Fréttamolinn : óháð fréttablað - 29.01.1985, Qupperneq 2

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 29.01.1985, Qupperneq 2
Fréttamolinn Óháð fréttablað Útgefandi: Fréttamolinn, Þorlákshöfn Ritstjórn: Dagbjartur R. Sveinsson: Bridge símar 99-3987 & 99-3617 Tölvusetning, filmugerð og prentun: Eyjaprent hf. Ýtt úr vör Með þessu fyrsta eintaki Fréttamolans hefst til- raun til að hleypa af stað reglulegri útgáfu frétt- ablaðs hér í bæ, en það hefur verið reynt áður af öðrum aðilum með misjöfnum árangri. Ekki hafa aðstandendur F.M. mikla reynslu í blaðaútgáfu og vonandi tekur þú lesandi góður tillit til þess í byrjun, en blað þetta munum við reyna að vinna eftir bestu getu. Stefnt er að því að flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Óumdeilanlega hlýtur að teljast nauðsynfyrir stað á stærð við Þorlákshöfn að eiga sitt eigið fréttablað þar sem lesendur geta fylgst með því helsta í bæjarlífinu, málefnum staðarins og næsta nágrennis. Lesendum skal bent á að F.M. er blað okkar allra og öllnm opið. Viljum við því hvetja alla þá er telja sig hafa eitthvað til að koma á framfæri, svo sem athugasemdum, fyrirspurnum eða einhverju frétt- næmu, að hafa samband. Útgáfa F.M. er eingöngu fjármögnuð með auglýs- ingum og treystum við á áframhaldandi áhuga auglýsenda, en þeir hafa tekið okkur með afbrigðum vel. F.M. er gefinn út í 2000 eintökum og dreift ókeypis í Þorlákshöfn/Ölfus, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hellu, Hvolsvelli, Vík og víðar. Stefnt er að því að F.M. komi út annan hvern fimmtudag. Að lokum viljum við þakka þeim sem stutt hafa okkur í efnisöflun, svo og öllum þeim sem gert hafa það í öðru formi. Kveðjur Hjörleifur og Einar. ------i RAFVÖR SF ÞORLÁKSHOFN Raflagna- og raftœkjaverkstœði Sími 99-3993 — Box 33 Veitum alhliða raflagna og viðgerðarþjónustu. Höfum til sölu Candy-þvottavélar, perur, lampa, kastara og fleira. Rafvör s.f. Selvogsbraut 4 Bridgefélag Þorlákshafnar var formlega stofnað 13 - 2 ’83. og voru stofnfélagar um 30 talsins. Formaður var kosinn Stefán Garðarsson og með- stjórnendur Ragnar Óskars- son, Hannes Gunnarsson, Þor- valdur Eiríksson og Dagbjart- ur R. Sveinsson. Félagið hefur verið mjög virkt frá upphafi. Spilað hefur verið á sunnudagskvöldum frá byrjun september og út maí en hlé yfir sumarmánuð- ina. Síðastliðið haust var byrjað 16-9 ’84 með einskvölda tvímenningi og urðu þessi þrjú pör efst af sjö pörum. 1. Hannes - Ragnar . 99 stig 2. Grímur - Örn .... 97 stig 3. Einar - Þráinn . . . 94 stig Síðan var aftur einskvölda tvímenningur 23-9 ’84 og mættu þá 11 pör til leiks. Meðalstala var 165 stig. Efstir urðu: 1. Sigfús - Vilhj. .. 195 stig 2. Kristján - Georg . 192 stig 3. Ragnar - Hannes . 174stig Firmakeppnin er haldin ár- lega til fjáröflunar og var að þessu sinni 30 - 9 ’84. Var spilaður tvímenningur. í fyrsta sæti varð Mát h.f. spilarar Ragnar og Hannes og fengu þeir 187 stig. í öðru sæti varð Meitillinn h.f. spilarar Brynj- ólfur og Steini með 185 stig. Og í þriðja sæti Landsbanki íslands spilarar Sigfús og Vil- hjálmur með 182 stig. Hausttvímenningur var spil- aður næstu 3 sunnudaga. Þrjú efstu pör voru. 1. Leif - Brynjólfur 2. Ragnar - Hannes 3. Hólmar - Bjarnþór Hraðsveitakeppni félagsins byrjaði 28 -10 ’84.1 fyrsta sæti varð sveit Stefáns Garðarsson- ar (Stefán, Valdi,Leif og Brynjólfur). í öðru sæti sveit Gríms Magnússonar (Grímur, Örn, Nói og Sigmar). Og í þriðja sæti sveit Ragnars Ósk- arssonar (Ragnar, Hannes, Einar og Þráinn). Jólatvímenningur félagsins var dagana 9 og 16 des. ’84. Þar voru efstu pör: Hrafn - Rúnar .... 238 stig 2. Ragnar - Hannes . 233 stig 3. Gísli - Sigmar .. 228 stig Helgin 15 - 16 des. var ansi viðburðarrík hjá félaginu því laugardaginn 15 var haldin aðalfundur í Kiwanishúsinu, með borðhaldi,á eftir var kos- in ný stjórn sem er þannig skipuð: Sævar Guðjónsson formaður, Þorvaldur Eiríks- son, Ragnar Óskarsson, Örn Friðgeirsson og Guðmundur Óskarsson meðstjórnendur. Eftir aðalfund var borðhald og komu þá makar og snæddu öndvegis mat sem nýbakaður formaður bar fram. Til gamans má geta þess að á hverju borði var glas til þess að taka við 10 kr. frá hverjum þeim sem minntist á bridge. Voru eigin- konurnar mjög duglegar að rétta mönnum glasið ef þeir gleymdu sér. Sennilega var þetta drýgsta fjáröflun félags- ins á síðasta ári. Starfið hófst á nýja árinu af krafti með einmenningskeppni 13-1 ’85 sem var vel sótt. Komu mörg ný andlit og var fjöldinn það mikill að spila varð í tveimur riðlum. Úrslit urðu: A-riðill. 1. Páll Þórðarson . . 105 stig. 2. Jón Eiríksson . . 103 stig. 3. Jón Árnason .... 98 stig B-riðill 1. Sigmar Björnss. . 120 stig 2. Bjarnþór Eiríkss . 107 stig , 3. HólmarGunnarss. . 99 stig Sunnudaginn 20-1 ’85 var haldinn einskvölda tví- menningur og var fjölmennt þá eins og í einmennings- keppninni. Efstu pör voru: 1. Ragnar - Hannes . 266 stig 2. Sigfús - Vilhj. .. 260stig 3. Hólmar - Bjarnþ . 250 stig Eins og að framan segir hefur aðsókn verið mjög góð eftir áramót. Vonandi fjölgar enn því mikið er af áhugafólki sem ekki hefur komið enn. Viljum við hvetja fólk til að koma og sjá hvað er um að vera því fylgir engin kvöð og sáralítil áreynsla. Sunnudaginn 3. febrúar hefst 5 kvölda tvímenningur og eftir það aðalsveitakeppni. DALLI Frá Egilsbúð Starfsemin 1984 Eins og undanfarin ár ’ ar safnið opið 18 tíma á viku allt árið, nema í sumarfríi starf- sfólksins. Á árinu voru keyptar rúm- lega 200 bækur, en safnaukinn varð mikið meiri vegna góðra gjafa, sem því bárust. Hjónin Sigurlaug Guðm- undsdóttir og Þorsteinn Sig- valdason færðu því 60 árganga tímarit og þau Jórunn Valdi- marsdóttir og Páll Þórðarson gáfu því tímaritasafn sitt. Hve stór sú gjöf er vitum við í rauninni ekki ennþá, en búið er ganga frá um 1200 árgöng- um sem er aðeins hluti gjafar- innar. Bókareign var í árslok um 4400 bindi, en útlánin á árinu urðu 8755 eða sem svara því að allt safnið hafi verið tvílán- að. í mars sl. veiddist Sædjöfull á Sæunni Sæmundsdóttur og var hann gefinn safninu, en Glettingur h.f. greiddi kostn- aðinn við að setja hann upp. Fiskur þessi er mjög sérk- ennilegur og afar fágætur. Eiríkur Einarsson frá Þór- oddsstöðum í Ölfusi gaf okkur skeljasafn sitt, sem er um 230 tegundir greindra og merktra skelja og kuðunga. Þá gáfu þau hjónin Jórunn og Páll safninu náttúrugripa- safn sitt, en sökum húsnæðis- leysis er enn ekki hægt að taka á móti nema örlitlum hluta þess. Þau gáfu og nokkrar trérist- ur eftir Pál. Á árinu 1983 voru 850 ár frá fæðingu heilags Þorláks, sem staðurinn hér er kenndur við. Af því tilefni setti safnið upp sýningu honum helgaða. Sýning þessi var hér á safn- inu í desember ’83 og janúar ’84 en var síðan Iánuð um tíma bæði að Skálhotlti og Landa- koti. Frá 17. til 25. nóvember hélt Katrín H. Ágústsdóttir sýn- ingu á vatnslitamyndum. Ekki var tekin leiga fyrir að sýna myndirnar, en listakonan gaf safninu eina þeirra. Hinn 7. og 8. desember gekkst Samband íslenskra sveitarfélaga og Bókavarða- félag íslands fyrir námskeiði fyrir bókaverði lítilla safna. Námskeiðið var haldið á Selfossi, en hluti þess hér í safninu. G.M. B^^ngdvöruverslun Hverogerdis Mikið úrval af hverskonar byggingavörum. Einnig ódýr vinnufatnaður. Regnfatnaður frá MAX. Gúmmístígvél. Prjónagarn. Hespulopi. Komið að sjá Alltaf eitthvað nýtt að fá. BVH Austurmörk 4 Hveragerði S: 4600

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.