Íslenzk fyndni - 01.06.1934, Page 86
8tí
145.
EMBÆTTISMAÐUR hér í bænum sat að
drykkju með tveimur hefðarfrúm.
Kona hans var heima, en sat ekki með
þeim. Talið barst að henni, og segir önnur
frúin, að það sé leiðinlegt, að hún sé ekki með.
„Hún um það,“ segir þá maður hennar.
„Þetta er ágætiskona. Ekki er hún mikið að
fást um það, þó ég sitji og drekki með kven-
fólki-----þó það væru hundrað mellur.“
146.
SMIÐUR nokkur hafði í ölæði barið mann
til óbóta. Sá, sem barinn var, stefndi smiðnum
fyrir sáttanefnd og krafðist bóta.
í sáttanefndinni var kaupmaður, sem orð
lék á, að hefði kveikt í húsi.
Smiðurinn kom fyrir sáttanefnd og fór að
bera fram afsakanir fyrir sig.
„Það þýðir ekkert fyrir þig að afsaka þig,“
sagði þá kaupmaðurinn, „það vita allir, að þú
varst fullur.“
„Já, það er satt, ég var fullur, en það er
runnið af mér. Hinsvegar er reykjarlykt af
þér, og hún fer aldrei af þér.“