Íslenzk fyndni - 01.06.1934, Page 82
82
139.
„EINU SINNI hélt ég húskveðju yfir
manni fyrir messu,“ sagði gamall uppgjafa-
prestur. „Á eftir húskveðjunni fekk ég mér
dálítið í kollinn, því mér þykir ósköp gott að
fá mér í kollinn, og svo fór ég að messa,“
sagði prestur. „Þegar ég var kominn í stólinn,
og farinn að halda ræðuna, tók ég eftir, að ég
var með húskveðjuna.“
Þá tapaði ég mér og sagði:
„0, hvert þó í hvítglóandi, er ég ekki byrj-
aður á húskveðjunni aftur.“
140.
ÞÓRÐUR alþingismaður fór haust eitt í
skemmtiför til kunningja síns, bónda i næstu
sveit. Eftir kvöldmat settust þeir við drykkju.
Þórður hafði mikinn áhuga á búskap og
bað bónda um að sýna sér úrvals hrút, sem
hann átti. Það varð að ráði, að vinnumaður
bónda kom með hrútinn inn í stofu til þeirra,
en þeir héldu áfram að drekka og höfðu hrút-
inn hjá sér.
Um háttatíma fer kona bónda inn til þeirra,
til að athuga, hvenrig þeim liði.