Íslenzk fyndni - 01.06.1934, Qupperneq 89
EFTIRMÁLI.
Mér var það ljóst, er ég gaf út bókina „íslensk fyndni“
sem sýnishorn i fyrra, að það var vandaverk, og þó sér-
staklega óvinsællt verk. Ég vissi, aS menn myndu gjöra
miklar kröfur, sérstaklega þar sem samskonar bók hafSi
ekki komið út áður. Þar að auki bafði ég mjög lítinn tima
til undirbúnings bókarinnar. Tilefni bókarinnar var satt
að segja það, að ég sat með nokkrum kunningjum og sagði
skopsögur. Einn þeirra skoraði þá á mig að gefa út bók
um þetta efni. Ég gerði það, og varð bókin til á stuttum
tíma. En samt sem áður ætla ég að telja hana til jafns
við önnur erlend rit um sama efni. Benda mætti og á það
rit til samanburðar, sem mest hefur prentað af íslenzkum
skopsögum, Þjóðvinafélagsalmanakið, sérstaklega í tíð
Tryggva Gunnarssonar, sem var allra manna áhugasam-
astur á að safna skopsögum og enda smekkvís á þær.
Það var nú líka svo, að sýnishorn þetta fékk svo almenn-
ar vinsældir, að hún seldist strax upp og var prentuð upp
aftur, enda fékk hún yfirleitt mjög góða ritdóma.
Vandkvæðin á því að skrifa svona sögur á þann hátt, að
menn verði alment ánægðir, liggja aðallega i því, að nær-
fellt allar skopsögur, sérstaklea þegar þær fara að fyrnast,
eru til í mörgum útgáfum. Ef nú svo sagan ekki er skráð
eins og sá maður hefur heyrt hana, sem söguna les, þá
segir hann undantekningarlítið að hún sé vitlaus. Menn
gá ekki að því, að gildi skopsagna fer yfirleitt ekki eftir
því, hvernig þær eru sannastar, heldur hvernig þær eru
beztar.