Austurglugginn


Austurglugginn - 07.08.2015, Qupperneq 4

Austurglugginn - 07.08.2015, Qupperneq 4
4 Föstudagur 7. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Leiðari „Líður þér aldrei eins og Bill Murray í myndinni Groundhog day¹,“ spurði vinkona mín þegar við hittust í brókarkaffi² í vikunni. „Svona eins og þú sért alltaf á sama stað þó svo þú sért stanslaust að brasa eitthvað heima hjá þér.“ Jú, ég samsinnti þessu og vin- konan hélt áfram að blása. „Eins og í gærkvöldi. Ég settist ekki niður hérna. Bara gekk um og tók til drasl eftir alla, þvoði fimm þvottavélar, setti í uppþvottavél, moppaði gólfið og gekk frá heimilinu eins og ég vildi hafa það næsta dag. En hvað svo? Bingó. Ég var ekki fyrr komin á fætur í morgun þegar allt var orðið nákvæmlega eins og það var seinnipartinn í gær. Alveg eins og hjá Önnu heitinni á Hest- eyri, að músunum og gæsunum í eldhússkápunum undanskildum. Dót krakkanna var út um allt, ég náði að skrapa saman í fulla upp- þvottavél og þegar ég kom inn í þvottahús hafði af einhverjum óút- skýranlegum ástæðum vaxið risa- hrúga af óhreinum þvotti á gólfinu sem var þó galtómt um miðnætti. Hvernig má þetta vera? Og altarið hans afa³. Það er nú verst af öllu með það. Það sést aldrei í það fyrir drasli, sama hvað ég reyni. Eins og afi minn var nú annálað snyrtimenni og þoldi ekki drasl, þá virðist hann nú soga að sér bónusbæklinga, snuð, staka sokka og tóm glös – bara eins og ryk- suga. Ég meira að segja reyndi að færa það til um daginn, yfir á aðra kommóðu, en það var eins og við manninn mælt, þar fylltist allt svo að rétt glitti í skallann á afa.“ Ég átti ekkert svar við þessu, enda sama lögmál í gangi heima hjá mér, alltaf 1. febrúar. Nema þá kannski bara að láta sig þetta engu varða. Panta sér bara fullorðinslitabók og stóran pakka af trélitum sem er jú varningur sem nú tröllríður öllu. Ku vera einstaklega slakandi og renna burtu öllu stressi og leiðindum. Ég veit þetta er einstaklega óþarf- ur pistill í annars afar málefnalegt blað. Langaði bara að deila þessu með ykkur. Góða helgi. ¹ Groundhog day: Kvikmynd frá árinu 1993 um mann sem upplifir það að vakna alltaf þann 1. febrúar dag eftir dag, sem vissulega er mjög þreytandi. ² Brókarkaffi: Við vinkonurnar köllum það „brókarkaffi“ þegar við hittumst á morgnana með börnin okkar þar sem allir eru iðulega nýstignir upp úr rúm- inu og aðeins rétt rúmlega á brókinni. ³ Altarið hans afa: Vinkona mín missti afa sinn fyrir nokkrum árum, en hann var henni afar kær. Afi á nú sinn heið- ursstað upp á ákveðinni kommóðu þar sem hann brosir framan í heiminn á fallegri ljósmynd. Kommóðuna köllum við aldrei annað í daglegu tali en „alt- arið hans afa“. KBS Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Sverrir Mar Albertsson • Fréttir: 477 1750 / frett@austurglugginn.is Auglýsingar: 696 6110 / auglysing@austurglugginn.is • Áskriftarsími: 477 1571 • Umbrot og prentun: Héraðsprent. Efnisvinnsla og auglýsingasala: Austurfrétt ehf. • Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður • Gunnar Gunnarsson blaðamaður • Kristborg Bóel Steindórsdóttir blaðamaður • Stefán Bogi Sveinsson auglýsingastjóri Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf., Búðareyri 7, 730 Reyðarfjörður Hann er orðinn heimsþekktur litli fýlustrákurinn sem stendur fyrir utan Söxu Guesthouse á Stöðvarfirði og spurning hvort hann sé ástæða góðs gengis hótelsins. Gamla kaupfélagshúsið á Stöðvarfirði hefur verið rekið sem hótel undan- farin fjögur sumur en húsnæðið hafði staðið autt um árabil þegar verslun- arrekstur þar lagðist af. Það eru hjónin Helena Hannes- dóttir og Ævar Ármannsson sem eiga og reka Söxu. Um er að ræða sextán herbergja hótel og veitingastað. „Það hefur orðið rosaleg aukn- ing í gistingu frá því í fyrrasumar, líklega allt að 100%. Bæði er um að ræða hópa og einstaklinga og eru er- lendir ferðamenn þar í langmestum meirihluta. Veðrið hefur engin áhrif á okkur, enda gestirnir flestir búnir að skipuleggja fríið sitt með mjög löngum fyrirvara.“ Auk þess sem gistingin er opin yfir vetrartímann halda eigendur annað slagið pubquiz og sýna enska boltann. Athygli vekur að fyrir utan Söxu grúfir sig niður lítill strákur, sem virðist vera í afar súru skapi. Þarna er á ferðinni dúkkustrákur sem fljótt á litið líkist skuggalega mikið raun- verulegu barni. „Litli fýlustrákurinn er búinn að vera með okkur lengi og hann er orðinn frægur um allan heim en hann er mjög vinsæll hjá gestum og það eru myndir af honum um allt,“ segir Helena. KBS Saxa Guesthouse Heimsfrægur fýlustrákur á Stöðvarfirði Litli fýlustrákurinn við Söxu. Myndir: KBS

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.