Sambandstíðindi - 03.09.1981, Page 1
sambands
TÍÐINDI
ÚtG: SAMBAND ÍSL. BANKAMANNA
LAUGAVEGI 103, 105 REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 5506
18 . tbl. 12. árg
FJCTRBLÖÐUNGUR 3/19 81
3. sept . 19 81
NIÐURSTAÐA GERÐARDÓMS
Gerðardómur sá, sem falið var að
endurskoða launalið kjarasamn-
inga STB og bankanna frá 15.12.
1980, kvað upp úrskurð sinn
26. ágúst s1.
Her verður stuttlega gerð grein
fyrir ástæðum þess að gerðardóm-
ur þessi var settur á laggirnar,
en síðan vikið að niðurstöðum
hans .
Samkvæmt samkomulagi STB og bank-
anna um kjarasamninga skulu
aðilar þegar x stað hefja viðræð-
ur, óski annar hvor aðila, að
gefnu serstöku tilefni, endur-
skoðunar á launalið kjarasamnings
á samningstímanum.
Náist ekki samkomulag innan 30
daga skal ágreiningsatriðum
skotið til úrlausnar gerðardóms.
Skal dómurinn skipaður einum
manni frá hvorum aðila og odda-
manni, er aðilar koma ser saman
um, og er hann formaður dómsins.
Oddamaður velur tvo menn til
viðbótar x dóminn utan raða
samningsaðila. Gerðardómur skal
fella úrskurð sinn innan eins
mánaðar frá því, að málinu er
vísað til hans.
Urskurður gerðardóms skal taka
tillit til starfskjara og þróunar
þeirra við sambærileg störf á
vinnumarkaði almennt, hvort sem
er hjá atvinnufyrirtækjum eða
ríki, ríkisstofnunum, sveitar-
felögum og stofnunum þeirra.
TILEFNI ENDURSKOÐUNAR
Þegar kjarasamningar starfsmanna
bankanna voru undirritaðir 15.12.
1980, átti eftir að ganga frá
samningum og kveða upp dóma
Kjaradóms vegna margra launþega-
samtaka sem hafa innan raða
sinna starfsmenn með hliðstæðar
starfsskyldur og bankamenn.
A næstu vikum þar á eftir kom í
ljós, að samið var um og dæmdar
töluvert meiri launahækkanir en
felagsmenn SlB fengu.
Auk þess voru samningar teknir
upp við felagsmenn BSRB í byrjun
þessa árs, sem leiddu til hækk-
unar á launalið samnings þeirra,
þó að kjarasamningur þeirra frá
20.8.1980 væri ekki runninn út.
Með ofangreind atriði x huga
töldu bankamenn vera kominn
grundvöll fyrir endurskoðun
launaliðs x kjarasamningi sxnum.
BANKARNIR ÖNSUÐU ENGU
Það var strax 10. febrúar x vetur
að stjórn SlB og formenn starfs-
mannafelaganna óskuðu viðræðna
um endurskoðun launaliðarins.
Bankarnir brugðust hins vegar
hinni umsömdu skyldu sinni að
hefja viðræður þegar x stað og
það var ekki fyrr en 18. mars
að svar barst frá samninganefnd
bankanna og fólst x þvi svari
algjör höfnun á endurskoðun
launaliðs samninganna.
Beiðni SlB var hafnað án nokk-
urra viðræðna, og á þvi stigi
málsins óskaði samninganefnd
Framhald á bls. 2.
UMSJÓN: Vilhelm G. Kristinsson, Björg Arnadóttir.