Fréttablaðið - 04.11.2022, Blaðsíða 26
Þegar osso buco er
eldað er mikilvægt
að gefa sér góðan tíma í
eldamennskuna og leyfa
ástríðunni og natni að
ráða för.
Matarvenjur breytast eftir
árstíðum og þegar veturinn
er skollinn á eru matar-
miklir réttir sem bragð er af
vinsælir. Þeir ylja kroppnum
og gleðja bragðlaukana.
sjofn@frettabladid.is
Einn ítalskur réttur hefur notið
óhemjumikilla vinsælda og er einn
þekktasti rétturinn sem kemur frá
Norður-Ítalíu. Hér á landi hefur
hann slegið í gegn á köldum vetrar-
dögum. Það er hinn frægi osso
buco sem um ræðir. Ítalir notar
gjarnan kálfaskanka í þennan rétt
en hér á landi verða nautaskankar
oftast nær fyrir valinu. Þeir smell-
passa í þennan rétt.
Þegar osso buco er eldað er
mikilvægt að gefa sér góðan
tíma í eldamennskuna og leyfa
ástríðunni og natni að ráða för. Það
sér enginn eftir því að gefa sér tíma
í að elda þennan dásamlega rétt
sem er hreinn unaður að njóta.
Osso buco á ítalska vísu
fyrir 6
6-8 sneiðar af osso buco
2-3 skalottlaukar, saxaðir
3 stönglar sellerí, saxaðir í teninga
3 gulrætur, saxaðar í teninga eða
skornar í flísar
3 litlir hvítlaukar, þessir í körf-
unum, saxaðir
3 greinar timian, 3 greinar rós-
marín, 3 lárviðarlauf, allt bundið
saman í knippi
½ búnt steinselja, smátt skorin
1 dós heilir tómatar
½ dós saxaðir tómatar
6 dl kjúklingasoð
2 dl hvítvín, meðal þurrt
Ólífuolía eftir smekk fyrir
steikingu
Salt og pipar eftir smekk
Allra best er að elda osso buco í
stórum potti eða fati sem má setja
í ofn, helst úr pottjárni. Hitið 1–2
matskeiðar af ólífuolíu í pott-
inum og steikið kjötsneiðarnar í
3 mínútur á hvorri hlið. Saltið og
piprið eftir smekk.
Takið kjötið frá og geymið
meðan grænmetið er steikt og
sósan gerð. Steikið skalottlauk,
sellerí, gulrætur og hvítlauk í um
það bil 5 mínútur í pottinum.
Bætið síðan við tómötunum og
sjóðið í um það bil 3 mínútur.
Hrærið reglulega.
Bætið við hvítvíni, 3 dl af
kjúklingasoðinu, kryddjurtunum,
steinseljunni og loks kjötsneið-
unum. Látið malla í tvær klukku-
stundir við vægan hita. Þá má
líka fara aðra leið og setja pottinn
eða fatið inn í bakarofn. Þá setjið
þið lokið á pottinn og setjið inn í
200°C heitan ofn. Eldið og hafið
inni í ofninum um það bil 2
klukkustundir.
Vert er að snúa kjötbitunum við
í pottinum einu sinni til tvisvar á
þessum tíma og bæta við kjúkl-
ingasoði eftir þörfum. Soðið á að
þekja kjötið að um þremur fjórðu
allan tímann og umlykja græn-
metið.
Eftir tvo klukkutíma ætti kjötið
að vera orðið meyrt og fínt. Áður
en rétturinn er borinn fram er
kryddknippið tekið frá og það er
í góðu lagi að bera réttinn fram í
pottinum eða fatinu sem það er
eldað í.
Með þessum rétti er ekki nauð-
synlegt að vera með meðlæti en
það er hægt að vera með dýrindis
heimalagaða kartöflumús, risotto
að hætti Ítala eða nýtt smælki.
Svo er bara að njóta við kertaljós í
góðum félagsskap. n
Dýrindis osso buco fyrir sælkera
Osso buco er vinsæll réttur á Ítalíu og víðar um heiminn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
elin@frettabladid.is
Heimabakað brauð er alltaf frá-
bært og hér er uppskrift sem er
mjög einföld þótt hún taki tíma.
Þetta er hollt og trefjaríkt brauð
sem fer vel í magann. Nýtt brauð
með góðu áleggi er frábært að
eiga um helgar. Þar að auki er svo
skemmtilegt að baka brauð. Þetta
brauð þarf ekki að hnoða.
Hrært brauð
400 g hveiti
100 g heilhveiti
50 g rúgmjöl
25 g hveitiklíð
25 g hveitikím
100 g sólblómafræ
½ tsk. þurrger
1 tsk. salt
1 msk. maltextrakt
500 ml kalt vatn
Hitið ofninn í 250°C.
Brauðið er bakað í ílöngu formi
með loki, sem tekur 4 lítra. Einnig
er hægt að nota álpappír sem lok.
Hrærið allt saman nema maltext-
rakt og vatn. Hrærið maltextrakt
út í vatnið og hrærið saman og
setjið saman við þurrefnið,
deigið á að vera klístrað.
Deigið er sett í formið
og látið hefast undir
loki í 8-20 tíma eftir
því sem þið hafið tíma
til. Látið þá deigið á
bökunarpappír og
stráið smávegis hveiti
yfir það. Látið hefast
aftur í tvo tíma. Formið er
sett tómt inn í 250°C heitan
ofn í einn og hálfan tíma. Takið
heitt formið út og komið deiginu
fyrir í því. Setjið lok yfir og bakið
í 30 mínútur, takið lokið þá af og
bakið áfram í 15 mínútur á 220°C.
Kælið brauðið á rist.
Þegar brauð er bakað án þess að
hnoða það þarf að gefa sér góðan
tíma því deigið þarf að hefast
lengi. Baksturinn er einfaldur og
til dæmis er hægt að undirbúa
brauðbaksturinn á laugardegi
og baka brauðið síðan á sunnu-
dagsmorgni. Þá er hægt að bjóða
upp á nýbakað og gott brauð með
hádegishressingunni. Ef þú hefur
ekki tíma til að baka brauðið á
sunnudeginum er hægt að geyma
deigið í ísskáp í fjóra daga.
Þegar deigið hefast í svona
langan tíma vakna ýmis ensím í
korninu sem gerir brauðið bæði
næringarríkara og auðmeltan-
legra. Þegar maður gerir brauð
sjálfur er hægt að hafa stjórn á
hversu gróft það á að vera með
því að bæta við fræjum eða sleppa
þeim. Það er ódýrara að baka
brauð sjálfur en að kaupa það úti í
búð svo það er hagkvæmt að gera
nokkur brauð og eiga í frysti. n
Næringarríkt
heimabakað brauð
Það er ótrúlega skemmtilegt að dunda sér við brauðbakstur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Góð súpa
og heima-
bakað brauð.
Ekki slæmur
kostur á vetrar-
degi.
Það felst mikill sparnaður í því að
eiga til frosna ostafganga á pítsuna.
thordisg@frettabladid.is
Til að koma í veg fyrir að matur
lendi í ruslinu er ráð að frysta
hann. Þannig má til dæmis frysta
avókadó, ferska tómata, ost,
rjómaost, smjör, hvítlauk, chili og
banana.
Áður en avókadó fer í frysti þarf
að fjarlægja stein og hýði. Þá er gott
að skera það í tvo til fjóra bita og
pakka í plastfilmu eða setja í plast-
box. Gott ráð er líka að mauka það
og frysta í litlum skömmtum.
Best er að skipta hvítlauk í geira
og taka utan af honum áður en
hann er frystur. Þá er auðvelt að
skera hann og nota í mat, þótt
hann sé frosinn.
Áður en chili-pipar þornar upp
í ísskápnum er tilvalið að skella
honum heilum í frysti og geyma
þar til hans er þörf í matargerðina.
Áður en tómatar eru settir í
frysti skal skera þá í báta og setja
í box. Þá er auðvelt að taka þá út
og setja í heitan rétt og þá má líka
sleppa tómatmaukinu ef slíkt er í
uppskriftinni.
Banana er tilvalið að frysta.
Það má frysta bananana í hýðinu,
heila, í bitum eða maukaða.
Vill enginn borða endastykkin
af ostinum? Safnið þeim þá saman
í frystinum og rífið niður afgang-
ana næst þegar til stendur að baka
pítsu. Það er líka gott ráð að rífa
hann niður jafnóðum því þá er
alltaf til rifinn ostur í frystinum.
Allt kemur þetta í veg fyrir mat-
arsóun og er aldeilis hagkvæmt að
eiga til í frystinum þegar á þarf að
halda. n
HEIMILD: LEIDBEININGASTOD.IS
Þessa matvöru má frysta
Það getur verið
erfitt að áætla magn
þegar halda skal matar-
boð, en örvæntið eigi
þótt afgangar séu miklir
því hægt er að frysta svo
margt og nýta seinna.
6 kynningarblað A L LT 4. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR