Íslenzk fyndni - 01.06.1934, Page 28
28
upphátt á hverju kvöldi, og svo gjörði hann
þetta kvöld. Eftir að hafa sagt fram nokkur al-
menn bænarorð fyrir sér og sínum, brýnir
hann raustina og segir:
„Og svo ætla ég að biðja þig, drottinn minn,
að minnast hans Þórðar Bjarnasonar. Hann
hefir nú tekið mér vel og veitt mér góðan
beina.“
Allt í einu hikar Sigurður, þagnar um stund
og segir siðan með grátstaf í kverkunum:
„Ha, hvað er þetta? Er það sem mér heyr-
ist? Drottinn minn. Þekkirðu virkilega ekki
hann Þórð Bjarnason?“
46.
SIGURÐUR var einu sinni á ferðalagi og
kom til ekkju, sem bjó við á eina.
Sigurður þurfti að komast yfir ána og bið-
ur ekkjuna að lána sér bát.
„Það er ekki gott í efni með það,“ segir
ekkjan, „Því önnur árin er brotin.“
„Það gjörir ekkert til, kona góð,“ segir Sig-
urður. „Guð rær á móti mér.“
Ekkjan gengur því næst með Sigurði niður
að ánni. Hann ýtir bátnum á flot, sezt við
árina, en sækist seint róðurinn.