Austurglugginn


Austurglugginn - 08.03.2007, Page 13

Austurglugginn - 08.03.2007, Page 13
Fimmtudagur 8. mars AUSTUR • GLUGGINN 13 Úthlutun í Spánaríbúð lokið I síðustu viku var Spánaríbúð þeirri sem AFL hefur til afnota fyrir félagsmenn sína í samvinnu við Vökul Stéttarfélag, úthlutað. Talsverð eftirspurn var eftir íbúð- inni og var öllum orlofstímabilum sem til ráðstöfunar voru, úthlutað. Sumarúthlutun í orlofshús félags- ins verður auglýst fljótlega og hefur húsum verið íjölgað. Þá verður það nýmæli í starfssemi orlofssjóðs í sumar að samið hefur verið við Eddu hótelin og verða gistiávísanir seldar á skrif- stofum félagsins á verulega nið- ursettu verði. Þá verða einnig sér- stök kjör fyrir félagsmenn AFLs í Danmerkurflug Ferðaskrifstofu Austurlands og með ferjunni frá Seyðisfírði. SigAð Söngtónleikar á Reyðarfirði Sópransöngkonan Elísabet Arsso- Cwalinska og söngnemendur hennar frá Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfírði halda söngtónleika í Grunnskóla Reyðafjarðar á laug- ardag. Yfirskrifttónleikanna, sem hefjast klukkan 16:00, er„Tónlist gleður hjörtu okkar“. Undirleik- ari er Daníel Arason. Gestum er boðið að koma og fá sér kaffisopa og hlýða á skemmtilega tónlist. Aðgangur er ókeypis. GG Ellefti Barkinn Söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, Barkinn, fer fram í ellefta sinn annað kvöld. Keppn- in fer frarn í Fjölnotahúsinu í Feliabæ og eru um tuttugu þátt- takendur skráðir til leiks. Húsið opnarklukkan 19:00. GG Söngkeppni NIVA Söngkeppni Nemendafélags Verkmenntaskóla Austurlands fer fram í kvöld klukkan 20.00 í Blúskjallaranum í Neskaupstað. Keppendur eru fimm talsins, en auk þeirra treður Tónlist- arhópur Verkmenntaskólans upp. Aðgangseyrir er 500 krónur. GG Austfirskar konur með 20% lægri laun en reykvískar Sigurjón Þórðarson, skrifar í umræðunni hefur launamunur kynjanna verið talsvert hávær og í u.þ.b. ársgamalli könnun fyr- irtækisins Gallup var óútskýrður launamunur kynjanna liðlega 14% konum í óhag. Minna hefur farið fyrir umræðu um þann mikla mun sem er á kjörum fólks eftir landshlutum. Sú umræða hefur verið hálfgert hvísl sem markast örugglega af því að stærstu og öflugustu fjölmiðlarnir eru staðsettir á höfuðborgarsvæð- inu. A Austurlandi voru heildarlaun kvenna á árinu 2005 liðlega tvær milljónir en laun kvenna á höf- uðborgarsvæðinu voru tæplega 2,5 milljónir króna fyrir sama ár. Þessi launamunur endurspeglar þá stjórnarstefnusemFramsóknar- og Sjálfstæðisflokkur hafa rekið gegn íbúum landsbyggðarinnar og gerir þá að annars flokks þegnum með lægri tekjur og lakari þjónustu. Skattbreytingar ríkisstjórnarinn- ar hafa líka komið hart niður á austfirskum konum sem fá í launa- umslagið meðallaun sem greidd eru á svæðinu. Ef við gerum ráð fyrir því að með- allaun austfirskra kvenna séu nú um 194 þúsund krónur á mánuði er forvitnilegt að reikna út hvað með- altalskonan á Austurlandi hefur farið illa út úr þeim breytingum sem Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokkur hafa gert á skattkerfmu á kjörtímabilinu. Þeir lækkuðu skattprósentuna í stað þess að hækka skattleysismörk eins og Frjálslyndi flokkurinn lagði til og það hefur ekki kunnað góðri lukku að stýra. Ef sú upphæð sem varið hefur verið til sérstakrar lækkunar skatta - sem hefur gagnast best hátekjufólki - hefði verið notuð í að hækka skattleysismörk væri meðalkonan á Austfjörðum með 150 þúsund krónum hærri upphæð árlega í beinhörðum peningum beint í vasann. Það er engin spurning að skatta- stefna núverandi stjórnarflokka er alls ekki sniðin að venjulegu launafólki og ef fólki er annt um budduna sína er affarasælast að greiða Frjálslynda flokknum at- kvæði sitt. Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins Þorrablótsnefnd kemur færandi hendi Þorrablótsnefnd Norðfjarð- arhrepps hins forna kom á dögunum færandi hendi til, Fjórðungssjúkrahússins og Björg- unarsveitarinnar Gerpis, á Norð- firði. Gjafirnar eru til komnar vegna samsafns hagnaðar nokk- urra ára af þorrablótum í sveitinni, mest þó þriggja til ljögurra síðustu ára en þorrablót Norðfjarðarsveitar hefur verið haldið óslitið frá árinu 1928. Steinunn Steinþórsdóttir og Guðröður Hákonarson fulltrúar þorrablótsnefndarinnar afhentu Fjórðungssj úkrahúsinu fj órarvegg- festingar, fjögur sjónvarpstæki og fjóra DVD spilara til afnota fyrir sjúklingana, sem Valdimar Her- mannsson framkvæmdastjóri, Björn Magnússon yfirlæknir og Guðröður Hékonarson og Steinunn Steinþórsdóttir afhenda Sveini Odds- syni gjaldkera Björgúnarsveitarinnar Gerpis 100 þúsund króna peningagjöf. Mynd: SigAð Sigrún Guðjónsdóttir deildarstjóri tóku við. Þau afhentu einnig Björgunarsveitinni Gerpi 100 þúsund krónur að gjöf. SigAð Varamönnum skipt inn á Tveir Austfirðingar, þau Svan- hvít Aradóttir úr Neskaupstað og Olafur Níels Eiríksson frá Fáskrúðsfirði, tóku sæti sem vara- menn á Alþingi í seinustu viku. Svanhvít kom inn í stað Valgerðar Sverrisdóttur og Ólafur Níels í stað Birkis Jóns Jónssonar. Bæði tóku til máls á þingi, Svanhvít ræddi um byggðaáætlun og efl- ingu byggðakjama. Ólafur lagði fram þrjár þingsályktunartillögur; um heildarútboð á jarðgöngum í Norðausturkjördæmi, flutning starfsemi Fiskistofu út á land og um samsetningu afla vinnsluskipa úr uppsjávarskipum. GG HAUST hefur ekki vottað starfsmannabúðir Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerir athugasemdir við frétta- umfjöllun um hugsanlega sölu starfsmannabúða og fleiri húsa í eigu Impregilo á framkvæmda- svæði Kárahnjúkavirkjunar. Gerðar eru athugasemdir við að húsnæðið hefur ekki fengið úttekt byggingarfulltrúa og upp- fyllir ekki skilyrði hollustuhátta- reglugerðar um gististaði. GG Afmælishátíð Seyðisfjarðarskóla I næstu viku verður haldið upp á aldarafmæli skólahússins að Suð- urgötu 4, Seyðisfirði með ýmsum hætti. I skólanum verða sýningar á margvíslegum verkum nemenda og uppákomur klukkan 10:00 og 11:30 alla daga vikunnar. í stofu 3 verða sýningar á gömlu náms- efni, verkefnum og munum sem tengjast sögu skólans. Gestum verður boðið í þrautaleik um skólann. Dregið verður úr réttum lausnum og verðlaun veitt í afmæliskaffinu. Hápunktur hátíðahaldanna verður á miðvikudag, en þá verður afmæliskaffi fyrir alla bæjarbúa milli klukkan 15:30 og 17:30. Um kvöldið verður skólahátíð skólans. GG

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.