Fréttablaðið - 04.11.2022, Blaðsíða 16
„Ég, verandi rokkari af gamla
skólanum, mæli með gömlu köll-
unum. Sá Dr. Gunna á 12 tónum
á miðvikudagskvöld og þeir voru
það góðir að ég ætla að sjá þá aftur
á Gauknum í kvöld og svo lýk ég
kvöldinu á HAM í Gamla bíó.“
Tómas mælir svo einnig með
nýjum hljómsveitum sem hann
segir að séu á barmi heimsfrægð-
ar. „Fyrir ykkur sem elskið að hafa
puttann á púlsinum eru þrjár
„must see“ íslenskar hljómsveitir,
svona: „Ég náði að sjá þau rétt
fyrir heimsfrægð.“ Hljómsveitin
Ólafur Kram hefur verið að gera
allt vitlaust á X977 með laginu
Aumingja Þuríður, hljómsveitin
Kvikindi gaf nýverið út plötu og
svo Superserious. Ætli maður
sinni ekki tónlistaruppeldinu líka
og fari einmitt að sjá Ólaf Kram á
Stúdentakjallaranum á morgun
klukkan fjögur, off venue með
guttunni … ókeypis og æðislegt.“
Rokkari af gamla
skólanum
n Airwaves
Royalistinn
n Uppskriftin
4.
nóv
5.
nóv
6.
nóv Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
Hvað er að gerast um helgina?
n Iceland Airwaves, Off Venue
tónleikar kl. 16.00
Stúdentakjallarinn
16.00 Ólafur Kram
16.50 Supersport!
17.40 BSÍ
18.20 Skoffín
Utandagskrá er úti um allan bæ og
nánar má skoða hana á heimasíðu
hátíðarinnar, icelandairwaves.is.
n Daft Punk á orgel
Hallgrímskirkja kl. 18.00
Kristján Hrannar Pálsson organisti
spilar lög Daft Punk á mögnuðum
tónleikum.
n Pétur Jóhann óhæfur
Fosshótel Stykkishólmi kl. 20.30
Tveir tímar af nýju uppistandsefni
frá Pétri Jóhanni. Veisla.
n Lögin hans Ladda
Græni hatturinn kl. 21.00
Laddi flytur öll sín þekktustu lög
á Græna hattinum ásamt stór-
hljómsveit.
n Kjallarakabarett:
Miðnæturmunaður
Þjóðleikhúskjallarinn kl. 23.00
Sverðgleypingar, fullorðinssirkus,
drag og bommsadeisí. Fram koma
Jellyboy, Jójójóakim, Duo Deca-
dence, Júllala, María Callista, Mar-
grét Maack og
Tomtastic.
n Fjölskyldu-Afró
Kramhúsið kl. 13.00
Dans, trommuleikur, leikir og
söngur fyrir börn á aldrinum
tveggja til tólf ára ásamt fullorðna
fólkinu sem þeim fylgir.
n Einar Áskell 50 ára
Bíó Paradís kl. 11 og 14
Afmælisfögnuður á Alþjóðlegri
barnakvikmyndahátíð í Reykjavík.
Hentar börnum á öllum aldri. Frítt
inn og allir velkomnir.
n Íslenska húðflúrsráðstefnan
Laugardalshöll – alla helgina
Níutíu flúrarar alls staðar að úr
heiminum koma saman til þess
að taka þátt í ráðstefnunni í ár.
Keppnir alla dagana. Nánar má
lesa um dagskrá á viðburðinum
Icelandic Tattoo Expo 2022 á
Facebook.
n Síminn, ópera fyrir áhrifa-
valda
Harpa kl. 12 og 19
Lokahátíð Óperudaga, Harpa
syngur, í Eldborg Hörpu. Hallveig
Rúnarsdóttir sópran og Áslákur
Ingvarsson barítón flytja verkið
við undirleik hljómsveitar Óperu-
daga, undir stjórn Steinars Loga
Helgasonar.
n Lögin hans Ladda
Græni hatturinn kl. 21.00
Laddi flytur öll sín þekktustu lög
á Græna Hattinum ásamt stór-
hljómsveit.
n Grafísk hönnunarsmiðja fyrir
alla fjölskylduna
Hönnunarsafn Íslands kl. 13.00
Nýútskrifuðu hönnuðirnir Katla
Einarsdóttir og Jóhanna Guðrún
Jóhannsdóttir leiða smiðjuna
sem byggð er á útskriftarverk-
efnunum þeirra frá Listaháskól-
anum. Brugðið er á leik með leir,
makkarónum og perlum. Sjón er
sögu ríkari í þessum skemmtilegu
nálgunum að grafískri hönnun,
þátttaka er ókeypis og smiðjan
ætluð allri fjölskyldunni.
n Plötusnúðar allan daginn
Prikið kl. 13
Prikið hjálpar djammdýrunum að
trappa sig niður eftir helgina með
ljúfum tónum og sveittum mat.
n Heimsins hnoss
Þjóðminjasafnið alla helgina
Ókeypis inn á safnið laugardag
og sunnudag í tilefni opnunar
sýningarinnar Heimsins hnoss. Sjá
umfjöllun annars staðar á síðunni.
n Húðflúrsráðstefna í Laugar-
dalshöll
Laugardalshöll – alla helgina
Níutíu flúrarar alls staðar að úr
heiminum koma saman til þess
að taka þátt í ráðstefnunni í ár.
Keppnir alla dagana. Nánar má
lesa um dagskrá á viðburðinum
Icelandic Tattoo Expo 2022 á
Facebook.
n Konur dansa frá hjartanu
Jógasetrið kl. 19.30
Fríða Freyja og Elsa Rós leiða hug-
leiðslu, dans og hljóðbað.
Heimsins hnoss
Þjóðminjasafnið
Biblía, rotin. Stór kistugarmur,
ónýtur. Saumaskrúfa. Sjö
tunnuskrifli, öll fúin og mjög
bandafá, sumar heilar, sumar
hálfar og flestar botnlausar.
Nærbuxur, með gati. Þetta eru
meðal annars þeir hlutir sem
uppboðsbækur dánarbúa höfðu
að geyma.
„Við höfum gríðar-
legan áhuga á hversdagslegum
hlutum sem gefa okkur mynd
af hversdeginum fyrir löngu
síðan,“ segir Steindór Gunnar
Steindórsson hjá Þjóðminja-
safninu.
Sýningin teflir saman upp-
lýsingum um dánarbú sem
varðveittar eru á Þjóðskjala-
safni Íslands og gripum úr
munasafni Þjóðminjasafnsins
með það að markmiði að varpa
ljósi á efnisheim fólks á 18. og
19. öld. Hvað átti fólk? Hvers
virði voru eigur þess? Hvernig
endurspeglast eigur fólks fyrr
á öldum í varðveittum menn-
ingararfi þjóðarinnar?
Sýningin verður opnuð með
viðhöfn á morgun, laugardag,
klukkan 14 og ókeypis verður í
safnið yfir opnunarhelgina.
Hljóðgervlar eiga sér
rætur í orgelinu
Hallgrímskirkja
Organistinn Kristján Hrannar
Pálsson leikur lög Daft Punk
í dag klukkan 18 í Hallgríms-
kirkju en spilar þau á orgel
kirkjunnar. „Það var nú bara
hin dásamlega eiginkona mín
sem átti þessa hugmynd. Allir
þessir synthar sem einkenna
tónlist Daft Punk eiga sér auð-
vitað rætur í orgelinu.“
Þetta snýst þá ekki um
poppdrauma organistans?
„Nei, þetta er meira svona
tenging milli tveggja skyldra
heima. Þetta er tilraun
organista til að sýna að þetta
hljóðfæri á fullt erindi í alls
konar tónlist í dag, bæði gamla
og nýja.“
Uppáhaldslag Kristjáns
Hrannars með Daft Punk er
Voyager.
„Sjúklega góð keyrsla og
f lottir hljómar. Alltaf þegar ég
set það á koma samt krakk-
arnir mínir með hávær mót-
mæli og vilja bara One More
Time.“ n
Hinn einni sanni Royal
toppaður með lakkrís og
súkkulaði
Setjið Eitt Sett súkkulaðibita og
rjóma saman í pott við meðal-
háan hita og bræðið saman. Þegar
súkkulaðið er bráðið og hefur
blandast við rjómann má hella
sósunni úr pottinum yfir í könnu
og leyfa að ná stofuhita áður en
hún er sett yfir búðinginn. Einnig
er hægt að skreyta með þeyttum
rjóma, jarðarberjum og eitt sett-
kúlum.
Setjið síðan 1–2 matskeiðar
af sósu yfir búðinginn eða eftir
friminutur@frettabladid.is
Þreif burt
varalitagórillu
smekk, gott að setja í kæli í stutta
stund áður en þeytti rjóminn er
settur á til þess að koma veg fyrir
að þeytti rjóminn leki til ef sósan
er enn þá volg.
Súkkulaði- og
lakkrísbúðingur
fyrir 4 hanastélsglös
1 pakki Eitt Sett Royal-búðingur
250 ml rjómi
250 ml nýmjólk
Pískið eða þeytið allt saman í um
eina mínútu eða þar til blandan fer
aðeins að þykkna.
Skiptið niður í falleg hanastéls-
glös eða skálar og kælið í um 30
mínútur, gott að gera rjómasúkku-
laðisósuna á meðan.
Rjómasúkkulaðisósa með
lakkrísbitum
150–200 g Eitt Sett súkkulaði-
stykki
100 ml rjómi
„Ég var einu sinni að vinna á Airwa-
ves við að selja bjór þegar GusGus
spilaði,“ rifjar Júlía Margrét Einars-
dóttir upp. Þegar tónleikarnir voru
búnir og búið var að tæma pleisið
kom í ljós eitt fallegasta verkið á
veggnum, sem var risastór górilla
máluð á vegginn með varalit kvenna
sem voru inspíreraðar af tónlist
GusGus. Ég var smá miður mín yfir
að þurfa að þrífa hana burt.“
Júlíana er komin í gírinn. „Í ár er
ég ótrúlega spennt að fara á Unu
Torfa, skærustu stjörnu íslenskrar
tónlistar í dag að mínu mati, og
svo að sjá Altin Gün (sem gera mig
alltaf svanga í falafel) og Go_A.
Þetta verður æðisleg hátíð og ég
vona að það verði til margir vara-
litaapar!“ n
4 kynningarblað A L LT 4. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR