Austurglugginn - 08.03.2007, Side 12
12 AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 8. mars
Listnemar mættir til
Seyðisfjarðar
Listnemarnir, þau Christelle Concho, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Inga Martel,
Irene Ósk Bermudez, James Greenway, Nika Kupyrova, Sigurrós Svava Ólafsdóttir,
Vilborg Bjarkadóttir, Þórunn Maggý Kristjánsdóttir og Arild Tveito ásamt kennara
sínum. Mynd: Skaftfell/Þórunn Eymundsdóttir.
Dieter Roth-akademían, með nem-
endum úr Listaháskóla Islands og
erlendum gestanemum, mætti í
menningarmiðstöðina Skaftfell á
Seyðisfirði í seinustu viku. Þetta
er sjötta árið í röð sem akademían,
undir stjóm Bjöms Roth, heldur
nokkurra vikna vinnubúðir í Skaft-
felli fyrir hóp myndlistamema.
Hópurinn vinnur saman í tvær
vikur að undirbúningi sýningar sem
opnuð verður 17. mars. Stór hluti
bæjarbúa á Seyðisfirði er viðrið-
inn undirbúning sýningarinnar þar
sem nemendurnir vinna að verkum
sínum inn á verkstæðum bæjarins
undir handleiðslu heimamanna.
Gestum Skaftfells gefst tækifæri á
að spjalla við nemenduma þar sem
þeir verða við vinnu í sýningarsal
Skaftfells.
GG
Dagskrá 700IS tilbúin
Endanleg mynd er óðum að komast
á dagskrá tilraunavikmyndahátíð-
arinnar 700IS sem haldinn verður
á Austurlandi 24. — 31. mars næst-
komandi. Sjö manna hóptrr, skip-
aður þeim Agnieszka Sosnowska
ljósmyndara, Eddu Ottarsdóttur
fjölmiðlakonu, Þórhildi Laufey Sig-
urðardóttur, grafískum hönnuði og
listakonu, Olöfu Björk Bragadóttur
myndlistarkonu, Kari Osk Ege
myndlistarkonu, Ingunni Þráins-
dóttur grafískum hönnuði og Krist-
ínu Scheving, framkvæmdastjóra
hátíðarinnar, hefur þann starf að
velja úr og flokka þau 500 verk sem
Hákon
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson,
gmnnskólakennari í Bolungarvík
en að öðm leyti Reyðfirðingur, varð
í öðm sæti á fyrsta undankvöldi
keppninnar um Fyndnasta mann
Islands í seinustu viku. Vinsældir
keppenda vom mældar með desí-
bilamæli og taldist sá hafa sigrað
sem fékk hávæmstu viðtökumar
meðal áhorfenda. Einungis munaði
einu desíbili á Hákon og þeim sem
vann og tryggði sér rétt til að keppa
á úrslitakvöldinu.
I kvöld keppa tveir Austfírðingar í
öðrum undanúrslitariðli, þeir Daníel
Geir Hjörvarsson Moritz, kennara-
nemi og fyrrverandi blaðamaður og
Jónas Reynir Gunnarsson, Fellbæ-
ingur, teiknimyndasöguhöfundur,
framhaldsskólanemi, nú seinast
leikskáld og verðandi grínisti.
Þess má til gamans geta að Norð-
bárust á hátíðina í ár. Opnunarkvöld
hátíðarinnar að þessu sinni verður
í gamla sláturhúsinu á Egilsstöð-
um, en þar munu tveir austurrískir
listamenn sýna verk sitt í samvinnu
við plötusnúðinn Gísla galdur. Af
öðrum þáttum hátíðarinnar má
nefna listamannaspjall með Steinu
Vasulka, Rúrí og Finnboga Péturs-
syni á Eiðum, heimildamyndasýn-
ingu á Skriðuklaustri, fyrirlestur
um böm og tilraunakvikmyndir í
Menntaskólanum á Egilsstöðum og
námskeið í vídeólist.
Nánari upplýsingar um hátíðina er
að finna á www.700.is GG
úr leik
Einungis munaði einu desibili að Hákon
Seljan kæmist áfram.
Mynd: Kjartan Árni Albertsson
fírðingurinn Hlynur Benediktsson
skemmti í hléi á fýrsta undanúr-
slitakvöldinu. GG
Súper Maríó
í Sláturhúsinu
„Það er metnaður i þessari sýningu, það er leikgleði og skemmtun og það fleytir
henni langt yfir gallana," Mynd: G G
Síðastliðið föstudagskvöld var
frumsýndur nýr íslenskur söngleik-
ur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
Þeir félagar Jónas Reynir Gunnars-
son og Hjalti Jón Sverrisson semja
þetta mjög svo sérkennilega stykki
upp úr tölvuleiknum sívinsæla sem
virðist ætla að verða eilífur. Guðjón
Sigvaldason leikstýrir. Þetta er
stórsýning á velflestan hátt. Þarna
semja tveir ungir menn í mennta-
skóla söngleik og eins og Jónas
segir í pistli í leikskránni: „Hvaða
api myndi setja það upp?„ „...Þetta
er svo fáránleg hugmynd, að ef hún
kæmist á laggimar þá myndi ég
láta græða þriðju geirvörtuna aftur
á mig“ sagði Hjalti.“
Þetta er stórsýning vegna þess að
ungir menn semja tæplega þriggja
tíma langt verk þar sem ótrúlegur
fjöldi fólks kemur að uppfærsl-
unni og þrátt fyrir ýmsa galla, þá
er aldrei dauður punktur og mér
leiddist aldrei, þrátt fyrir að sitja
fótbrotinn á grjóthörðum bekk,
merjandi á mér rasskinnarnar.
Gallamir em fyrst og fremst tveir.
Þegar menn byrja að skrifa þá er
eitt það helsta sem þarf að lærast,
að skera niður. Verkið er of langt.
Samt sleppur það einhvem veginn.
Reyndar, smánöldur í viðbót, mér
fínnst að nöfn höfundanna eigi að
vera framan á leikskránni og svo
sá ég hvergi hver hannaði þá hina
sömu leikskrá. Nú svo er hinn gall-
inn, sem er reyndar ekki nauðsyn-
lega galli í þessu absúrdverki, en sá
er að sumir söngvaramir valda því
engan veginn að halda lagi. Samt
náði ég ekki að láta það angra mig
neitt yfirgengilega. Eiginlega angr-
aði ekkert mig vegna þess að allt
var einhvern veginn svo klikkað
og minn húmor er svolítið mikið á
þeim nótunum.
Eg er ekkert viss um að allir geti
notið þessarar sýningar eins og ég
gerði. Þó ekki væri nema bara vegna
þess að það er sett upp í Sláturhús-
inu sem einhverjum virðist vera í
nöp við. Mér finnst það aftur á móti
eitt mergjaðasta sýningarhúsnæði á
landinu, mér finnst það bjóða upp
á ótal möguleika og mér finnst að
þessi sýning hafí nýtt það rými sem
er þama á neðri hæðinni á ótrúlega
flottan og skemmtilegan hátt. Þar
er náttúrulega Guðjóni Sigvalda-
syni mikið að þakka en hann hefur
einhvem sérstaklega mergjaðan
talent til þess fá fram hæfileika og
sjálfstraust hjá krökkum sem fyrir
vikið koma manni skemmtilega
á óvart. Nú, svo er sviðsmyndin
hennar Kömu alveg snilldarvel
hönnuð inn í húsið. Fyrir okkur
sem höfum spilað Súper Maríó,
þá er þetta bráðsmellið. Rétt eins
og búningamir sem ná einhverjum
veruleika sem er á köflum eins og
tölvuleikjafígúrur hafi stigið út úr
skjánum og vita fýrir vikið ekki
alveg hvar þær em. Þetta er stór-
sýning vegna alls þessa.
Tæpir þrír tímar af tónlistar- og
leikflippi sem risavaxinn hópur
krakka stendur að og sem halda
dampi allan tímann í húsi sem
er umdeilt og skapa þannig nýja
veröld, sem einmitt er eitt af helstu
hlutverkum leikhússins. Og reynd-
ar er einn af stærstu kostunum við
þessa sýningu einmitt sá að mörkin
á milli leikrits, leikhúss, áhorfenda,
leikenda og persóna em teygð og
toguð á virkilega flottan hátt. Það
er metnaður í þessari sýningu, það
er leikgleði og skemmtun og það
sem fleytir henni langt yfir gallana,
það er hvað það er urrandi húmor
í henni og mér þætti það snautlegt
ef fólk sem vill vita hvað ungir og
upprennandi listamenn geta gert,
fara ekki og skoða. Það væri galli.
Jónas, Hjalti, Guðjón, Kama,
krakkar, LME, til hamingju.
Sigurður Ingólfsson