Austurglugginn - 08.03.2007, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. mars
AUSTUR • GLUGGINN
7
Intrum opnar á Reyðarfirði
Léttar veitingar voru á borðum og strengjasveit lék fyrir gesti þegar Intrum opnaði nýja skrifstofu í„Litla Molanum" á Reyð-
arfirði í siðustu viku. Mynd: SigAð
Fangelsi fyrir
ölvunarakstur
Ríflega þrítugur karlmaður var í
Héraðsdómi Austurlands dæmdur
í 30 daga fangelsi og sviptingu
ökuréttinda ævilangt fyrir ölvunar-
og ofsaakstur. í febrúar í fyrra var
maðurinn tekinn ölvaður undir
stýri í starfsmannaþorpi Bechtel í
Reyðarfirði. I janúar var hann svo
stöðvaður á Reykjanesbraut á 139
km/klst hraða þar sem leyfdegur
hámarkshraði er 70 km/klst. Það
voru starfsmenn á svæðinu sem
stöðvuðu ferðir mannsins eftir að
grunur vaknaði hjá þeim um að
maðurinn væri undir áfengis. Hann
sagðist ekki hafa ekið undir áhrif-
um en í ljósi framburði fjölda vitna
þótti dómnum framburður manns-
ins ekki trúlegur. Árið 2004 var
maðurinn tvívegis tekinn ölvaður
við akstur. Þar sem hann braut nú
af sér í þriðja sinn svipti dómurinn
hann ökuleyfí ævilangt. Hraðaakst-
ursbrotið játaði maðurinn. Þá var
maðurinn tekinn ölvaður undir
stýri í nóvember síðastliðnum.
Auk sviptingar ökuréttinda og
fangelsisvistar var maðurinn
dæmdur til að greiða 200 þúsund
krónur í sekt og sakarkostnað,
tæpar 280 þúsund krónur. GG
Innheimtufyrirtækið Intrum opnaði
nýja skrifstofu í „Litla Molanum”,
Búðareyri 1 á Reyðarfirði síðasta
föstudag. Þann dag flutti fyrirtækið
einnig í nýtt húsnæði á Egilsstöðum
að Kaupvangi 3a, sama húsnæði og
tískuvöruverslunin Centrum er í.
í samstarfi við Intrum á báðum
stöðum eru fasteignasalan Domus,
Lögheimtan, Pacta og leigumiðl-
unin Rentus. Að sögn Sigurðar
Jónssonar forstjóra Intrum á Is-
landi stóð til að opna skrifstofuna á
Reyðarfírði fyrr en gert var en það
gekk ekki upp vegna þess hve erfitt
var að fá hentugt húsnæði undir
starfsemina „sem hefði þótt saga til
næsta bæjar fyrir ekki löngu síðan”
sagði Sigurður.
SigAð
„/rá sjávdrstðunní
Síldarvinnslan tók í seinustu viku
við Súlunni EA. Ár er síðan gengið
var frá viðskiptunum en þar var
tekið fram að skipið yrði afhent að
lokinni vetrarloðnuvertíð 2007.
Fyrsta skipið með þessu nafni var
smíðað í Gautavík í Noregi árið
1902 fyrir Konráð Hjálmarsson í
Mjóafírði. Það varþó ekki lengi þar
heldur varþað selttil útgerðar Ottós
Tuliníusar á Akureyri. Síðan hefur
skipið verið endurgert og skipt um
eigendur nokkrum sinnum.
í Neskaupstað landaði Hákon EA
600 tonnum af frosinni loðnu á
laugardagskvöldið, en skipið kom
einnig með loðnu til hrognatöku.
ísfísktogarinn Bjartur landaði þar
einnig.
Talsverð umferð var um Eskifjarð-
arhöfn í seinustu viku. Jón Kjart-
ansson landaði þar 1.994 tonnum
af loðnu og Aðalsteinn Jónsson
1.077 tonnum af loðnu til bræðslu
og hrognatöku og um 500 tonnum
af frosinni loðnu. Skipið kom svo
með tæplega 1.3800 tonn af loðnu
að landi í byrjun vikunnar, en það
hélt síðan til kolmunnaveiða. Fyrir
helgi landaði Hólmatindur ríflega
70 tonnum af bolfíski til vinnslu
og útflutnings. Björgúlfur EA land-
aði þar á mánudag, Björgvin EA í
fyrradag og Harðbakur í gær. Harð-
bakur var einn þriggja ísfísktogara
sem lönduðu þar í seinustu viku,
hinir voru Brettingur og Björgvin.
Togarar Loðnuvinnslunnar hafa
Sildarvinnslan tók við Súlunni í seinustu viku.
Mynd: Guðmundur Jónsson
Á Vöpnafirði hafa togarar HB Granda verið að landa loðnu, Faxi kom með 1.173 tonn, Ingunn AK 1.714 tonn og Víkingur AK 1.116 tonn. landað annars staðar á landinu, Ljósafellið landaði í Reykjavík í gær þegar það var hálfnað með togararallið. Það heldur aftur til veiða að lokinni löndun í seinni hluta rallsins. Hoffellið landaði 1.200 tonnum á Þórshöfn í byrjun vikunnar. I seinustu viku land- aði Finnur Fríði 1.700 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfírði, Saksabergið kom með 700 tonn og Hoffellið með 1.200 tonn. Þá landaði fær- eyska skipið Carlton 1.400 tonnum á fimmtudag. GG
Fisktegund Bakkaí'j. Seyðisfj. Mjóifj. Neskaups. Eskifj. Reyðarfj. Fáskrúðsfj. Stöðvarfj. Djúpiv. AIIs
Þorskur 3 38 0 14 149 0 31 3 2 240
Ýsa 0 3 0 5 27 0 9 0 1 45
Ufsi 0 2 0 14 3 0 10 0 0 29
Karfí / Gullkarfi 0 3 0 16 15 0 9 0 0 43
Langa 0 0 0 0 0 0 1 0 0 1
Steinbítur 0 0 0 0 1 0 0 4 2 7
Hlýri 0 0 0 1 2 0 0 0 0 3
Grálúða 0 16 0 0 39 0 0 0 0 55
Loðna 0 0 0 2487 3609 0 0 0 0 6096
Samtals afli 3 63 0 2538 3846 1 61 7 5 6524
Afli í austfirskum höfnum dagana 25. febrúar - 3. mars. Tölurnar eru byggðar á bráðabirgðatölum af vef Fiskistofu.