Íslenzk fyndni - 01.06.1934, Page 6
6
Ástu. Hvort átti ég að segja, verði þér að
góðu, eða guð hjálpi mér“.
6.
í PRESTAKALLI sr. Halfdánar Helgason-
ar fæddi kona barn og gaf ekki upp faðerni,
enda lofaði prestur, er hann skírði barnið,
að halda þvi leyndu fyrst um sinn.
Eins og gerist til sveita, var forvitni manna
áköf um faðernið, og þegar prestur er á heim-
íeið frá bænum, sem barnið var skírt á, geng-
ur bóndi af næsta bæ í veg fyrir hann og
spyr, hver sé faðir að barninu.
„Þú slappst, Árni minn,“ svaraði prestur.
7.
FINNUR bóndi átti forláta tík, er Gríma
hét. Hann var kvæntur konu, sem Jóna hét.
Finnur unni Grímu mjög, en Jónu minna.
Einu sinni hvarf tíkin, eins og titt er um
hunda. Bóndi var mjög hugsjúkur út af
hvarfi Grímu. Eftir langa mæðu fréttir hann
ioks, hvar tíkin er niður komin. Hann fer og
sækir hana.