Íslenzk fyndni - 01.06.1934, Side 55
55
vonlegt var, þegar Þorsteinn Briem var úr-
skurðaður nauðugur upp í efri deild i haust.
Sjálfstæðismenn á þingi sendu til sins gamla
formanns, Jóns Þorlákssonar, til að ráðgast
um, hvað gera skyldi.
Jón hugsar málið og segir síðan:
„Þið hafið verið gabbaðir, og látið þið ekki
gera það aftur.“
91.
BRYNJÓLFUR Á BRÚ var ríkur maður
og manna fastheldnastur á fé. Það hafði þó
borið við, að hann hafði lánað peninga og
skrifað upp á ábyrgðir fyrir „heldri menn“,
sem hann hafði miklar mætur á. Komið hafði
það fyrir, að hann hafði brennt sig á þessu
og tapað peningum. Hann var þvi bogavar á
efri árum í þessum efnum.
Ungur, fátækur prestur, sem flutti i sókn
Brynjólfs, þegar hann var kominn á gamals
aldur, biður Br>rnjólf einu sinni að skrifa upp
á vixil fyrir sig, en gamli maðurinn svaraði:
„Það hefði nú svo sem átt að vera velkom-
ið, en eins og þér skiljið bezt sjálfur, prestur
minn, þá hefi ég ákveðið, sem gamall maður,
að hugsa ekki meira um veraldleg efni.“