Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Blaðsíða 7
5
inn« hafi áít mestan þátt i því. Slík blöð hafa á-
valt mikið menningargildi sé þeim vel beitt.
Ég hefi ekki viljað nefna nöfn ákveðinna manna
nema í stöku stað í safni þessu, til þess að særa menn
ekki, og nöfn í bókinni er því yfirleitt ekki að
marka, en það dregur auðvitað úr fyndninni í mörg-
um sögunum, að maðurinn er ekki nefndur, sem
segir hana eða hún er sögð um.
Lykli mun ég skila Þjóðskjalasafninu, að heim-
ildum um þær sögur, er ég veit um, er opna má
eftir mannsaldur.
Kostur er það á sögunum, að þær hafa nærfelt
ailar gerzt og eru því sannar. Einstaka kann að
hafa borizt hingað írá öðrum þjóðum, en fáar munu
það vera, því að deili veit ég á þeim flestöllum.
Þó hafa nokkrar sögur spunnist um þekkta menn,
sem mér er kunnugt um að ekki eru sannar.
Örðugt hefir mér þótt að þræða takmörkin þar
sem fyndnisögurnar hafa snert klám, ég hefi vilj-
að vera varkár þar og sieppt því nokkrum góðum
tvíræðum sögum.
Annars er það nokkur vorkunn, þótt íslendingar
sé viðkvæmir í þessu efni, því að íslenzkan er
þrátt fyrir fegurð hennar nokkuð stirfin og óþjál á
þessu sviði, samanborið við mörg önnur mál, eins
og t. d. frönsku.
Annars fínnst mér landinn vera óþarflega kviku-
sár í þessum málum og mun það eiga fyrir sér að
breytast. Að minnsta kosti vil ég heldur hlusta á
hressilega fyndni, hvort heldur er í bundnu eða ó-