Kosningablað Alþýðulistans - 30.01.1938, Síða 1

Kosningablað Alþýðulistans - 30.01.1938, Síða 1
KOSNINGABLAÐ Alþýðulistans Sig’uíirdi, 30. janúar 1938. Baráttusætin. Við hverjar kosningar eru alltaf talin áhöld um hversu mörg sæti hver listi fær og veltur á því hver meirihluta-aðstöðu fær að afstöðn- um kosningum. Þessi sæti eru kölluð baráttusæti og er í þau sæti valið með sérstöku tilliti til persónulegra hæfileika, vinsælda og almennrar félagsstarfsemi. í þetta skifti er um að ræða 3 baráttusæti, en þau skipa: Af A-lista Jón Jóhannsson Af B-lista Sig. Tómasson Af C-Iista Jðn Gíslason Vitanlega verður siglfirsk alþýða ekki i neinum vafa um það hvern þessara manna hún á að styðja og henni ber að styðja, en það er Jón Jóhannsson, formaður Verka- mannaféiagsins »Þróttur«. Þó að Jón Jóhannsson sé ungur maður liggja þegar eftir hann fjöldi starfa í þágu siglfirskra verkmanna og alþýðu allrar. Jón Jóhannsson er, eins og Otto Jörgensen komst að orði, farsæll foringi og gæfusamur. Gæfa hans og farsæld liggur í því að hafa verið fremsti forgöngu- maður í því að sameina siglfirska alþýðu á ný í baráttunni fyrir bættum lífskjörum, enda nýtur hann óskoraðs trausts verkamann- anna í »Þrótti«, sem í einu hljóði kusu hann hann formann sinn fyrir næsta ár, vegna þess að þeir töldu sig þurfa trausta og örugga for- ystu í þeirri baráttu, sem fyrir höndum er. — En vegna réynslu kusu þeir til þess Jón Jóhanns- son. Sig. Tómasson er að mestu óráð- in gáta, að vísu nokkuð vinsæll, og virðist persónulega hafa vilja til vinstri samvinnu. En þeir sem þekkja Sigurð vita það, að hann muni bresta kjark til þess ef á reynir, að standa í andófi gegn íhaldsöflum Framsóknar hér á Siglu- firði, undir forystu Þormóðs Eyj- ólfssonar, enda fullyrt að hann eigi að vera nokkurs konar skrautfjöð- ur til þess að fleyta inn Hannesi Jónassyni, sem á sinum tima varð að hverfa úr bæjarstjórn Siglu- fjarðar áður en kjörtímabili hans var lokið. Þriðji maður i baráttusæti er Jón Gíslason, sem er 3. maður áC-list- anum. Jón Gíslason hefir vaxið upp úr stétt sinni. Frá því að vera alþýðumaður og halda áfram að styðja sína stétt, hefir hann geng- ið á mála hjá íhaldi og afturhaldi bæjarins. Þeim manni, sem svikið hefir sína stétt, getur alþýðan al- drei treyst. Alþýðan verður að krefjast þess að hver maður af hennar stétt, þó hann fái aðstöðu til aukinnar menntunar og þar með nýtt vopn til sóknar fyrir betri kjörum, haldi áfram að berjast fyrir bætt- um kjörum sinnar eigin stéttar, en gangi ekki á mála hjá andstæð- ingum hennar og fjendum, íslensku íhaldi. Þetta vérður siglfirsk alþýða að muna við kjörborðið í dag og þessvegna getur enginn alþýðu- maður léð Jóni Gíslasyni atkv. sitt. Um þessa 3 menn er að velja: Jón Gíslason, Sig. Tómasson eða Jón Jóhannsson. Siglfirskiv verkamenn og konur verða ekki í neinum vafa um það hvern þessara þriggja manna þau eiga að velja. Félagar Jóns úr »Þrótti« hafa strengt þess heit, að senda hann hann inn sem 5. mann af A-list- anum og þar með skapa verka- mannameirihluta í bæjarstjórn næstu 4 ár. Verkamenn og félagar í »Þrötti« segja ekki meira en þeir standa við. Kjörorð þeirra er: Jón Jóhanns- son í bœjarstjórn. Verkalýdsmeiri- hluta i bæjarstjórn. Alþýðuflokksmenn og konur! Munið að með kosningu Jóns Jóhannssonar fær Alþi'jöuflokkurinn 3 menn í bæjarstjórn Siglufjarðar. ÖS! eift íyrir sigri A-iistans. Erlendur Þorsteinsson. Ó h a m i n g j u B-listans verður aSIt að vopni* Á Framsóknarfundinum 27. þ. m. lýsti Þormóður Eyjólfsson því yfir að Erlendur Þorsteinsson hefði með ofríki hindrað það, að kvikmynd er KEA og KRON eiga af jöfnu Verkamannameirihluta í bæjar- LAlhlStíuKÁSAFN 227277 stjórn. Kjósum öll

x

Kosningablað Alþýðulistans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablað Alþýðulistans
https://timarit.is/publication/1712

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.