Austurglugginn - 10.04.2015, Page 12
12 Föstudagur 10. apríl AUSTUR · GLUGGINN
Tvö mál
Annað málið:
Það vakti athygli mína á dögunum
hversu reiðar margar jafnöldrur mínar
urðu út af brjóstaafhjúpunum ungra
kvenna á samfélagsmiðlum. Pistlar
og athugasemdir gegnsýrð af heilagri
vandlætingu streymdu um netið,
sumar konurnar voru mjög reiðar.
Ég velti fyrir mér allri þessari reiði
og hvaðan hún sé sprottin. Við sem
erum á fimmtugsaldri núna höfum
alist upp við að hylja á okkur brjóstin
og vera sómasamlegar – getur verið
að reiðin komi til af því? Eða finnst
okkur bara að ungu konurnar séu að
ræna af okkur jafnréttisbyltingunni
og gera það undir kolvitlausum for-
merkjum (að okkar mati)? Konur
á mínum aldri hafa margar verið
framarlega í jafnréttisbaráttu árum
saman – en leyfist mér að segja að
kannski höfum við ekki staðið okkur
neitt stórkostlega vel? Betur má í
öllu falli ef duga skal, og ég tek ofan
fyrir þessum frábæru ungu konum
og vona að átakið eigi eftir að hafa
ýmislegt gott í för með sér.
Ég velti því fyrir mér í fram-
haldinu að fara ber að ofan í sund
á Egilsstöðum, en hafði mig ekki
í það - alls konar hugsanir um for-
eldra/nemendur héldu aftur af mér.
Og ég var ósátt við sjálfa mig þegar
ég fann það. Við erum bundin í viðj-
ar einhverra undarlegra reglna sem
enginn kannast við að hafa samið en
stjórna alveg ótrúlega miklu.
Hitt málið:
Það gladdi mig þegar ég sá grein
Jóneyjar Jónsdóttur í síðasta Aust-
urglugga um stóra fermingarmálið
- sem er þó ekki stærra en svo að
það er enginn að tala um það. Á
næsta ári verður ekki fermt á pásk-
um á Fljótsdalshéraði, prestarnir
hafa ákveðið að gleðskapur sé ekki
við hæfi á þessum tíma og með-
limir kirkjunnar eigi að vera heima
á þessum tíma, ekki sækja veislur.
Nokkur börn voru fermd á undan-
þágu á páskadag í ár – næst verður
það ekki í boði.
Áralöng hefð er fyrir fermingum
t.d. á skírdag og ferðalögum stórfjöl-
skyldna milli landshluta í þessu fríi
sem mörgum finnst einmitt upplagt
að nota til að hittast og fagna líf-
inu, trúnni og samverunni, án þess
að þurfa að taka löng frí úr vinnu.
Ég er raunar ekki í þessum söfnuði,
en tel ekki eftir mér að hafa skoð-
anir á þessu þrátt fyrir það. Og mín
skoðun er sú að kirkjan, hver sem
hún er, eigi að þjóna fólkinu, en ekki
fólkið kirkjunni.
Ingunn Snædal
Lokaorð
vikunnar
Atli Þór Erlendsson frá Egilsstöð-
um fór nýverið með sigur af hólmi
í keppninni um Matreiðslumann
Íslands og verður fulltrúi Íslands á
Norðurlandamótinu í sumar. Hann
gerðist matreiðslumaður fyrir hálf-
gerða tilviljun.
Fjórir matreiðslumenn kepptu til
úrslita í Hörpu í síðasta mánuði en
keppnin var haldin í tengslum við
Matarmarkað Búrsins sem leggur
áherslu á vörur beint frá bónda. Áður
hafði Atli komist í gegnum forval
og forkeppni þar sem áherslan var á
þorskrétti. „Það var lítið mál að henda
í einn rétt, taka mynd og senda inn.
Eftir að maður var kominn áfram lagði
maður sig allan í verkið,“ segir Atli.
Í úrslitakeppninni þurftu keppendur
að útbúa þrjá forrétti og aðalrétt úr
hráefni frá markaðinum. Tíminn til
undirbúnings var naumur, ekki var
ljóstrað upp hvaða hráefni væru í boði
fyrr en daginn áður. Í forréttina átti að
nota nautasíðu, lífrænt ræktað græn-
meti frá Vallanesi og humarsoð frá
Hornafirði. Í aðalréttinn mátti velja
um grís, lamb eða kjúkling.
Íslendingar trúa á
kartöflur
„Það er ótrúlega erfitt að hafa ekki
tækifæri til að fara heim og spá í rétt-
ina heldur þurfa að ákveða á staðnum
hvað maður ætli að gera úr hverju.
En maður reyndi að spá í það fyrir-
fram hvað maður myndi gera. Hvað
ef það kæmi grís, fugl eða kind og
hvaða grænmeti maður myndi nota
með. Maður gat gengið út frá því að
það yrðu kartöflur – Íslendingar trúa
á kartöflur.“
Atli setti saman aðalrétt úr grísa-
hnakka og kjúklingalæri og notaði
meðal annars kartöflur úr Vallanesi
með. Fleiri hráefni þaðan, svo sem
bankabygg, rófur og repjuolía, nýtt-
ust í forréttina.
Norðurlandamótið í júní
Keppnisfyrirkomulagið er haft jafn
knappt og raun ber vitni til að undir-
búa keppendur fyrir keppni í Norð-
urlandamótinu í matreiðslu. Það
verður haldið í Álaborg í Danmörku
í byrjun júní og þangað fer Atli fyrir
Íslands hönd. Minni undirbúningur
á að jafna aðstöðumun keppenda.
„Þeir vilja að keppendur séu óæfðir
þannig þeir hugsi frekar sjálfstætt.“
Hann gerir ráð fyrir að maímán-
uður fari í undirbúning fyrir keppn-
ina í Danmörku. „Við eigum að elda
þriggja rétta máltíð fyrir tólf manns
og fáum fimm tíma til að undirbúa
hana. Sex skammtar af aðalréttinum
eiga að vera á fati, sem er frábrugðið
því sem ég er vanur, en annað er á
diskum.“
Vanur matreiðslukeppnum
Atli Þór er ekki óvanur matreiðslu-
keppnum, hann fór út í Bocuse d‘Or
sem aðstoðarmaður árið 2011, var í
íslenska ungkokkaliðinu sem fékk
gullverðlaun í keppni á Írlandi árið
2010 og einnig verið aðstoðarmaður
í keppninni um Matreiðslumann
Íslands.
Atli Þór, sem síðustu þrjú ár hefur
verið aðstoðaryfirmatreiðslumaður á
Hótel Sögu, hafði ekki valið sér mat-
reiðslubrautina þegar hann flutti suður
til Reykjavíkur að loknum mennta-
skóla. „Ég byrjaði að vinna í þjón-
ustuveri hjá símafyrirtæki en fannst
það drepleiðinlegt. Ég hafði unnið í
eldhúsi á hótelunum á Egilsstöðum
á sumrin og hafði tengsl inn á Hótel
Sögu þannig ég hringdi þangað og
spurði hvort það vantaði ekki kokka-
nema á samning. Þeir spurðu bara
hvenær ég gæti byrjað.“
GG
Austfirðingur er matreiðslumaður ársins
Fékk nóg af símaverinu og snéri sér
að matargerðinni
Atli Þór einbeittur í keppninni. Mynd: Bændablaðið/SMH