Austurglugginn - 08.03.2007, Page 15
Fimmtudagur 8. mars
AUSTUR • GLUGGINN 15
Þróttarstúlkur nær öruggar í úrslit
Seinasta umferð Austurlandsriðils
2. deildar kvenna í blaki var leikinn
á Fáskrúðsfirði um helgina. Upp-
haflega átti að spila á Homafírði en
þangað var ófært og spilamennskan
því færð á Fáskrúösíjörð. en eins
og gefur að skilja komust Sindra-
stúlkur ekki þangað. Þegar blaðið
fór í prent var ekki ljóst hvað yrði
um þeirra leiki. Lið Þróttar sem
vann alla sína leiki og og tryggði sér
þar með nánast sæti í úrslitakeppni
2. deildar þar sem liðið vann tvær
umferðir riðilsins af þremur.
Sigurlið Þróttar: Aftari röð frá vinstri: Unnur Ása (þjálfari, Sæunn, Jóhanna, Elsa.
Fremri röð frá vinstri: Laufey, Júliana, Hjálmdis, Sóiveig (fyrirliði).
Úrslitin urðu sem hér segir:
Þróttur - Leiknir 3-0
Höttur - Huginn 3-0
Leiknir - Höttur 0-3
Huginn - Þróttur 0-3
Leiknir - Huginn 0-3
Þróttur - Höttur 3-0
Lokastaðan: 1. Þróttur 3 0 0 9-0 9
2. Höttur 2 0 1 6-3 6
3. Huginn 1 0 2 3-6 3
4. Leiknir 0 0 3 0-9 0
GG
Handbolti
Átta marka ósigur í hörðum leik
Höttur tapaði um helgina iyrir
Selfossi, I7-25 í 1. deild karla í
handknattleik. Jafnræði var með
liðunum í byrjun og jafnt á flestum
tölum. Undir lok hálfleiksins sóttu
gestirnir þó í sig veðrið og náðu
tveggja marka forskoti, 9-11. Hatt-
armenn virtust ekki komast út úr
búningsklefunum í síðari hálfleik
því Selfyssingar náðu að skora
fjögur mörk f viðbót og breyta
Þróttur
gegn Þrótti
Blaklið Þróttar leikur tvo leiki
gegn nafna sínum úr Reykjavík
í Neskaupstað um helgina. Fyrri
leikurinn fer fram annað kvöld
klukkan 20.00 en sá seinni verður
á laugardag klukkan 14.00.
Þá verður keppt í íslandsmeist-
aramótinu í Snjókrossi á Mývatni
um helgina.
GG
Unnu ÍH
Sameiginlegt lið Hugins,
Hattar, Sindra og Snartar spil-
aði í seinustu viku æfíngaleik
gegn ÍH úr Hafnarfirði, en liðið
fylgdi Hetti upp úr 3. deildinni
í sumar. Leikurinn endaði 3-2
fyrir Austfjarðarliðinu en mörk
þess skoruðu Friðjón Gunn-
laugsson, ívar Karl Hafliðason
og Sveinbjöm Jónasson.
GG
Heimir
ökklabrotinn
Heiniir Pétursson, bakvörður
Hattar, verður frá næstu vikurn-
ar eftir að hafa ökklabrotnað í
leik gegn Selfossi. Á vef Hattar
kemur fram að brotið verði
um ntánuð að gróa en Heimir
þurfí ekki að fara í gifs þar sem
honum liafí tekist að ganga með
meiðslin.
GG
stöðunni í 9-14 áður en heimamenn
fóru að svara fyrir sig. Þann mun
náðu þeir aldrei að brúa, þrátt fyrir
hetjulega tilburði markvarðarins
Stefáns Guðnasonar sem í leikslok
hafði varið 23 skot.
Bæði lið virtust leggja áherslu á
harðan vamarleik, sem í daglegu
tali myndi verða lýst sem baráttu
en líktist frekar slagsmálum. Menn
vom togandi í peysur andstæðinga
sinna, hrindandi, ýtandi og klemm-
andi. Svo mikla áherslu virtust
menn leggja á að verða ekki undir
í baráttunni að þeir virtust hreinlega
gleyma að spila handbolta. Dómarar
leiksins voru að vonum iðnir við að
vísa leikmönnum beggja liða út af,
en það virtist lítil áhrif hafa.
Markahæstir í liði Hattar voru
Oðinn Stefánsson, sem skoraði
átta mörk, þar af fjögur úr vítum
og Stefán Andri Stefánsson sem
skoraði fímm mörk. Pétur Gíslason,
þjálfari Hattar, segir varnarleikinn
hafa gengið upp eins og fyrir var
lagt en sóknarleikurinn brugðist
algjörlega. „Til marks um það, þá
gerðum við aðeins 1 marki fleira
Körfubolti
„Erfitt að kveikja í mönnum
sem hafa tapað níu leikjum í röð“
Vonir Hattar um að komast í
úrslitakeppni 1. deildar karla í
körfuknattleik urðu að engu um
seinustu helgi þegar liðið tapaði
fyrir Ármann/Þrótti 93-91. Höttur
hafði átta stiga forystu þegar
þrjár mínútur voru til leiksloka en
heimamenn tóku þá að raða niður
körfunum og unnu að lokum með
tveggja stiga mun. Viðar Örn Haf-
steinsson, sem spilaði nefbrotinn,
var atkvæðamestur leikmanna
Hattar, en flest stigin voru skoruð
úr þriggja stiga körfum.
„Þarna er kominn einhver baklás,
menn eru vanir þessari stöðu en
ekki tilbúnir að breyta henni,“
sagði Loftur Þór Einarsson,
þjálfari Hattar, í samtali við Aust-
urgluggann. „Menn eru bara hættir.
Það er erfítt að kveikja í mönnum
sem hafa tapað níu leikjum í röð
og það er ekki lengur til neins að
vinna. Liðin skiptust á að skora og
það var lítið um varnarleik."
Liðið leikur um helgina tvo leiki
á höfuðborgarsvæðinu, gegn Val
annað kvöld og gegn Breiðabliki á
laugardag.
„Við komum saman á mánudags-
kvöld og ákváðum að reyna að
klára mótið með reisn og vinna
leikina tvo sem eftir eru,“ sagði
Loftur.
Liðið leikur væntanlega án pólska
miðherjans Milosz Krajweski, sem
er á heimleið.
Nr. Félag L U T Stig
1. Þór Ak. 12 12 0 24
2. Breiðablik 12 8 4 16
3. Valur 11 7 4 14
4. FSu 12 6 6 12
5. Stjarnan 12 6 6 12
6. KFÍ 12 4 8 8
7. Höttur 11 2 9 4
8. Árm/Þrótt 12 2 10 4
GG
Stefán Andri Stefánsson skoraði fimm mörk fyrir Hött. Mynd: GG
í leiknum öllum heldur en í fyrri
hálfleik í síðasta leik gegn Gróttu.
Ég vildi ég gæti svarað því hvað
fór úrskeiðis þar, en menn fóru bara
alls ekki eftir því sem lagt var upp
með fyrir leik.
I stað þess að vinna saman sem lið,
þá vorum menn að reyna hver í sínu
homi og má segja að lykilmenn
hafi brugðist algjörlega í sókninni
í þessum leik. Þá fengum við enga
hjálp frá dómurum leiksins sem
ráku okkur 8 sinnum útaf í leiknum,
oft fyrir ansi litlar sakir.“
Um helgina tekur4. flokkur Hattar á
móti jafnöldum sínum frá Selfossi.
Liðin mætast á laugardag og sunnu-
dag og verður leikurinn á laugardag
líklega spilaðurá Seyðisfírði, en það
yrði þá fyrsti leikurinn á íslandsmóti
innanhúss í handbolta sem leikin er
annars staðar á Austurlandi en á
Egilsstöðum. GG