Austurglugginn - 07.08.2015, Side 9
AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 7. ágúst Heiti skips Landanir Afli (kg)
Vopnafjörður
Venus NS - 150 2 1.147.731
Faxi RE - 9 1 495.311
Lundey NS - 14 1 490.499
Borgarfjörður
Njáll SU - 8 5 6.752
Högni NS - 10 2 5.308
Axel NS - 15 4 3.203
Seyðisfjörður
Gullver NS - 12 1 46.976
Díana NS - 131 4 2.833
Fönix NS - 33 4 2.822
Mjóifjörður
Haförn I SU - 42 2 1.567
Norðfjörður
Bjarni Ólafsson AK - 70 2 1.250.723
Beitir NK - 123 2 1.175.392
Börkur NK - 122 1 715.754
Eskifjörður
Aðalsteinn Jónsson SU - 11 1 1.202.710
Dögg SU - 229 4 2.512
Sólfaxi SU - 178 4 2.405
Reyðarfjörður
Edda SU - 91 1 734
Fáskrúðsfjörður
Litli Tindur SU - 508 3 1.114
Stöðvarfjörður
Auður Vésteins SU - 88 5 42.003
Gísli Súrsson GK - 8 5 36.971
Kristján HF - 100 4 25.025
Breiðdalsvík
Von GK - 113 4 28.360
Oddur Guðjónsson SU - 100 4 3.138
Kría SU - 110 4 3.104
Djúpivogur
Vigur SF - 80 3 19.736
Öðlingur SU - 19 2 6.618
Kristbjörg SH - 112 1 4.637
Sjávarsíðan
Strandveiðar hafa gengið vel úti
fyrir Austfjörðum í júlí en alls bár-
ust 1.154 tonn á land þannig, nánast
allt þorskur. Bátarnir sem fyrr helst
á sveimi á Djúpavogi, Stöðvarfirði,
Breiðdalsvík og Norðfirði. Á síðast-
nefnda staðnum eru makrílskipin þó
fyrirferðamest. Sú vertíð er í fullum
gangi og kom Aðalsteinn Jónsson
með stærsta farminn til Eskifjarðar,
ríflega 1.200 tonn. Meðfylgjandi er
yfirlit yfir þrjá aflahæstu bátana í hverri
höfn dagana 26. júlí -1. ágúst. Tölur
eru fengnar frá Fiskistofu.
GG
Landanir í austfirskum höfnum
Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á
Akureyri um verslunarmannahelgina
og var það fjölmennasta unglinga-
landsmót frá upphafi en um 2200
keppendur tóku þátt í mótinu. 106
unglingar frá UÍA tóku þátt í hinum
ýmsu keppnisgreinum, en á unglinga-
landsmótum er ekki einungis keppt
í hefðbundnum greinum eins og
sundi og frjálsum íþróttum, heldur
einnig í stafsetningu, tölvuleikjum
og parkour, svo eitthvað sé nefnt.
„Við vorum með 106 keppendur
svo maður hafði ekkert alltof góða
yfirsýn yfir keppnina,“ segir Hildur
Bergsdóttir framkvæmdastýra UÍA í
samtali við Austurgluggann. „En við
áttum stóran og góðan hóp og það
var bara gaman. Keppnisgreinarnar
voru ofboðslega fjölbreyttar og við
eignuðumst til að mynda meistara í
stafsetningu og fleiri greinum. Það
var bara gleði og gaman og gott
veður meira að segja, þvert á allar
spár,“ segir Hildur, sem segir einn-
ig keppendurna frá UÍA hafa verið
héraðssambandinu og Austurlandi
til mikils sóma.
Það var gríðarlega margt um mann-
inn á Akureyri um helgina, en auk
fjölmennasta unglingalandsmóts
sögunnar fór þar fram fjölskylduhá-
tíðin Ein með öllu. Margir undruðust
þá ákvörðun að halda unglinga-
landsmót á Akureyri um verslunar-
mannahelgina en Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ,
segir að engir árekstrar hafi komið
upp á milli unglingalandsmótsins og
fjölskylduhátíðarinnar.
„Ég fékk bæði tölvupósta og sím-
hringingar þar sem fólk var að lýsa
furðu sinni á því hvað ungmenna-
félagshreyfingin væri að meina með
því að vera með mótið á Akureyri
um verslunarmannahelgi. Ég svar-
aði þannig til að þetta væri ögrandi
og spennandi verkefni og það væri
gaman að sjá hvernig til tækist. Það
er svo sannarlega að ganga upp því
hvergi komu upp árekstrar. Þetta fór
bara vel saman og gekk allt rosalega
vel og við erum öll í skýjunum með
þetta,“ segir Helga í viðtali á heima-
síðu UMFÍ.
Góður árangur austfirskra
keppenda
Keppendur frá UÍA náðu góðum
árangri á mótinu og voru víða í verð-
launasætum. Alls hrepptu keppendur
frá UÍA 9 gullverðlaun og auk þess
fjöldann allan af silfur- og brons-
verðlaunum. Þátttakan og félags-
skapurinn eru samt aðalverðlaunin
fyrir meirihluta keppenda og það er
ekki að ástæðulausu sem Unglinga-
landsmót UMFÍ eru búin að marka
sér sess sem ein stærsta fjölskyldu-
samkoman um hverja verslunar-
mannahelgi.
Unglingalandsmótsmeistarar
UÍA eru eftirfarandi:
Þór Albertsson – 100m bringusund,
50m bringusund og 100m fjórsund,
11-12 ára.
Elísabet Eir Hjálmarsdóttir – park-
our, 11-14 ára.
Austur – fimleikar, 11-14 ára stúlkur.
Fanney Ösp Guðjónsdóttir og Marta
Lovísa Kjartansdóttir (1.-2. sæti) –
glíma, 13-14 ára.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir –
borðtennis, 14-15 ára.
Mikael Máni Freysson – stafsetn-
ing, 15-18 ára.
Atli Pálmar Snorrason – 800m hlaup,
16-17 ára.
AÞI
106 keppendur frá UÍA á Unglingalandsmóti UMFÍ
Gleði, gaman og gott veður
Lið UÍA gengur inn við setningu Unglingalandsmótsins. Mynd: GG