Austurglugginn


Austurglugginn - 08.03.2007, Síða 1

Austurglugginn - 08.03.2007, Síða 1
Verð í lausasölu kr. 350 Áskriftarverð kr. 1.140 á mánuði (kr. 285 eintakið) ISSN 1670-3561 Beinagrindur frá miðöldum undir kjallaragólfinu bls. 4 Sveitarblöðin voru blogg forfeðranna bls. 6 ístölt Austurland 2007 bls. 8 SECURITAS Landflutningar - Samskip Kaupvangi 25 700 Egilsstaðir Sími 458 8800 Fax 458 8808 Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá kl. 08:00-16:00 Landflutningar JJ sámskip Seyðfírðingar fagna góðum árangri keppenda sins i Skólahreysti sem fram fór á Egiisstöðum í seinustu viku. Seyðfirðingar voru áberandi á áhorfendapöllunum, klæddir írauðgula boli merkta „sfk.is"svo ekki varð um villst hverjir væru þar á ferðinni. Nánari umfjöllun um Skólahreysti og aðrar iþróttir er á síðum 14 og 15. Mynd: GG Það kostar peninga að vera gáfaður Það kostar rúmlega eina milljón króna í heildina, fyrir nemendur Menntaskólans á Egilsstöðum að fara til Reykjavíkur og keppa í spurn- ingakeppni framhalsskólanna, Gettu betur, í sjónvarpinu þann 16. mars næstkomandi. Þá er gert ráð fyrir að fara suður með í kringum 150 manna stuðningslið keppenda skólans, þegar keppt verður við Menntaskólann við Hamrahlíð í átta liða úrslitum. Að sögn Bjargar Eyþórsdóttur formanns málfundafélags Mennta- skólans á Egilsstöðum kom aldrei til greina að þetta yrði hér eystra. „Nei í rauninni ekki, þó svo að við höfum að sjálfsögðu verið að reyna að gera okkur vonir um það. Þannig stóð málið að MA-ingar, sem einnig eru í þessum átta liða úrslitum núna, voru í úrslitum í fyrra og gerðu sér þá ferð suður til að keppa við Versló, sem áttu heimaleik þá. Þessi tvö lið drógust síðan aftur saman núna og keppnin því haldin á Akureyri í þetta skiptið. Ætli RÚV séu nokkuð hrifnir af því að vera að flækjast mörgum sinnum út á land. Við fengum líka heimaleik síðast þegar við komumst í sjónvarpið, það er fyrir tveimur árum síðan þannig við neyðumst til að halda suður á bóginn í þetta skiptið”. Menntskælingar munu ferðast með rútum í þessari ferð „Tanni Travel ætlar að skutla okkur suður” segir Björg. Við höfum að sjálfsögðu rekið okkur á og upp hafa komið harkaleg skoð- anaskipti og umræður innan raða framhaldsskólanema um þennan aðstöðumun sem kemur í ljós þegar lið kemst í úrslit í sjónvarpi og situr þá um leið uppi með svimandi háan kostnað samfara því. „RÚV styrkir öll lið í úrslitum sem þurfa að ferðast um 230 þúsund krónur, sem er hugsað sem ferða- kostnaður fyrir stuðningslið. Við ákváðum að hringja um daginn og spyrjast fyrir um hvemig þessi tala er reiknuð út og þá kom í ljós að þetta er bara samkvæmt undirrituðum samning milli RÚV og ráðs fram- haldsskólanema, sem samanstendur af fjórum nemendum úr fjómm framhaldsskólum landsins. Engu er bætt við eða dregið frá, sama hvaðan liðið er að koma eða hvert það er að fara. Landsbyggðaskólar njóta engra forréttinda í þessu máli, frekar en öðrum. Við munum leita til fyrirtækja, sækja um styrki og gerum okkur vonir um að fá jákvæð viðbrögð. Við nýtum styrkinn frá RÚV til að greiða ferðina niður en nemendur koma til með að þurfa að borga eitthvað sjálfir, von- andi sem allra minnst” segir Björg Eyþórsdóttir formaður málfundafé- lags Menntaskólans á Egilsstöðum. SigAð Opið á fimmtudögum frá kl 9:00 til 22:30 www.austurlandid.is/nesbær ISjáuimt í Bónus á E^ilsstöðum i 5 r ’Sfutí býöuJi omm Sama verð um allt land! Afgreiðslutími í Bónus ó Egilsstöðum Mánudag til fimmtudags 12.00 til 18.30 rmttJPil Föstudag 10.00 til 19.30 Laugardag 10.00 til 18.00 Sunnudag 12.00 til 18.00

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.