Austurglugginn


Austurglugginn - 08.03.2007, Page 11

Austurglugginn - 08.03.2007, Page 11
Fimmtudagur 8. mars AUSTUR • GLUGGINN 11 Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni Ríflega tvítugur karlmaður var í seinustu viku í Héraðsdómi Aust- urlands dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdsstjóminni. Mað- urinn veittist að lögreglukonu á skemmtistað í Fellabæ, sem var þar að sinna skyldustörfum og reyndi að slá hana hnefahöggi í andlitið. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöðina á Egilsstöðum þar sem hann hótaði tveimur lög- regluþjónum lífláti hefðu þeir afskipti af honum. Þá hótaði hann fjölskyldu þriðja lögregluþjóns- ins sem hafði afskipti af honum ofbeldi. Akærði játaði brot sín skýlaust fyrir dómnum og var það metið manninum til refsimildunar. Á móti var tilraun hans til árásar á lögreglukonuna talin með öllu til- efnislaus og til þess fallin að valda verulegu tjóni. Þá þóttu hótanir hans í garð lögregluþjónanna mjög ruddafengnar og grófar og til þess fallnar að vekja hjá þeim ótta um velferð sína og fjölskyldna sinna. GG Fjórtán mánuðir fyrir hættulega líkamsárás Kínverskur karlmaður var í Hér- aðsdómi Austurlands dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps, til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en dómurinn féllst ekki á að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Maðurinn veittist að ítölskum sam- starfsmanni sínum hjá Impregilo í matsal starfsmannabúða við Axará í Fljótsdal á nýársnótt og stakk hann tvívegis með hníf. Árásarmaðurinn var handtekinn strax um nóttina og við yfírheyrslu hjá lögreglu á Egils- stöðum játaði hann verknaðinn. Fyrir dómi neitaði Kínverjinn að hafa stungið Italann. Hann játaði því að hafa stungið mann, en hann ætlaði sér að stinga ítala sem hann átti við í stimpingum á dansgólfi í salnum. Hann sagði ítalina hafa verið þrjá til fjóra og allra stærri og betur sig komna en hann. Ákærði kvaðst skömmu áður hafa lent í átökum við Itala en þeir hefðu rætt málin inn á salemi. Læknir sagðist hafa gefið Kínverjanum verkjalyf við verk í hægra brjóstholi, sem hann grunaði að væri úr frá brotnu rifbeini. Vitni að atburðinum kvaðst hafa séð Kínverjann standa upp úr sófa, ganga í gegnum hóp af fólki stystu leið að ítalanum, takast á við hann með einhverjum hætti og yfirgefa salinn. Miðað við sönnunargögn í málinu og framburð vitna þótti dómnum ekki hafa neitt komið fram sem benti til þess að ákærði hefði átt í stimpingum við ítalina. Með hlið- sjón af franrburði Kínverjans, að stungan var líklega bara ein og áverkarnir ekki alvarlegir þótti ekki sannað að um manndrápstilraun hefði verið að ræða. Auk fangels- isvistarinnar er manninum gert að greiða sakarkostnað, tæplega 670 þúsund krónur. Árslaunin á mánuði I dóminum kemur fram ýmislegt sem mönnum gæti þótt fróðlegt að vita um samfélag þeirra sem vinna að byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Kínverjinn sagðist fá álíka há laun hér á landi á mánuði og hann fengi á ári í Kína. Honum var sagt upp hjá Impregilo í kjölfar árásarinnar en áður hafði hann unnið fyrir fyr- irtækið í Kína. ítalinn, sem starfaði hafði hér í einn og hálfan mánuð, sagði að honum íyndust allir Kínverjar eins og því hefði hann ekki getað borið kennsl á ákærða úr hópi Kínverja. „Hann sagðist aldrei hafa talað við ákærða áður en atvikið gerðist. Sagðist hann aldrei hafa borið neitt sérstakt traust til Kínverja og ekki séð ástæðu til að umgangast þá.“ Þá kom Oddur Friðriksson, yf- irtrúnaðarmaður, fyrir dóminn. „Hann sagðist þekkja nokkuð vel til samfélagsins á svæðinu. Hann sagðist aldrei hafa orðið var við að komið hefði til átaka á milli hópa á svæðinu, en sagðist kannast við að ákveðnir hópar héldu saman. Hann sagðist hafa heyrt frá starfsfólki, sem þama hefði sinnt heilbrigðis- og öryggisgæslu að ákærði hefði orðið fyrir ákveðinni niðurlægingu þarna um kvöldið, sem jafnvel jaðr- aði við kynferðislega áreitni. Hann vildi þó ekki fara nánar út þessar sögusagnir." GG ^Íatgæðingur VIKUNNAR Helga Bjarnadóttir Mexicó - súpa 3 sellerí stönglar 1 rauðlaukur 1 laukur 1 rauð paprika 100 gr. nautahakk 100 gr. svínahakk 1 stór dós tómatpúrra I dós hakkaðir tómatar 8 dl vatn 200 gr. rjómaosur 5 dl matreiðslurjómi 1 dós nýrnabaunir eða baunamauk ca. 2 msk grænmetiskraftur ca. 2 tsk hvítlaukskrydd frá Pottagöldrum 2 msk olía salt eftir smekk Grænmetið brytjað smátt og steikt í olíunni, hakkinu bætt út í, steikt. Setjið restina af uppskriftinni í pott, bætið hakki og grænmeti út í og sjóðið við vægan hita í um klst. Borið fram með muldum doritos flögum , rifnum osti og sýrðum rjóma. Ávaxtakaka 4 gul epli 200 gr. döðlur 100 gr. sykur 100 gr. kókosmjöl 150 gr. hveiti 2 tsk lyftiduft 2egg Eplin afhýdd, skorin í bita og sett í skál. Súkkulaði og döðlur saxað gróft og blandað saman við eplin, þurrefnunum og eggjunum bætt út í, hrært saman með sleif. Sett í eldfast mót og þrýst létt ofan á. Bakað við 160 gráður í 30 mín. Borið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma. Ég skora áAlbertu Guðjónsdóttir á Fáskrúðsfirði Með kveðju Helga Bjarnadóttir

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.