Íslenzk fyndni - 01.06.1934, Page 47
47
hafi yfirleitt minni kvenhylli en aðrir karl-
menn,“ segir einn kennarinn.
„Aftur á móti er Þvi haldið fram i ritinu,
að þeir, sem drekka mikið te, gangi öðrum
fremur í augum á kvenfólkinu.“
Kennari, sem hafði tekið sér drjúgum í
staupinu um dagana, verður til andsvara og
segir:
„Og þetta kalla menn vísindi. Mikil endem-
is vitleysa er þetta. Ég held það mætti öllu
fremur snúa þessu við.“
Kennarinn þagnar litla stund, en bætir svo
við:
„En það er svo sem ekki þar fyrir, að ég
hef alltaf verið mesti tesvelgur."
79.
GUÐRIJN LÁRUSDÓTTIR bar fram þá
breytingartillögu við frumvarpið um fóstur-
eyðingu, að veikbyggðar konur, sem gætu beð-
ið varanlegt heilsutjón af að ala börn, mættu
láta „gera viðeigandi aðgerð“ á eiginmönn-
um sínum eða barnsfeðrum.
Þegar maður einn hafði lesið breytingar-
tillöguna, varð honum að orði:
„Hvernig fara aumingja konurnar að, þeg-
ar geldingabörnin fara að fæðast.“