Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Blaðsíða 7

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Blaðsíða 7
Fréttamolinn Fréttamolinn Frá foreldra og kennarafélagi Grunnskóla Þorlákshafnar Nú er vetrarstarfið hafið. Aðalfundur félagsins var haldinn 26. september og var þar kosinn nýr gjaldkeri, Valgerður Jó- hannesdóttir. Varamenn voru kjörnir, en aðrir í stjórn hafa ekki lokið kjörtímabili sínu. Á fundinum var einnig rætt um störf félagsins á liðnu ári og tilhögun starfsins í vetur. Tenglafundur var síðan haldinn. Þar sem nýjum tenglum var kynnt starfsemin. Mjög vel var mætt á þann fund og mikill áhugi virtist vera hjá fólki. Allir voru t.d. boðnir og búnir til að baka við kaffisölur sem stóðu fyrir dyrum. Sú fyrri hefur farið fram, í tengslum við opinn dag í skólanum sem haldinn var laug- ardaginn 2. nóvember s.l. Þá var félagið með kaffisölu fyrir for- eldra og gesti, börnin gátu fengið keypta snúða og ávaxtasafa. Mjög góð þátttaka var, á annað hundrað manna heimsóttu skólann, þá var síldarsöltun í a.m.k. tveimur vinnslustöðvum á staðnum þennan dag. Fólk virtist reyna að skreppa a.m.k. í 1-2 tíma til að kynna sér starf barna sinna og kennara. Og allir virtust vel ánægðir og hamingju- samir með daginn, bæði börn, foreldrar og starfslið skólans. Allur ágóði af þessari kaffisölu fer í að endurnýja stólakost yngri barnanna. En það er ekki allt búið enn, því 21. nóvember fáum við Njörð P. Njarðvík rithöfund í heimsókn. Hann ætlar að vera með fyrirlestur um bók sína „Ekkert mál“ sem fjallar um líf eiturlyfjaneytanda. Á þennan fyrirlestur eru allir fullorðnir, sem áhuga hafa á, velkomnir, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki og hvort sem þeir eiga börn í grunnskólanum eða ekki. Fundurinn verður kl. 20.30 fimmtudaginn 21. nóvember í skólanum og verðum við þar með kaffisölu. Svo nú er bara að drífa sig í að lesa bókina, ef fólk hefur tök á og mæta svo á fundinn því þetta er mál sem alla varðar. Forvarnarstarf í ávana og fíkniefnum hefur verið unnið á síðastliðnum 4 árum í samvinnu Foreldrafélagsins og skólans. Árni Einarsson fulltrúi hjá áfengisvarnarráði mun vera hérna dagana 19. og 20. nóv. og vinna með nemendurm 6. og 7. bekkjar grunnskólans að verk- efnum varðandi þetta efni. Er það 3ja árið sem hann heimsækir skólann. Stjórn foreldra og kennarafél- agsins vill nota tækifærið og þakka ánægjulegt samstarf við foreldra og starfslið skólans, og hvetur alla til að leggja góðu máli lið, því góður skóli er hagur okkar allra. Með kveðju: Fyrir hönd Foreldra og kenn- arafélags Grunnskóla Þorláks- hafnar: Ellen Ólafsdóttir formaður. F.JM. fyrir smáauglýsingar F.M. fyrir stórar auglýsingar Höndlað með næringu Af sérstökum ástæðum er þessi veitingastaður í Hveragerði til sölu ásamt tilheyrandi aðstöðu. Ekki ósjaldan hefur blm. FM orðið var við biðraðir og óvenjumikil viðskipti í pylsusölu í Hveragerði, en veitingastaðurinn er staðsettur við mjög áberandi stað sem blasir við vegfarendum fljótlega eftir að rennt er inn í þorpið. Allar nánari upplýsingar um sölu á fyrirtækinu gefur Ómar í síma 4457. Meistaraskóli í húsasmíöunn, pípulögnum og múrverki hefst í þessari viku. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Fjölbrautaskóla Suðurlands, Austurvegi 10, Selfossi, sími 2111. 28. október, 1985 Skólameistari Bændur og búalið Eigum yfirleitt til síldarúrgang mjög heppilegan til skepnufóðurs. Hagstætt verð, tökum niður pantanir. Suðurvör hf. Sími 3106, 3565 og 3965. Björgunarnet- ið Markús Mótar það alþjóðareglur í framtíðinni? 1 júlí s.l. voru settar nýjar reglur um björgunar og öryggis- búnað íslenskra skipa. í þessari reglugerð, nánar til- tekið í grein 10.6, er merkileg nýjung, þar sem viðurkennd er þörfin fyrir sérhannað tæki til að ná manni uppúr sjó um borð í skip. Ein aðal ástæðan fyrir þessari grein í reglugerðinni er barátta Markúsars B. Þorgeirssonar skipstjóra úr Hafnarfirði fyrir viðurkenningu á hugmynd sinni Björgunarnetinu Markúsi. Áhugi þeirra mörgu björgun- armanna sem lögðu málinu lið fyrir orð Hannesar Hafstein framkvæmdastjóra Slysavarna- félags íslands svo og þeir mörgu útgerðarmenn og sjómenn sem tóku netið um borð í skip sín áður en yfirburðir þess til að ná manni úr sjó urðu almennt viður- kenndir, eiga sinn þátt í að þessi áfangi hefur náðst. Meðmæli Hjálmars R. Bárð- arsonar og skólastjóra Stýri- mannaskólanna í Reykjavík og Vestmannaeyjum áttu einnig drjúgan þátt í haráttu Markúsar í upphafi. Eftir andlát Markúsar fól fjöl- skylda hans tengdasyni Markús- ar Pétri Th. Péturssyni að halda baráttu fyrir hugmyndinni áfram, til að koma í veg fyrir að hún yrði eyðilögð og ef unnt væri, til að láta fullreyna hvort hún gæti skapað sér gjaldeyris- skapandi atvinnu fyrir aldraða og öryrkja. Því hefur Björgunarnetið Markús hf. Hafnarfírði nú tekið yfir alla þróunarvinnu, fram- leiðslu og sölu á björgunarnet- inu. Hjá fyrirtækinu starfa nú fimm fastir starfsmenn. Auk þess vinna um sex aldraðir á Hrafnistu við fellingu á nýjum netum. Nú erunnið að markaðsathug- un erlendis og lofar sú vinna sem þegar hefur farið fram góðu og ef að líkum lætur mun útflutn- ingur geta hafist um áramótin. Björgunarnetið Markús hf. hefur nú tekið upp samvinnu við björgunarsveitirnar Björg Eyr- arbakka, Dröfn Stokkseyri og Mannbjörg í Þorlákshöfn um sölu á netinu og mun það verða þeim fjárhagsleg búbót þar sem björgunarsveitirnar munu fá akveðnar prósentur af sölu. Sjá nánari upplýsingar um sölumenn annarsstaðar í blaðinu. Hveragerdi S 4162-4122 Kaupfélag Árnesinga Þorlákshöfn 3666 - 3876 Munið sértilboðin í hverri viku VINSAMLEGAST LÍTIÐ INN: KÁ Hveragerði KÁ Þorlákshöfn

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.