Fréttamolinn : óháð fréttablað - 29.01.1985, Blaðsíða 6
[
FM Frétta. olin
Stefán Gardarsson:
SVEITARSTJ ÓRNARMÁL
Stefán Garðarsson, sveitarstjóri
Ölfushrepps.
Ritstjóri við þetta ágæta
blað hefur farið þess á leit við
mig að ég skrifi nokkrar línur í
blaðið um sveitarstjórnarmál.
Niðurstöður fjárhagsáætl-
unar 1984 urðu kr: 33. milljón-
ir. Til eignabreytinga var áætl-
að að verja 12. milljónum
króna. Fjárhagsáætlun þessi
virðist hafa staðist all vel i
öllum megin atriðum. Flelstu
framkvæmdir á árinu voru,
bygging grunnskóla, gang-
stéttargerð, holræsagerð við
Hafnarskeið, skólplagnir í
Básahrauni og Norður-
byggð, lagning vegar í Árbæ-
jarhverfi svo og aðrar fram-
kvæmdir. Hreppsnefnd ákvað
að bjóða út framkvæmdir við
Grunnskólann. Þrjú tilboð
bárust og var lægsta tilboði
tekið sem var frá Stólpa h.f.
frá Selfossi sem hljóðaði upp
á rúmlega 4,2 milljónir. Tilboð
þetta var 600.000 krónum
lægra en næsta tilboð sem var
frá byggingarfélaginu Stoð s.f.
Þorlákshöfn. Bygging hússins
hófst í júní og lauk að mestu
um áramót. Það sem var gert í
þessum áfanga var að 180
ferm. voru fullgerðir en fjöl-
nýtisalur að stærð 400 ferm.
gerður fokheldur. Nú um ára-
mót hófst kennsla í fullgerða
hlutanum og hefur aðstaða
kennara og nemenda stórlega
batnað þó að mikið vanti á að
hún sé fullnægjandi.
Heildar byggingarkostnaður
við þennan verkhluta er um
7,5 milljónir þó skal tekið
fram að fullnaðar uppgjör hef-
ur ekki farið fram. Umsjónar-
maður verksins f.h. Ölfus-
hrepps var Sverrir Sigurjóns-
son byggingarfulltrúi og leysti
hann sitt verk vel af hendi eins
og honum var von og vísa.
Aðrar framkvæmdir gengu vel
og stóðust all vel áætlanir.
Innheimta gjalda gekk væg-
ast sagt mjög illa á árinu 1984,
þrátt fyrir að útsvarsálagning
hafi verið lækkuð úr 12,1% í
10,5% og verulegur afsláttur
var gefin á fasteignagjöldum.
Heildar innheimtuhlutfall var
um 67% sem er vægast sagt
hörmulegt. Þessi lélega inn-
heimta gerir það að verkum að
vaxtagjöld aukast verulega og
erfiðara verður að standa í
skilum með þær skuldbinding-
ar sem hreppurinn hefur tekið
á sig. Bókhaldsleg staða Ölfus-
hrepps er hins vegar all góð.
Má ætla að veltufjárhlutfall sé
1 á móti 3. Ég vil nota þetta
tækifæri og hvetja þá aðila
sem skulda Ölfushreppi gjöld
að gera full skil fyrir 10. febrú-
ar en þá verða þær skuldir sem
eru í vanskilum afhentar lög-
fræðingi til innheimtu.
Hreppsnefnd hefur nú gert
sína árlegu fjárhagsáætlun. í
fjárhagsáætlun fyrir árið 1985
er gert ráð fyrir sömu álagning-
arprósentu og á árinu á undan.
Fasteignagjöld hinsvegar og
aðrir tekjustofnar hækka um
25% á milli ára. Þá er gert ráð
fyrir að rekstrarútgjöld hækki
um 25 - 28%. Heildartekjur
eru áætlaðar kr. 43,8 milljónir
þar af eru U/A og F/A gjöld
um 81% af tekjum. Rekstrar-
útgjöld eru áætluð um 30 mill-
jónir 68,46%. Til eignabreyt-
inga frá rekstri eru því um 13,8
milljónir eða 31,54% af tekj-
um sem telja verður gott hlut-
fall miðað við önnur sveitarfé-
lög en dæmi eru til um
sveitarfélög sem hafa ekki
tekjur fyrir rekstrarútgjöld-
um.
Ekki hefur verið gengið frá
framkvæmdaáætlun fyrir árið
1985, en það er víst nægt pláss
fyrir þessa aura og má nefna
t.d. byggingu á íbúðum fyrir
aldraða, sem teljaverður mjög
aðkallandi verkefni.
Ekki getum við Þorláks-
hafnarbúar horft upp á þetta
fólk sem byggði þetta fallega
þorp upp, hrökklast í burtu.
Bygging Grunnskólans en þar
er enn langt í land, byggingu á
íþróttahúsi, heilsugæslu, fél-
agsheimili, gatnaframkvæmdir
og frárennslismál, en eins og
allir vita rennur næstum allt
skólp frá bænum í höfnina.
Hreppsnefnd mun á næstu
dögum taka ákvörðun um
framkvæmdir 1985.
Rekstur hitaveitu Þorláks-
hafnar hefur gengið vel á árinu
1984. Gjaldskrá veitunnarhef-
ur hækkað um 5% takið eftir
5% frá því í ágúst 1983. Búast
má við því að á næstu dögum
verði þó nokkur hækkun
vegna aukinnar verðbólgu.
Boruð var ný hola á árinu.
Framkvæmdir við það verk
Holræsagerð við Hafnarskeið
Nýbygging grunnskóla Þorlákshafnar
gengu ágætlega. Gefur holan
af sér um 40 sek/lítra af 106 C
heitu vatni. Trúlega verður
hola þessi tengd á árinu 1985.
Heildarkostnaður við þessa
framkvæmd var um 5,5-6
milljónir króna en endanlegt
uppgjör hefur ekki farið fram.
Ég læt hér staðar numið,
vonandi fæ ég aftur tækifæri til
að skrifa í þett ágæta blað og
tilefni til að svara spurningum
frá lesendum.
Lifið heil.
Stefán Garðarsson
Sveitarstjóri
Aflahæsti báturinn í Þorlákshöfn, Höfrungur III
Vetrarvertíð hér í Þorláks-
höfn fór fremur rólega af stað
upp úr áramótunum. Stærri
bátar byrjuðu á netum rétt
fyrir þrettándann. Smærri bát-
ar réru með línu og einstaka
bátar fóru á troll.
Aflabrögð hafa verið með
alversta móti allt fram undir
miðjan mánuðinn, þó hafa
línubátar fengið þokkalegan
afla. Heldur fór nú að glæðast
í netin upp úr miðjum mánuð-
inum, en 19. janúar lönduðu
ísleifur IV. 30.5 lestum og
Jóhann Gíslason 22,2 lestum
af ufsa. Eru menn vongóðir
um að seinni partur mánaðar-
ins verði skárri en sá fyrri.
Engar togaralandanir hafa
verið á árinu, þar sem bæði
Þorlákur og Jón Vídalín hafa
verið í klössun á Akureyri.
Afli trollbáta hefur verið mjög
lélegur.
Ekki hefur verið tíðarfari
um að kenna þó lítill afli berist
á land, því veður hafa verið
með albesta móti þó smá bræl-
uskot hafi komið dag og dag.
Aflahæstu bátar þann 20.
janúar voru:
1. Höfrungur III. 58,2 lestir.
2. ísleifur IV 51,9 lestir.
3. Jóhann Gíslason 37,6 lestir.
Framantaldir bátar eru allir á
netum.
Þ.G.S.
ÞVOTTAHÚSIÐ HVERAUN
| D YNSKÓGUM 5 HVERAGERÐI
-I
'VANDAÐAR VÉLAR
FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA
REYNIÐ VIÐSKIPTIN
Hef opið alla daga
frá kl. 2-6.
SIMA 99-4332.
TEKIÐ Á MÓTI ÞVOTTI
í VERSLUNINNI HILDI í ÞORLÁKSHÖFN