Vísbending


Vísbending - 01.06.2017, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.06.2017, Blaðsíða 2
VíSBENDING misræmi milli tekna og kostnaðar en hafa verður í huga að slíkar varnir geta verið kostnaðarsamar. Icelandair hefur hingað til unnið út frá því að verja allt að 60% af misræmi sínu. Jákvæð áhrif koma fram með alveg öfugum hætti, þegar fyrirtæki eru með tekjur í krónum en kostnað í erlendum gjaldmiðlum. Þetta á við um fyrirtæki sem þurfa að kaupa vörur eða þjónustu erlendis frá en meirihluti sölu fer fram hér á landi. Við styrkingu krónunnar verða vörur eða þjónusta keypt erlendis frá ódýrari í krónum talið en tekjurnar þær sömu, að öðru óbreyttu. Hjá þessum fyr- irtækjum eykst því framlegð og arðsemi við styrkingu krónu eða gefur fyrirtækjum tækifæri á að lækka verð til viðskiptavina og vonast þannig eftir aukningu í sölu. Dæmi um fyrirtæki sem verða fyrir já- kvæðum áhrifum af styrkingu krónu eru t.d Hagar og N1 en þau kaupa mikið af vörum erlendis frá á meðan salan er öll í íslenskum krónum. Gengi innlendra hlutabréfa er skráð í krónum, hvort sem þau eru í alþjóð- legri starfsemi og með meirihluta tekna í erlendum gjaldmiðlum eins og Marel, Icelandair og Össur eða hrein innlend fyrirtæki. Þannig verða fyrirtækin, sem eru með sjóðstreymi sitt að mestu leyti í erlendum gjaldmiðlum, fyrir óbeinum áhrifum af styrkingu krónu þar sem virði þeirra lækkar í íslenskum krónum. Fjárfestingar erlendra aðila Annar stór áhrifaþáttur hafa verið fjár- festingar erlendra aðila í innlendum hluta- bréfum. Ólíkt ástandinu fyrir hrun, þegar erlendir fjárfestar voru nær eingöngu í vaxtamunaviðskiptum á íslenska vexti, ; hefur verið töluverður áhugi á innlendum ; hlutabréfum. Fyrst varð vart við þennan ; áhuga í lok sumars 2015 og var það sam- ; hliða kaupum erlendra fjárfesta á íslensk- j um ríkisskuldabréfum. Svo virðist sem erlendir fjárfestar hafi haft trú á íslenska \ hagkerfmu þar sem hlutabréfakaup eru í i eðli sínu langtímafjárfesting. I kjölfar til- I kynningar íslensku ríkisstjórnarinnar um ; afnám hafta sumarið 2016 og upptöku j bindiskyldu á fjárfestingar erlendra aðila í ; ríkisskuldabréfum í kjölfarið færðist áhugi erlendra fjárfesta nær eingöngu yfir í inn- lend hlutabréf. A þessu ári hefur orðið vart við mikla aukningu í kaupum þessara aðila á innlendum hlutabréfum, sér í lagi í kjölfar afnáms hafta. Samkvæmt tölum frá Seðlabanka íslands og hluthafalistum hafa fjárfestingar erlendra aðila í skráðum hlutabréfum numið hátt í 40 milljörðum Mynd 2 Markaðsvirði og velta á hlutabréfavísitölu GAMMA i i Mynd 3 Gengi krónu frá byrjun árs 2016 Breyting á gengisvísitölu í % -26% Mynd 4 Þróun gengis hlutabréfa Icelandair og gengisvísitölu 2 VÍSBENDING • 20. TBI. 2017

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.