Bergmál

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Bergmál - 01.02.1939, Qupperneq 1

Bergmál - 01.02.1939, Qupperneq 1
9 1, tbl. Vestmannaeyjum - í febrúar 1939 1. árg. A V A R P. Þetta blað, sem hér birtist al- menningi fyrsta sinni, hafa tveir æskumenn hér í bæ ákveðið að gefa út og veita forystu. ^Mun -slíkt mega teljast sérstæð nýung í sögu íslenzk- rar blaðamennsku. "Bergmál1' verður fyrst og fremst boðberi æskunnar í Vestmannaeyjum, - þeirrar æskut sem eftir nokkur ár verður hin raðandi kynslóð. Bfni blaðsins mun fjalla um ýmis menning- armál, ásamt hinu og öðru til skemmt- unar og fróðleiks. Mun einkum verða lögð áherzla á að viðhorf sem flest- ra æskumanna og kvenna komi^í^ljós. Æskan hér x Vestmannaeyjum á óefað mörg og merk áhugamál, sem eiga er- indi til almennings. Hlutverk "Berg- máls" er að verða tengiþráður milli æskunnar og almennings a sem víðtæk- astan hátt. Þess skal sérstakle^a getið, að viðhorf bau, sem Bergmal" mun flytja, verða hafin yfir flokkadeilur og pólitískan skoðanamismun. Afstaða okkar, sem að blaðinu stöndum, er sú, að nóg sé til fyrir af blöðum, sem starfa á slíkum vettvangi. Megi 'Bergmáli" ^takast að vekja nýjan ahuga, og nýjan, andlegan starfsþrótt til hags fyrir land og lýð, er tilgangi þess náð. Útgefendur. 'Ef æskan vill rétta þér Örfandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi". (Þ. Erl.) ÓMA STILLTIR STRENGIR. óma stilltir strengir. Stjörnur vorsins ljóma. Geymir hjarta og hugur helga leyndardóma. .Sveipazt sunarlöndin sólar skærum bjarma. Sigra ég með söngvum sálar minnar harma. Sit\or vor að völdum; vaka þrár í hjarta. Sön^var mínir svífa í solarskinið bjarta. Helgi Sæmundsson. —o— BÓKALESTUR Æ S K U N H A R. óefað má telga söguöldina eitt allra viðburðarikasta tímabil ís- lenzku þjóðarinnar. Einkum þó hvað menntun og andlegum þroska viðvíkur. Þá tóku landsmenn að notfæra sér hina dásamlegu uppfyndingu mannsand- ans; ritlistina. Klaustur voru sett á stofn víðsvegar^um landið, en ^au komu síðan upp skólum hvert í sínu lagi, svo til þeirra má rekja menn- ingarsö^u landsmanna, Einstakir menn tókust a hendur að skrifa frásagnir frá fyrri tímum o^ æfiágrip merkra manna, sem hafa siðan skipað þjóð- inni frægðarsess í bókmenntum heims- ins. - Það eru bækurnar, sem íslenzk æska hefir átt greiðastan aðgang að og jafnvel eingöngu framan af. - Þær voru til á hverju heimili hinna dreif- ðu^byggða. Það voru rit, sem gáfu ljósa hugmynd um byggingu landsins

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.