Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Blaðsíða 8
6
bundnu máli, þó að tvíræð sé, en alít það lyriska
titlingatíst, sem runnið er af sömu rót, og nú er
árlega veitt í tonnatali yfir landið.
Ég er þess fullviss, að það eykur mjög gildi og
vinsældir þessara sagna, að tveir af okkar beztu
skopmyndateiknurum, Eggert Laxdai og Tryggvi
Magnússon, sem báðir eru jafnframt iistmálarar,
hafa teiknað myndir í bókina og sýna myndirnar,
að þeir standa fyllilega erlendum teiknurum á
sporði á þessu sviði. Þess skal getið að þeir hafa
ráðið nvaða sögur þeir tóku til að íeikna eftir.
Loks vil ég minnast fímm vina minna með
þakklæti, sem allir hafa aðstoðað mig við útgáfu
þessa rits, bæði við pröfarkalestur og annað, sem
að útgáfunni laut. Það eru þeir dr. phil. Alexander
Jóhannesson, rektor háskólans, Ásgeir Ólafsson,
helldsali, Magnús Ásgeirsson, skáld og Sveinbjörn
Sigurjónsson, meistari í norrænu.
Að forfallalausu mun ég gefa út aðra bók að
ári um þetta efni og hefi ég þegar efni í hana að
mestu, enda mun ég halda áfram að safna til hennar.
Reykjavik 30. nóvember 1933
Gunnar Sigurðsson,
(frá Selalæk).