Sambandstíðindi - 24.11.1980, Qupperneq 1

Sambandstíðindi - 24.11.1980, Qupperneq 1
sambands TÍÐINDI ÚTG: SAMBAND ÍSL. BANKAMANNA LAUGAVEGI 103, 105 REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 5506 19.tbl. 11. árg. Fjórblöðungur 7/1980. 2 4.nóv.19 80. SATTATILLAGA Sáttanefnd ríkisins í deilu SlB og bankanna, skipuð þeim Vilhjálmi Hjálmarssynd, Hrafni Magnússyni og Jóni Erlingi Þorlákssyni, lagði fram sátta- tillögu í deilunni hinn 21. nóvember. Samkvæmt lögum fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla um tillöguna og hefur hún ver- ið ákveðin dagana 27. og 28. nóvember 1980. Jafnframt frestaði sáttanefnd boðuðu verkfalli Sambands íslenskra bankamanna til 8. desember. Sáttatillagan er að grunni til samningur sá, sem felldur var í atkvæðagreiðslu fálagsmanna SÍB í október. Samningur sá var rækilega kynntur fyrir atkvæðagreiðsluna 14. og 15. október. Hér verður því ekki tíunduð þau nýmæli sem sá samningur fól í sér, heldur einvörðungu gr-eint frá þeim atriðum, sem sáttatillagan felur í sér, umfram samnings- drögin, sem felld voru. LAUNALIÐURINN Launaliður tillögunnar gerir ráð fyrir, að vísitölugólfið svonefnda, sem samið var um 3. október, falli inn í launa- skalann. Það hefur í för með sér eftirtaldar hækkanir: Lfl. 3.1. " 3.2. " 3.3. " 4.1. 8 þúsund kr. 6 þúsund kr. 4 þúsund kr. 2 þúsund kr. Þá verða eftirtaldar breytin-g- ar á lfl. 7.2. til 9.1. á grundvelli viðmiðunar við BHM, sem tilgreint var í samkomu- laginu frá 3. október: Lfl. Tf 7.2. 7.3. 8.1. 600 kr. 1800 kr. 2500 kr. 8.2. 8.3. 9.1. 2600 kr. 2100 kr. 1100 kr. Þá gerir sáttatillagan ráð fyrir 2000 kr. hækkun á lfl. 9.3. og 10.3. og 3000 króna hækkun á lfl. 11.3. og 12.3. Ennfremur gerir sáttatillagan ráð fyrir, að laun hækki um 1.7 prósent frá 1.11. að telj a. STARFSALDUKSHÆKKANIR Sáttatillagan gerir ráð fyrir breytingum á starfsaldurshækk- unum þannig, að eftir 10 ára starf í banka er álag á laun 6% (var 5% í samkcmulaginu fr-á 3.10), eftir 15 ára starf er álagið 7% og eftir 20 ára starf 8%. I samkomu- laginu frá 3.10. var álag 6% eftir 12 ár og 7% eftir 15 ár. TRYGGINGAR 1 kafla 7, grein 7.1.2. lið 3 kemur ný málsgrein, þess efnis , að láti látinn starfs- maður ekki eftir sig maka? en einstæð móðir hans, ógift systir hans eða annar ógiftur aðili hafi sannanlega annast heimili hans um árabil fyrir andlát hans , þó eigi skemur en 5 ár, skuli greiða bætur að fjárhæð kr. 6.100.000.-- BARNSBURÐARFRl Ný málsgrein kemur í grein 7.6.1., sem fjallar um barns- burðarleyfi. Málsgreinin er svona: "Ef fastraðin kona óskar vegna barnsburðar að taka hálf laun í 6 mánuði í stað fullra launa í 3 mánuði, sbr. 1. málsgr., skal viðkorn- andi banki leitast við að Framh. verða við þeirri ósk". bls.2 UMSJÓN: Vilhelm G. Kristinsson, Björg Árnadóttir.

x

Sambandstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1703

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.