Sambandstíðindi - 20.07.1983, Blaðsíða 1

Sambandstíðindi - 20.07.1983, Blaðsíða 1
sambands TÍÐINDI ÚTG: SAMBAND ÍSL. BANKAMANNA LAUGAVEGI 103, 105 REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 5506 18. tbl. 14. árg. Fjölblöóungur 3/1983 20. júlí 1983. KJARASAMNINGUNUM SAGT UPP Samband Islenskra bankamanna hefur ákveóió aó segja upp gildandi kjara- samningum viö bankana, mióaó vió 1. ágúst. næstkomandi. Akvöróun þessx var tekin á sameiginlegum fundi stjórnar og varastjórnar SlB, samninganefndar og formanna starfsmannafélaganna, sem haldinn var 19. júlí síðastliðinn. A fundinum lagöi st.jórn SlB fram álykt- un, sem stjórnin samþykkti á fundi sínum 15. júll og var samþykkt aó senda hana samnmganefnd bankanna, ásamt formlegri uppsögn kjarasamninganna. Alykt.unin er svohljóðandi: "I kjai'asamningi þeim sem Samband Isl- enskra bankamanna og bankarnir geróu meó sér þann 24. september 1982 segir, aó hann renni út. hinn 31. október 1983. Samkvaant lögum um samningsrétt starfs- manna bankanna ber aó segja samningi upp meó þriggja mánaóa fyrirvara. 31. jú.ll næstkomandi er þvl slöast.i uppsagnardagur, mióaó viö áöurnefnd samningsákvæöi. Al.lt starf SlB aó kjaramálum hefur verió viö þet.ta mióaó. Kröfugeró hefur verió undirbúin og fengið ræki- lega umfjöllun I sérstökum starfshópum og alveg sérstaklega á 33. þingi SlB. Meó bráðabirgóalögum frá 27. mal sló- astlióinn var kjarasamningum SlB fram- lengt. til 1. febrúar 1984. Þetta atriði gengur sem kunnugt er yfir alla launþega I landinu. SlB mðtmælti þessari lagasetningu aö sjálfsögóu, enda er hér ráóist á réttindi sem tekið hefur launþega áratugi aó berjast fyrir og llta veröur á sem grundvallarmann- réttindi. Reynsla undangenginna ára hefur enda sýnt., aó frjálsir samningar milli bankanna og bankastarfsmanna hafa leitt af sér margar breytingar, sem til hagsbóta eru fyrir bankana, bankamenn og vióskiptavini. enn betur fara. Mörg atriði mega þð Bankamenn trúa því, aó bankarnir séu þeim sammála um aö þessi afskipti rlk- isvaldsins af samningum milli aóila vinnumarkaóarins séu óréttmæt. Engu aó síóur veróa bankamenn aó vióurkenna aö löglega kjörin stjórnvöld I landinu hafa hér beitt aöferöum, sem þeim eru tiltæk, þótt óréttlát séu, og þvl veróa þeir aó beygja sig undir þaó ok aö hlýóa bráðabirgóalögum þessum. Frá sjónarhóli launþega hefur kaupmætti launa þeirra og atvinnuöryggi hér veriö fórnaó I enn einni tilrauninni til aó koma böndum á veróbólguna, án þess aó sýnilegt sé, aó nokkrir aórir aöilar I þjóófélaginu eigi aö taka á sig byróar sem eru nánda nserri eins þungar og þeirra. 1 Ijósi þess óréttlætis sem umrædd af- skipti stjórnvalda af samningsrétti launþega eru, aó dómi Sambands íslensk- ra bankamanna, svo og þeirrar óvissu sem ríkir um afkomu launþega á næstu mánuóum og um árangurinn I baráttunni vió veróbólguna, telur Samband Islensk- ra bankamanna rétt aó segja upp gild- andi kjarasamningum mióaö viö 1. ágúst 1983, eins og samningarnir gera ráó fyrir, sbr. og 5. gr. samkomulags um kjarasamninga félagsmanna SlB. Nióurfelling samningsréttai' bankamanna nú, gengur yfir á tlma, sem er sér- staklega illa tilfallinn. Fyrir dyrum stendur tæknibreyting, sem er einstak- lega mikilvægt aö vel takist til um. Standa þarf rétt aó þeirri endurskipu- lagningu bankastarfsemi, sem beinllnu- væóingu og öórum tækniframförum fylgir. Standa þarf rétt aö menntun og þjálfun þess starfsliós sem I bönkunum vinnur - framhald á bls. 2 - UMSJÓN: Vilhelm G. Kristinsson. 1

x

Sambandstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1703

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.