Íslenzk fyndni - 01.06.1934, Page 39
39
Norðlendingur einn var með honum til
sjóróðra. Hann var mesti beljaki á vöxt, þrek-
inn, og montinn mjög.
Hann taldi sig glímumann mikinn og skor-
aði á menn í verstöðinni, að glíma við sig.
Félagar Benedikts treystu snarræði hans og
skoruðu á hann að glíma við Norðlending-
inn. Loks varð hann við áskorun þeirra. Þeir
glímdu, og höfðu allmargir sjómenn safnast
saman til að horfa á.
Eins og margir höfðu búist við, varaðist
Norðendingurinn ekki snarræði Benedikts og
féll á fyrsta bragði. Þegar hann er að brölta á
fætur, segir Benedikt:
„Já laxmaður, þú ert fyrsti maðurinn, sem
ég hef lagt.“
64.
SKÓLAPILTUR í menntaskólanum var
að ganga upp í grasafræði.
Kennarinn fær honum jurt til athugunar
og spyr hann, hvort hann þekki hana.
„Það er mariuvöndur,“ svarar pilturinn.
„Nei, það er mariustakkur,“ segir kennar-
inn.
„Já, eg vissi, að jurtin var af Maríuættinni,“
segir þá pilturinn hróðugur.