Austurglugginn


Austurglugginn - 07.08.2015, Page 2

Austurglugginn - 07.08.2015, Page 2
2 Föstudagur 7. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Stóru austfirsku sveitarfélögin tvö, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað eru afar skuldsett og á mörkunum að rekstur þeirra standi undir skuldum. Minnstu sveitarfélögin tvö, Fljóts- dalshreppur og Borgarfjarðarhreppur, eru hins vegar í hópi best stæðu sveit- arfélaga landsins. Breiðdalshreppur er hins vegar í erfiðustu stöðunni. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt Ís- landsbanka á fjármálum sveitarfélaga og byggir á ársreikningi síðasta árs. Þar er sveitarfélögunum skipt í fjóra flokka eftir stöðunni. Í fyrsta lagi með lítilli skuldsetningu þar sem rekstur stendur vel undir núverandi skuldsetningu, í öðru lagi þar sem skuldsetning er mikil en reksturinn stendur undir henni, í þriðja lagi þar sem reksturinn stendur ekki undir skuldsetningu þótt hún sé lítil og í fjórða lagi þar sem skuldsetning er mikil og reksturinn stendur ekki undir henni. Rekstri sveitarfélaga er almennt skipt upp í A og B-hluta. Til einföld- unar má segja að í A-hlutanum séu lögbundin verkefni sveitarfélaganna fjármögnuð með skatttekjum. Í B- hlutanum eru fyrirtæki eða stofnanir í meirihluta í eigu eða ábyrgð sveitar- félaganna, svo sem hafnarsjóðir eða veitustofnanir, sem fjármögnuð eru með sértekjum. Stundum er afgangur úr B-hluta nýttur til að vinna upp halla í A-hluta en þar eru þó hömlur á. Á móti er A-hlutinn stundum bakhjarl félaga í B-hluta ef þau eiga erfitt. Breiðdalshreppur í verstu málunum Sé horft til samstæðureikninga sveitarfélaganna, það er A og B- hluta saman, er Breiðdalshreppur eina sveitarfélagið sem fellur í síð- astnefnda flokkinn. Skuldir sveitar- félagsins eru 200% af veltu enda hafa þar verið í gangi aðgerðir til að ná tökum á rekstrinum en veltufé frá rekstri er nánast ekkert. Fljótsdals- hérað er við að detta í þennan flokk, veltufé frá rekstri er reyndar um 15% en skuldirnar um 250%. Hjá Fjarða- byggð og Seyðisfjarðarkaupstað er veltuféð um 20% en skuldirnar um 150%, þó heldur lægra á Seyðisfirði. Vopnafjarðarhreppur, Djúpavogs- hreppur, Borgarfjarðarhreppur og Fljótsdalshreppur fara í fyrsta flokk fyrir samstæðureikninga sína. Þar skora litlu sveitarfélögin hvað best en veltufé frá rekstri þeirra er um 20%. Stóru sveitarfélögin skuldug Myndin breytist dálítið þegar aðeins er horft til A-hlutans. Þar er Fjarða- byggð á mörkunum að falla í þann flokk þar sem reksturinn stendur ekki undir skuldunum enda var í vetur ráðist í vinnuna „Fjarðabyggð til framtíðar“ þar sem einkum er stefnt að því að takast á við rekstur A-hlutans. Fljótsdalshérað er heldur ekki langt frá línunni. Breiðdalshreppur færist yfir í flokk með sveitarfélögum með lágar skuldir en rekstur sem stendur vart undir þeim. Djúpavogshreppur fellur einnig í þann flokk, hlutfall veltufjár frá rekstri er þar um 5% en skuldirnar rúm 100%. Sú athugasemd fylgir frá skýrsluhöfundum að það séu einkum sveitarfélög sem hafa stór orkufyr- irtæki, hafnir og þess háttar inni á starfsemi sinni sem færist á milli reita. Seyðisfjarðarkaupstaður og Vopna- fjarðarhreppur sigla nokkuð lygnan sjó en Fljótsdalshreppur og Borgar- fjarðarhreppur virðast eftir sem áður í góðum málum. Hlutfall veltufjár frá rekstri A-hluta þeirra er rúm 20%. Í niðurstöðu skýrsluhöfunda hjá greiningardeild Íslandsbanka segir að almennt sé staðan sú að íslensk sveitarfélög séu með sterk B-hluta félög sem sveitarsjóðir njóti góðs af. Rekstur þeirra sé nokkuð traustur og þau standi flest undir núverandi skuldsetningu. GG Fjármál sveitarfélaga Á mörkunum að rekstur stóru sveitarfélag- anna standi undir skuldum Borgarfjarðarhreppur virðist standa vel miðað við úttekt Íslandsbanka. Mynd: GG Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerði athugasemdir við þrif á leikskólum á Fljótsdalshéraði í eftirliti fyrir skemmstu. Bæjarfulltrúar kalla eftir að skerpt sé á ábyrgð þannig að ekki verði gerðar athugasemdir við sömu atriðin ár eftir ár. Til skoðunar voru skólarnir að Há- degishöfða í Fellabæ og Skógarland og Tjarnarland á Egilsstöðum. Í öllum eftirlitsskýrslunum eru gerð- ar athugasemdir við þrif á húsnæði skólanna. Um Hádegishöfða segir að þrifum hafi verið ábótavant á öllum deildum og rýmum fyrir utan eld- húsið. Á Egilsstöðum segir að þrif hafi verið „ófullnægjandi“ í skólunum í heild og gerðar athugasemdir við ryk, að ekki hafi verið farið nægilega vel út í horn eða ákveðin svæði verið kámug sem skapað geti smithættu. Fleiri athugasemdir eru gerðar við aðstöðuna, meðal annars um viðhald á leiktækjum sem farin séu að láta á sjá og flísar séu teknar að losna af veggjum eða hreinlega dottnar af. Í skýrslunni kemur fram að hluti at- hugasemdanna sé ekki nýr af nálinni heldur verið bent á þær í eldri eftir- litsskýrslum. Óljós ábyrgð Í bókun bæjarstjórnar Fljótsdals- héraðs um skýrslurnar segir að við- hald verði að vera þannig að ekki séu gerðar endurteknar athugasemdir af hálfu HAUST og því verði fylgt eftir að þeir sem eigi að sjá um þrif geri það „á ásættanlegan hátt“. Skóla- stjórnendum er þar falið að fylgja málunum eftir og veita upplýsingar til bæjaryfirvalda í haust. Bæjarfulltrúinn Stefán Bogi Sveins- son sagðist í umræðum um skýrsl- urnar telja að skerpa þyrfti á ábyrgð á viðhaldinu. Hún sé fljótandi á milli eignasjóðs, framkvæmdasviðs og skólastjórnendanna. Fyrir nokkrum árum hafi verið bætt við starfsmanni í þjónustumiðstöð til að efla viðhald og það hafi gefið ágæta raun en nú virðist aftur þurfa að spýta í lófana. Hans mat er að best sé að fela yfir- mönnum stofnananna eftirlitshlut- verkið. Leitt að fá sömu athugasemdirnar „Það er afar leitt ef við fáum sömu athugasemdirnar inn en það er mín tilfinning að þetta sé eitthvað sem lendir á milli ábyrgðarsviða, þ.e. að óljóst sé hver eigi að vera drifkrafturinn í að kýla þessar endurbætur í gang. Að mínu mati er það fyrst og fremst á ábyrgð forstöðumanna stofnananna að bregðast við þegar skýrslurnar koma. Það er enginn betur í stakk búinn til þess en sá sem fer með daglega yfir- stjórn mála. Ég er ekki að segja að menn hafi ekki verið að sinna sínu hlutverki en þarna er einhver óvissa. Henni verður að eyða og koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri hverjum sé ætlað að sinna þessu hlutverki.“ GG Fljótsdalshérað Athugasemdir gerðar við þrif á leikskólum HAUST taldi þrif á leikskólunum á Egilsstöðum „ófullnægjandi“. Mynd: GG

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.