Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Blaðsíða 4
FM Fréttamol
inn
Fréttamolinn
Spj allað um sílfrið
Sigmar í Glettingi er ábyggi-
lega reynslumesti starfandi síld-
arverkandi á landinu í dag og
þegar blm. fór á stúfana að huga
að síldarspjalli þá var fráleitt
annað en að heimsækja Sigmar
fyrstan af öllum.
Hvenær byrjaðir þú að fást
við síldarverkun og hvað hefur
breyst á þessum tíma?
Eg byrjaði að fást við síld á
Raufarhöfn árið 1947 og það má
heita að ég hafi verið við þetta
eitthvað á hverju ári eftir það. Á
öllum þessum tíma hafa að sjálf-
sögðu orðið miklar breytingar í
síldarvinnslu, sumt til batnaðar
en annað ekki. Það var á þessum
árum að síldin gat borist að landi
með miklum krafti eins og nú,
en munurinn er kannski helst sá
að síldin var miklu jafnari á
þessum árum heldur en nú er.
Vinnslan í dag er orðin miklu
nákvæmari og krefst meiri um-
hugsunar nú heldur en áður var.
Þá var ekki fengist um þótt um
einhverja þornun væri að ræða í
síldinni og annað slíkt. Margir
vilja meina að um afturför sé að
ræða í síldarverkun, en ég er
þessum mönnum ekki sammála
að öllu leiti. Auðvitað krefst
síldarverkun meira eftirlits í
dag þar sem kaupendur gera
Sigmar í Glettingi.
meiri kröfur til vörunnar. Nú er
t.d. ekki notað nema lítið brot af
því saltmagni sem áður var notað
í hverja tunnu en það vegur
náttúrulega eitthvað á móti að
nú er farið að nota efni sem
heitir sorbat og rotvarnarefni að
vissu marki og lengir verulega
geymsluþol síldarinnar. í dag er
þrifnaður í kringum vinnsluna
orðinn miklu meiri og kemur
þaðm.a. til af aukinni vélarnotk-
un í vinnslunni, sem ég mæli
verulega með. Éggæti ekki hugs-
að mér að fara að starfa við stöð
þar sem er hausskorið og allt
unnið í höndunum eins og víða
er gert enn í dag, og þá er ég ekki
að vantreysta fólki til að gera
þetta sómasamlega, en þetta er
allt miklu léttara með þessu
vinnslufyrirkomulagi þar sem
síldin er flökuð og unnin á allan
hátt í vélum nema náttúrulega
rússasíldin sem er heilsöltuð.
Sigmar var spurður hvort hann
fengi ekki meiri svefntíma og
hvíld á síldarvertíðum nú heldur
en áður var?
„Ég veit nú ekki hvort ég á að
segja frá því og það eru margir
sem telja mig ljúga því, en ég
segi það alveg satt að á þessum
árum komst ég upp í heila viku
án þess að fara úr fötum, en
þreytan safnaðist fyrir og kom
síðan auðvitað fram eftirá.
Þarna var bara staðið uppi á
meðan einhver stúlka fékkst til
að salta og það var alveg sama
hvenær sólarhrings það var sem
síld barst að landi, þá var mann-
skapurinn ræstur út og söltun
hafin hvort sem var að nóttu eða
degi. Þetta hefur náttúrulega
gjörbreyst og nú er aldrei unnið
við þetta á næturnar, eða mesta
lagi til 10 eða 12 að kvöldi.
Þegar blm. smeygði sér inn í
vinnslusali Meitilsins var þar
unnið hröðum höndum við að
koma síldinni í frost, en talsverð-
ur afli beið þar vinnslu er blm.
bar að garði.
Snorri Snorrason yfírverk-
stjóri, hvað eru þið búnir að taka
á móti mikilli síld það sem af er?
Ætli við séum ekki búnir að
taka á móti u.þ.b. 300 tonnum
það sem af er. Við misstum
Sigmar Karlsson.
Söltunarstöðin Bjarg sf. hóf
starfsemi sína um s.l. áramót og
á því árs afmæli innan tíðar.
Framkvæmdastjóri Bjargs er
Sigmar Karlsson. Sigmar sagðist
vera mjög óánægður með þá
skömmtunartilhögun sem nú
tíðkaðist með síldarsöltun.
Hann taldi eðlilegast að setja
söltunarkvóta á bátana og þeir
gætu ráðið því hvenær og hvar
þeir létu salta sinn afla, en eins
og nú er þá er verið með heildar
söltunarkvóta á allar söltunar-
stöðvarnar og þá er þetta eilíft
kapphlaup um að ná sem fyrst í
síldina áður en söltun er stöðvuð
og þegar síldin liggur svona fyrir
austan eins og nú hefur verið þá
hrúgast hún eðlilega upp þar
sem styst er að fara með hana og
allir keppast við áður en þessi
náttúrulega af byrjuninni og
hljótum alltaf að gera það á
meðan verðlagningu er þannig
háttað að það sé ávinningur að
landa síldinni í salt frekar en í
frystingu, fyrr en langt er komið
með að salta upp í samninga og
þá er byrjað að dengja inn í
frystinguna, en hún annar bara
ekki nógu miklu til þess að hægt
sé að afgreiða það á skömmum
tíma. Ég hef alltaf sagt að það
þyrfi að koma á jöfnunarverði á
síldina þannig að hún bærist fyrr
og jafnar inn á allar stöðvarnar.
Hvernig hefur gengið að fá
starfsfólk í vinnsluna?
Það má segja að það hafi-
gengið nokkuð vel. Við höfum
brugðið á það ráð að flytja fólk
tilæ og frá vinnu hér á Árborgar-
svæðinu og má segja að það hafi
gengið nokkuð vel. Við höfum
allavega ekki þurft að fara út
fyrir landsteinana ennþá. í dag
má segja að við séum nokkuð vel
mannaðir.
Hafa togararnir komið með
nægilegt hráefni til að halda úti
fullri atvinnu í frystihúsinu?
Nei satt best að segja hefur það
ekki verið nóg, það hafa verið
vitlaus veður undanfarið og gef-
Snorri Snorrason.
ist mjög illa. Við vorum komnir
niður á það að verða að segja
upp lausráðnu fólki, en síldin
hefur síðan bjargað atvinnu-
ástandinu hjá okkúr.
Snorri vildi að lokum geta
þess að sér fyndist mjög ánægju-
leg sú góða samvinna sem skap-
ast hefur hér á milli stöðvanna í
sambandi við miðlun á hráefni,
en slík samvinna hlýtur að koma
öllum til góða.
heildarkvóti er fylltur og söltun
er stöðvuð.
Er útkoman sæmileg af síldar-
söltun í dag?
Nei hún er langt frá því að
vera viðunandi. Maður væri ekki
að þessu nema því aðeins að
halda uppi atvinnu, en ef það
væri söltunarkvóti á hvern bát
fyrir sig, þá væri hægt að vinna
þetta á hagkvæmari háttogvinna
þetta minna í næturvinnu en nú
er gert.
ÞAKKIR
Alúðarþakkir færi ég börnum mínum, tengda-
börnum, barnabörnum og vinum, sem sendu mér
heillaóskir, blóm og dýrmœtar gjafir í tilefni af 70
ára afmæli mínu þann 28. október 1985.
Ég bið guð að blessa ykkur öll.
Þorlákshöfn 1. nóvember 1985:
Ragnheiður Ólafsdóttir
í síld á Bakkanum
Mikil vinna hefur verið í síld hjá Suðurvör á Eyrarbakka að
undanförnu. Síldin hefur öll verið flökuð, fyrst verkuð í
saltflök sem fara á Svíþjóðarmarkað, en nú upp á síðkastið
hafa flökin verið edikverkuð á Þýskalandsmarkað.
Þessar mypdir voru teknar eitt kvöldið í síðustu viku þegar
sem mest var um að vera í síldinni.
Þær höfðu vel við flökunarvélinni þó þær þyrftu að raða í
hana 240 síldum á mínútu.
Svo þarf að flokka flökin og tína þau gölluðu frá. Sigga í
Brennu, Elín og Hjördís, ásamt fleirum sáu um þá hlið mála
frá annarri flökunarvélinni.
Þessi mynd er ekki tekin á neinni rannsóknarstofu. En að
mörgu þarf að hyggja við blöndunina á edikpæklinum, þar
sem ekkert má útaf bera. Kári og Stína höfðu allt á hreinu í
þeim málum.
Síðan þurfa flökin að verkast i körum í 8 -12 daga. Frijolf,
Gunnar, Kata og Aldís sáu um að flökin fengju rétta meðferð
strax í upphafi.
Sveinn Þórunn og Sigurbjörg voru ásamt fleirum höfð sér til
að krydda flök í tunnur. Ekki er annað að sjá en þau uni hag
sínum hið besta.