Austurglugginn - 08.03.2007, Side 9
Fimmtudagur 8. mars
AUSTUR • GLUGGINN
9
Landsbankinn
afhendir gjöf
Egill Jónsson aðstoðarskólastjóri og Ágúst Ármann Þorláksson skólastjóri Tónskóla
Norðfjarðar taka við tölvugjöfinni úr hendi Hjörvars O. Jenssonar útibússtjóra og
Jóns Björns Hákonarsonar hjá Landsbankanum. Mynd: SigAð
Útibú Landsbankans á Norðfirði
afhenti nýlega TónskólaNorðfjarð-
ar tölvu að gjöf. Tölvan sem er PC
tölva af Dell gerð er gefin Tónskól-
anum í tilefni 50 ára afmælis skól-
ans og sem þakklætisvottur fyrir
hljóðfæraleik ijögurra nemenda
skólans og tveggja kennara hans í
útibúinu í tilefni 120 ára afmælis
skólans. „Tilefhin eru mörg og
öll ánæguleg” að sögn Hjörvars O.
Jenssonar útibússtjóra.
Tölvan nýtist vel í öll störf við
skólann „allt frá bókhaldsvinnu
til þess að keyra tónlistarforrit” að
sögn Agústar Armanns skólastjóra
Tónskólans. Nemendur Tónskóla
Norðfjarðar eru nú 140, þar af 22 í
leikskóladeildinni á Kirkjumel.
SigAð
ÁAus iýjarðaíeíð
4771713
Hestakerra til sölu
Eins hests kerra til sölu. Lysthafendur
hafi samband við Bjarna i sima
471-1367 á kvöldin og 849-6031.
Nei Raffa min, ég er
eitthvað svo úrvinda,
bara alveg tómur...
Batti, ertu búinn
að ryksuga?
Skilum ónýtu rafhlöðunum!
Onýtar rafhlöður geta verið hættulegar umhverfinu ef þær
innihalda spilliefni. Þú getur losað þig við allar rafhlöður
m.a. á bensínstöðvum Olís og söfnunarstöðvum sveitar-
félaga um land allt eða fengið þér endurvinnslutunnu fyrir
flokkað heimilissorp.
ÚRVINNSLUSJÓÐUR
Kynntu þér málið á www.urvinnslusjodur.is
^ Efnamóttakan hf
CÞ
4Vh
Fjallkonan,
hver var hún?
Fræðslufundur verður á vegum
Gönguklúbbs Seyðisfjarðar í
Björgunarsveitarhúsinu Sæbóli, á
laugardaginn 10. mars klukkan
16:30. Allir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir, aðgangur er ókeyp-
is og boðið verður upp á kaffisopa.
Þar verður fræðsluerindi um Fjall-
konuna á Vestdalsheiði. Hver var
hún, hvert var hún að fara, hvað
varð henni að aldurtila, var hún ein
á ferð ? Jón Ingi Sigurbjömsson á
Egilsstöðum sýnir myndir og segir
frá rannsóknum sem tengjast fundi
Fjallkonunnará Vestdalsheiði sum-
arið 2004. A vef Fomleifavemdar
ríkisins www.fomleifavemd.is má
skoða myndir frá fundinum og lesa
meira um landnámskonuna.
SigAð
Sveitarfélagadagur KPMG
Endurskoðunarfyrirtækið KPMG
á Austurlandi hélt sveitarfélagadag
sinn á dögunum þar sem farið var
yfir málefni tengd bókhaldi og
sveitarfélögum.
Á sveitarfélagadeginum sem
haldinn var í safnaðarheimilinu
á Reyðarfirði töluðu Hlynur
Sigurðsson endurskoðandi sem
kynnti KPMG og sagði meðal
annars að á undanförnum árum
hafi starf endurskoðandans breyst,
kröfur um gæði hafi aukist sem og
áhersla á vönduð vinnubrögð og
sagði sérhæfmgu vera málið til að
bregðast við þessu.
Magnús Jónsson og Jóna Árný
Þórðardóttir viðskiptafræðingar
hjá KPMG töluðu um skatta, þjón-
ustugjöld og reikningsskilamálefni
sveitarfélaga.
Kári Haraldsson lögfræðingur hjá
KPMG kom að sunnan og talaði
um, áhættugreiningu virðisauka-
skatts og fleira. Hann sagði meðal
annars að skattaeftirlit beindist að
stórum hluta að virðisaukaskatti,
brot væru litin alvarlegum augum
og eftirlit vegna virðisaukaskatts
gæti náð sex ár aftur í tímann.
SigurðurÓlafssonfræðslustjórihjá
Alcoa kynnti „Lean management”
sem útleggst straumlínustjórnun
og Alcoa er að innleiða í alla sína
vinnsluferla í álverinu á Reyð-
arfirði. Straumlínustjórnun er
aðferð sem virkar í öllum rekstri
og sóun er markvisst „afhjúpuð”
og hönnuð út úr kerfinu. Við inn-
leiðingu getur framleiðni tvöfald-
ast, þjónusta verður allt að 90%,
gegnumstreymistímar og stopp-
tímar minnka um 30-75%, aukin
sala vegna aukins gegnumstreym-
is 10-50%, birgðir minnka um allt
að 90%, tíðni vörugalla minnka
um 50%, vinnuslysum fækkar um
50%, kostnaður vegna yfirvinnu
sóunar og svo framvegis minnkar
um 10-50%.
Guðlaugur Erlingsson ráðgjafi
á fyrirtækjasviði KPMG fór yfir
tölulegan samanburð og stýrði
almennum umræðum sem voru
líflegar. Á eftir talnaflóðinu voru
svo léttar veitingar í boði KPMG.
SigAð