Austurglugginn - 07.08.2015, Síða 7
AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 7. ágúst Brammer er leiðandi dreifingaraðili í Evrópu á vörum fyrir iðnaðarviðhald, viðgerðir, enduruppgerðir og þjónustu.
Meðal helstu vara eru legur, vélrænar skiptingar, loftþrýstikerfi, vökvaþrýstikerfi og verkfæri ásamt heilsu- og öryggisbúnaðar. En eitt af helstu einkennum Brammer er að skoða
birgðakerfi í heild og finna út sparnaðarleiðir fyrir fyrirtæki. Brammer kom til landsins árið 2005 vegna uppbyggingar Fjarðaáls á Reyðarfirði. Árið 2010 var ákveðið að fara í frekari
fjárfestingar og byggja upp íslenskt fyrirtæki. Reynslan af samvinnu Alcoa og Brammer hérlendis hefur verið nýtt í verkefnum í flestum verksmiðjum Alcoa í Evrópu.
Starfssvið
• Ábyrgð á daglegum rekstri starfsstöðvarinnar, þ.m.t.
starfsmannamálum
• Mikil samskipti og þjónusta við viðskiptavini
• Mikil samskipti við aðrar deildir fyrirtækisins
• Þróun og endurbætur á ferlum
• Samskipti við birgja
• Mikil greiningarvinna í excel
• Áætlanagerð og stefnumótun í samstarfi við næsta yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Haldbær stjórnunarreynsla
• Reynsla af mannaforráðum
• Reynsla og skilningur á starfssemi vöruhúsa
• Mikið frumkvæði og geta til að finna lausnir
• Mikil þjónustulund og góð samskiptahæfni
• Mjög góð excelkunnátta
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Reynsla af störfum í alþjóðlegu umhverfi æskileg
Búseta á Austurlandi er skilyrði. Upplýsingar veitir Marías Ben. Kristjánsson, malli@starfsfolk.is.
Umsóknir óskast fylltar út á www.starfsfolk.is. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið
Rekstrarstjóri Brammer á Austurlandi
Starfshlutfall
Fullt starf.
Dagsetning ráðningar
Sem fyrst eftir samkomulagi
Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst 2015
www.brammer.is • www.starfsfolk.is
er ný austfirsk ráðningarskrifstofa
og starfsmannamiðlun sem hefur tekið til starfa.
Við erum á Facebook.
af þeim. Hluti sýningarinnar er því
tileinkaður sögu veiðanna. Nýting
hreindýraafurða á Austurlandi hefur
tekið á sig ýmsar myndir í gegnum
tíðina, en það sem í dag einkennir
þá nýtingu umfram fyrri tíð er fjöl-
breytt matseld hreindýrakjöts, smíði
listmuna og skarts úr hreindýrshornum
og hönnun tískufatnaðar úr skinn-
unum, auk þess sem handverksfólk
nýtir skinn, horn og klaufir dýranna
með fjölbreyttum hætti.
„Það er því greinilegt að hreindýrið
er þáttur í menningarlífi Austur-
lands og margt sem minnir á tilvist
þess þegar farið er um fjórðunginn;
hreindýraleiðsögumennirnir, hrein-
dýrarannsóknirnar, stjórnsýslan í
kringum hreindýraveiðarnar, hand-
verkið, sögurnar, myndefnið og síð-
ast en ekki síst hreindýrin sjálf, en
nú er orðið æ algengara að sjá þau í
byggð en þangað hafa þau sótt síðustu
áratugi eftir að þeim tók að fjölga
og þau vöndust umferð og manna-
ferðum miðað við það sem áður var
þegar þau voru ljónstygg og komu
ekki niður í byggð nema haglaust
væri orðið og þeim allar bjargir
bannaðar á öræfum og heiðum. En
þótt hreindýr séu nú algengari sjón
en áður var þá þykir það enn vera í
frásögur færandi þegar þau sjást, og
birtast til dæmis oft myndir af þeim
á Facebook þegar þau koma hingað í
Egilsstaði og eru á beit á túni Egils-
staðabýlisins.“
Leiðangur sem markaði
tímamót
Á hreindýrasýningunni rúlla einnig
tvær gamlar heimildamyndir. Önnur
þeirra ber nafnið „Á hreindýraslóð-
um“ gerð af Eðvarði Sigurgeirssyni
ljósmyndara og kvikmyndagerðar-
manni árin 1939, 1943 og 1944 en
sýningin er einmitt tileinkuð Eðvarði
og Helga Valtýssyni, rithöfundi og
kennara á Akureyri.
„Helgi hafði mikinn áhuga á velferð
hreindýra á Íslandi en ekki síður á því
að hér væri stofnað til hreindýrabú-
skapar líkt og tíðkast hjá Sömum og
taldi hann Íslendinga geta margt
af þeim lært. Hann skrifaði fjölda
greina um þau mál en einnig um
mikilvægi þess að friða hreindýrin og
stýra veiðum á þeim til að byggja upp
hjörðina og viðhalda henni í æski-
legri stofnstærð. Hann fékk styrk frá
stjórnvöldum til að fara í leiðangra
í Kringilsárrana til að athuga með
hreindýrin, fjölda þeirra og ástand.
Eðvarð Sigurgeirsson fór með til að
taka myndir. Niðurstaðan verður sú
að Helgi telur að aðeins séu til 100
dýr og brýnir fyrir stjórnvöldum í
skýrslu til alþingis eftir fyrsta leið-
angurinn 1939 að friða þurfi dýrin
ef þau eigi ekki að deyja út. Alþingi
brást við og þessi ferð þeirra félaga í
Kringilsárrana markar þau tímamót
að lög tóku gildi árið 1940 um veiðar
og friðun hreindýra sem núverandi
fyrirkomulag um veiðar og friðun á
rætur að rekja til. Mér fannst því rétt
og skylt að þessi hreindýrasýning væri
tileinkuð þeim Helga og Eðvarði,“
segir Unnur Birna.
„Mynd Eðvarðs er merkileg í sögu
íslenskrar kvikmyndasögu sem ein-
stæð heimild um ferðamáta um öræfin
fyrrum og horfna menn, en þar koma
fyrir þekktir fjallagarpar á Austur-
landi á þessum tíma og svo auðvitað
konungar og drottningar hálendisins,
þ.e. hreindýrin sjálf, en eitt af því sem
Helgi og Eðvarð gerðu með ferðum
sínum í Kringilsárrana var að vekja
athygli Íslendinga á fegurð og lífs-
baráttu þessara villtu fjallabúa sem
fáir leiddu hugann að á þessum tíma.“
Heppni að finna mynd
Toblers
Annað á sýningunni sem kallast má
djásn í sögu kvikmyndunar á Íslandi
og merkileg heimild um hreindýr á
Íslandi er örstuttur bútur úr Íslands-
mynd Svisslendingsins Walters Tobler
sem ferðaðist um Ísland í því skyni
að gera um það kvikmynd á sjötta
áratugnum. Hann myndaði m.a. sum-
arið 1956 hjörð hreinkúa með kálfa
sína á Vesturöræfum. Kvikmyndin á
filmu fannst fyrir tilviljun við vinnslu
sýningarinnar. „Þegar ráðist er í svona
sýningargerðarvinnu koma stundum
upp úr kafinu hlutir sem enginn hef-
ur leitt hugann að því að halda sér-
staklega á lofti. Ég heyrði af þessari
mynd Toblers og hóf þegar leit að
henni og var svo heppin að hún kom
í leitirnar á Kvikmyndasafni Íslands,“
segir Unnur Birna og segir áfram að
vel hafi gengið að safna myndefni og
munum fyrir sýninguna.
„Allir sem ég leitaði til tóku er-
indinu vel og aðstoðuðu ef þess var
kostur og ég náði reyndar ekki að
leita fanga eins víða og ég hefði kosið
tímans vegna. Minjasafnið á í sínum
fórum dágott safn eldri muna unn-
um að hluta eða alveg úr hreindýrs-
hornum en ýmsa hluti aðra fékk ég
líka lánaða á sýninguna, bæði gerða
af mannahöndum en einnig náttúru-
gripi, þ.e. horn og bein hreindýra“.
GG
Saga hreindýra á Íslandi snýst mikið um veiðar, iðkun þeirra og sögur af þeim. Mynd: GG
Hönnun úr hreindýraskinni frá Arfleifð á Djúpavogi. Mynd: GG