Íslenzk fyndni - 01.06.1934, Page 81
81
137.
KAUPMANNSFRÚ nokkur hafði gesti í
kvöldboði. Kalt var í veðri og hafði verið lagt
í ofninn.
Allt í einu rýkur ein af konunum, sem var
í boðinu, upp úr sæti sínu og segir:
„Hvaðan kemur þessi málningarlykt?“
„Þú hefir líklega komið með andlitið of
nálægt ofninum,“ svaraði húsmóðirin.
138.
HLJÓMLISTARMAÐUR, sem hafði trölla-
trú á sjálfum sér, en naut hinsvegar lítillar al-
menningshylli, hafði hvað eftir annað haldið
hljómleika fyrir nálega tómu húsi.
Hljómlistarmaðurinn var einu sinni að tala
við Pál fsólfsson um starfsbróður sinn, sem
var lítt lærður, en svo vinsæll, að hann fekk
húsfylli hvað eftir annað á hljómleikum, sem
hann hafði nýlega haldið.
„Kunnáttuleysið virðist vera skilyrði fyrir
að menn fái húsfylli hér í bænum,“ sagði
hljómlistarmaðurinn við Pál.
„Og þó vitum við, að ekki einu sinni það
er einhlýtt,“ svarað Páll.
6