Fréttablaðið - 04.11.2022, Qupperneq 11
Guðmundur
Steingrímsson
n Í dag
Ég get ekki sagt að ég sé að fara
yfirum af spenningi yfir því hvor
verður formaður Sjálfstæðisflokks
ins, Guðlaugur Þór Þórðarson eða
Bjarni Benediktsson. En þótt ég
missi ekki svefn yfir þessu, þá get
ég þó sagt að sem áhugamaður um
pólitískar væringar hefur maður
jú tilhneigingu til að staldra við
og spá í hvað þarna er á seyði. Eitt
þykir mér blasa við: Hér leikur
Guðlaugur athyglisverðan leik.
Augljóslega er hér naskur leik
maður á ferð.
Sjáiði til. Það skiptir í raun litlu
hvort Guðlaugur vinnur eða ekki.
Fái hann umtalsvert fylgi, sem
líkur eru jú á – segjum 30 til 40
prósent – hefur hann í raun náð
nægum árangri. Hann verður
þar með leiðtogi valdablokkar
í þessum flokki valdablokka.
Fram hjá honum og fylgisfólki
hans verður ekki gengið. Staða
hans verður sterkari. Á sama tíma
veikist staða Bjarna. Í f lokknum
verða tvær fylkingar með tveimur
leiðtogum.
Tapi Guðlaugur stórt hefst auð
vitað að sama skapi niðurleið hans
og útleið úr pólitík smám saman
eða í snatri. Hér er því teflt djarft,
en að því gefnu að ég hafi rétt fyrir
mér í mínu mati eru töluverðar
líkur á að bragð Guðlaugs heppn
ist. Ef markmiðið er að senda
Bjarna enn og aftur í pontu í Val
höll til þess að flytja barátturæðu
um varnarsigur, eftir eitthvað sem
hæglega má túlka sem afhroð, þá
er ekki ólíklegt að það takist. Ætli
Bjarni þurfi ekki að hafa meira
fyrir því að koma í veg fyrir þá
stöðu, heldur en Guðlaugur að
koma henni í kring.
Að þessu sögðu vil ég ítreka að
yfir þessu missi ég semsagt ekki
svefn, þótt hressilegt valdatafl sé
alltaf áhugavert. Ástæðan fyrir
skeytingarleysi mínu að öðru
leyti er þó ekki einungis sú að ég
telst ekki til kjósenda Sjálfstæðis
flokksins, heldur er ástæðuna
einnig að finna í öðru. Ég get ekki
séð að í þessum formannsslag liggi
mikið undir fyrir þjóðina, þannig
séð. Þetta snýst aðallega um það
að Guðlaugur Þór vill að fylgi Sjálf
stæðisflokksins sé meira en það er.
Mjög margir í samfélaginu vilja
hins vegar ekki að fylgi Sjálf
stæðisflokksins sé meira en það
er, þannig að hér verður ætíð við
ramman reip að draga. Ekki er nóg
að formaður vilji stækka flokk.
Sú stækkun verður að vera um
eitthvað. Stjórnmál eru í eðli sínu
samkeppni um hugmyndir – um
það hvað þurfi að gera næst og
hvað sé til bóta – þar sem einn
segir „krakkar, komiði með mér
hingað!“ og annar segir „nei,
krakkar, fylgiði mér frekar í þessa
átt!“. Svo einfalt er það í grunninn.
En þetta skortir á Íslandi í dag. Það
er lítið um innblásnar stefnumark
andi yfirlýsingar, sem á einhvern
hátt væri uppbyggilegt að fylgja.
Ímynda mætti sér formannsslag
í Sjálfstæðisflokknum, og raunar
öðrum flokkum líka, sem snérist
meira um mismunandi sýn fram
bjóðenda á eitthvað sem skiptir
máli.
Sjálfstæðisflokknum er til
dæmis stöðugleiki mjög hug
leikinn. Eftir langt valdaskeið
flokksins er hins vegar óhætt að
segja að fátt einkennir íslenskt
efnahagslíf minna en einmitt
stöðugleiki. Á Íslandi ríkir eilífur
Gulli, Bjarni, gildir einu
vandræðagangur. Ísland er svo
óstöðugt að það er fyndið. Nú
síðast, ofan á verðbólgu og gjald
miðilsáhættu, hefur stjórnvöldum
tekist að senda tundurskeyti inn í
íslenskt efnahagslíf með því að lýsa
þeim ásetningi sínum, að til standi
að varpa langvarandi og ógnar
stórum – og óútkljáðum þrátt fyrir
ótal viðvaranir – vanda Íbúða
lána sjóðs á komandi kynslóðir,
einkum eldri borgara, lífeyrisþega,
framtíðarinnar. Það er ég. Takk.
Þarf ekki að ræða þetta, eða í öllu
falli skilgreina betur hvað átt er við
með stöðugleika í þessum enda
lausa fáránleika?
Svo má ræða orkumál, ef fólk er
í stuði. Orka Íslendinga er að verða
búin. Hún nægir ekki til orku
skipta. Þetta er risastórt úrlausnar
efni, og klukkan tifar. Hér vantar
sýn. Hvert skal stefna?
Innflytjendamál eru líka æði
aðkallandi. Á Íslandi vantar fólk.
Við erum ekki nógu mörg til að
vinna störfin sem hér þarf að leysa
af hendi. Þar að auki ríki víðtækur
áhugi á því að sýna fólki mannúð.
Ætlar einhver að útskýra af hverju
það er á sama tíma talið nauðsyn
legt að senda 20 lögreglumenn til
að flytja fólk úr landi með harðri
hendi í skjóli nætur og loka aðra
útlendinga sem hingað koma í
fangaklefa? Hver er pælingin?
Þriðja ástæða þess að ég missi
ekki svefn yfir formannskjörinu
felst svo í stöðu stjórnmálanna á
Íslandi almennt. Í Bandaríkjunum
er kosið á þriðjudaginn. Ég missi
frekar svefn yfir því. Andlýðræðis
leg öfl sem virða ekki staðreyndir
geta þar náð undirtökum. Slík
viðureign á sér blessunarlega ekki
ennþá stað í íslenskum stjórn
málum. Hvorki Bjarni né Gulli eru
Trump. Það er þó jákvætt. n
„Skáldsagan Gratíana er enginn eftirbátur
Hansdætra og ég er ekki frá því að þetta
sé hennar besta verk til þessa.“
RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ
„Vel skrifuð og skemmtileg bók ...“
BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ
„Þetta er afskaplega vel gert.“
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / KILJAN
Innbundin Rafbók
Hjartastyrkjandi örlagasaga eftir
Benný Sif Ísleifsdóttur um
íslenskar alþýðukonur, sorgir
og sigra, drauma og þrár.
,
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | virka daga 10–18 | laugardaga 11–17 | sunnudaga 12–16 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
FÖSTUDAGUR 4. nóvember 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ