Austurglugginn


Austurglugginn - 07.08.2015, Síða 3

Austurglugginn - 07.08.2015, Síða 3
Fréttir frá Fjarðaáli Umsjón: Hilmar Sigurbjörnsson ritstjóri Álpappírsins, fréttabréfs starfsmanna Alcoa Fjarðaáls.Álnotkun í byggingar- iðnaði á Norðurlöndum Byggingariðnaður notar um fimmtung af öllu áli sem framleitt er í heiminum og þar hefur verið mikil og stöðug nýsköpun. Á Norður- löndunum er rík hefð fyrir framsækinni byggingarlist og þróun bygg- ingarefna úr áli. Nýjar höfuðstöðvar Statoil í Fornebu við Ósló þykja afar vel heppnaðar að innan sem utan. Fimm álklæddar einingar tengjast saman í opnu rými. Áklæðningin er að sjálfsögðu frá álfyrirtækinu Hydro sem hefur verið hluti af Statoil frá árinu 2007. Bláa plánetan á eyjunni Amager við Kaupmannahöfn er stærsta sædýra- safn í Norður-Evrópu. Danska arkitektastofan 3XN hannaði safnið sem ofan frá séð lítur út eins og risavaxin hringiða vatns. Fyrir klæðninguna smíðaði Novelis í Göttingen í Þýskalandi meira en 40.000 álplötur sem eru um hálfur fermetri að stærð og 1,2 millimetrar á þykkt. Báðar hliðar á plötunum voru húðaðar með 3 míkrómetra (0.003 millimetra) þykku glæru, veðurþolnu lakki. Ísjakinn (Isbjerget) í Árósum í Danmörku er íbúðahúsaþyrping með um 200 íbúðum. Ísjakinn er klæddur rúmlega 10.000 fermetrum af ál- plötum þar sem EcoClean™ tækni Alcoa er notuð. Klæðningin brýtur niður óhreinindi og rykagnir og hreinsar sig þannig sjálf með regni og sól. 10.000 fermetrar af EcoClean™ klæðningu brjóta niður álíka mikið af sóti og 800 meðalstór tré. Fjallabúðirnar (The Mountain Dwellings) í Kaupmannahöfn er önnur margverðlaunuð bygging þar sem Alcoa lagði til lausnir. Á Fjallabúð- unum eru samtals 15.000 fermetrar af 4 millimetra þykkum, samsettum Reynobond® álplötum með DURAGLOSS® 5000 húðun í tíu mis- munandi litum. Í Fjallabúðunum eru 80 þakíbúðir með sólarsvölum á 11 hæðum. Bíla- stæði eru undir íbúðunum. Sama álklæðning er inni í opna rýminu sem er meðal annars nýtt undir matsal starfsmanna. Snúni Torso íbúðaturninn í Malmö í Svíþjóð er hæsta bygging á Norð- urlöndum, 54 hæðir og 190 metrar á hæð. Turninn er klæddur 2.800 sveigðum álplötum og 2,250 beinum álgluggum.

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.