er. Búið er að
heimsækja alla staðina tólf í þessum
tilgangi og næsta skref er að taka
saman niðurstöður og ræða við við-
eigandi stjórnvöld. Ekki er bara rætt
við sveitastjórnir því tilgangurinn er
meðal annars að komast að því hvort
byggðaáætlanir virki í raun og séu
sniðnar að þörfum íbúanna.
„Það eru allir með stefnur sem
snúa að byggðamálum eða norður-
slóðum, hvort sem það er Evrópu-
sambandið, Norðurlandaráð eða
stakar ríkisstjórnir. Við reynum að
spyrja bæði þá sem móta stefnuna
og þá sem eiga að framfylgja henni.
Við berum svör ráðamanna saman
við svör fólksins og ef fólkið vill eitt-
hvað annað en stefnt hefur verið að
þá þarf að skoða það.“
Atvinnumálin koma oftast
fyrir
Lisbeth segir fjölbreytnina í valinu
á sveitarfélögunum koma vel fram í
svörum fólksins. „Þau velta algjör-
lega á samhenginu á hverjum stað
og uppbyggingu stjórnkerfisins.“
Atvinnumál er það sem helst brennur
á fólki en undir ólíkum formerkjum.
„Sums staðar vantar fjölbreyttari störf,
annars staðar einfaldlega atvinnu
og enn annars staðar stuðning við
frumkvöðla.“
Fjarðabyggð var þar engin undan-
tekning en þátttakendur bentu á að
stærstu vandamálin fælust í einhæfu
atvinnulífi, jafnvel of mikilli áherslu á
atvinnulífið í samfélaginu. Samgöngur
og hversu dreift sveitarfélagið er var
einnig nefnt og minnst á að fjölbreytni
vantaði í afþreyingu. Að sama skapi
voru stærstu sóknarfærin talin felast
í stuðningi við frumkvöðla, aukinni
samvinnu milli austfirskra sveitar-
félaga og að koma því á framfæri
sem þegar er til á svæðinu.
Íbúarnir almennt ánægðir
með samfélagið
Lisbeth er varfærin þegar hún er spurð
út í niðurstöður enda á ekki að kynna
lokaskýrsluna fyrr en um mitt næsta
ár. „Mér finnst fólkið sem velur sér að
búa á norðurslóðum jafn fjölbreytt og
annars staðar. Ég sé engan einn sam-
nefnara meðal þess. Kannski sérðu
meira um fólk sem nýtur útiveru en
við hittum fólk sem kann vel við sig
innandyra. Þetta ræðst fyrst og fremst
af persónuleika hvers og eins. Snjór
og vond veður eru algeng á veturna
en annars tekst fólkið á við áskoranir
hvers staðar á sinn hátt.
Íbúarnir virðast almennt ánægðir
með samfélagið sitt en það er erf-
itt að alhæfa út frá þeim sem taka
þátt í rannsókn okkar. Við náum til
hópsins sem vill ræða samfélagið en
ekki til þeirra sem er sama. Fólkið
sem kemur til okkar sér samt alveg
ákveðin vandamál en líka það sem
þarf til að þróa samfélagið áfram.“
Þriðja og síðasta skrefið í rann-
sókninni verður að bera það sem fram
kemur hjá íbúum og ráðamönnum
fram á alþjóðlegum vettvangi. „Við
vinnum út frá ákveðinni aðferðafræði
en við erum með vinnuhóp sem tekur
lokaákvarðanir um vinnuna. Það sem
við fáum frá hverjum stað fyrir sig
ræður því við hverja við tölum næst.
Samtalið á síðasta stiginu gæti bæði
orðið milli ákveðinna ríkja eða á sam-
ráðsvettvangi Norðurlandanna alla.
Við höfum safnað miklu af þekkingu,
staðreyndum og tölfræði, vonandi
verður útkoman góðar spurningar
til þeirra sem taka ákvarðanirnar.“
GG
Byggðaþróun á norðurslóðum
Ef fólkið vill
aðra stefnu en
mörkuð hefur
verið þarf að
taka tillit til
þess